Segja að spænska sambandið fái 5,5 milljarða fyrir að spila Ofurbikarinn í Sádí Arabíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2020 15:45 Lionel Messi með Ofurbikarinn sem Barcelona vann í fyrra. Getty/Joan Cros Garcia Spænski Ofurbikarnn, Super Cup, sem er meistarakeppni spænska fótboltans fer fram með breyttu sniði í ár en nú taka fjögur félög þátt og keppnin fer líka fram langt í burtu frá Spáni. Spænski Ofurbikarinn er nú allur spilaður í Sádí Arabíu. Undanúrslitin fara fram í dag og á morgun en úrslitaleikurinn er síðan á sunnudaginn kemur. Ofurbikarinn var settur á laggirnar árið 1982 og þangað til í fyrra léku meistararnir og bikarmeistararnir alltaf tvo leiki heima og að heiman. Í fyrra var það bara einn leikur á milli spænsku meistaranna og spænsku bikarmeistaranna en sá leikur var spilaður í Marokkó. BBC Sport - Spanish Super Cup - who, why and where? https://t.co/fMiyDmvuR4— Aliyu Tanko (@aliyutanko) January 8, 2020 Nú býr spænska knattspyrnusambandið til nýja keppni en í spænska ofurbikarnum í ár taka þátt tvö efstu liðin í spænsku deildinni og liðin sem mættust í bikarúrslitaleiknum. Liðin sem fengu þáttökurétt í spænska Ofurbikarnum í ár eru Barcelona, Real Madrid, Atletico Madrid og Valencia. Barcelona varð spænskur meistari og Atletico Madrid endaði í öðru sæti í deildinni. Í bikarúrslitaleiknum vann Valencia sigur á Barcelona. Þar sem Barcelona var þegar komið með þátttökurétt þá fellur fjórða sætið til þess liðs sem var hæst í deildinni af þeim sem hafa ekki fengið þátttökurétt. Það var lið Real Madrid sem endaði í 3. sæti spænsku deildarinnar. 4equipos aspiran a lograrla, pero solo uno la sumará a su palmarés. ¡COMIENZA LA SUPERCOPA! Esta noche, a las 20:00h., @ValenciaCF - @realmadrid. King Abdullah Jeddah (Arabia Saudí)#Supercopa2020pic.twitter.com/1j1TaB34ds— RFEF (@rfef) January 8, 2020 Liðin fjögur voru líka þau lið sem enduðu í fjórum efstu sætum spænsku deildarinnar 2018-19. Leikirnir fara allir fram á sama velli eða hinum 60 þúsund manna King Abdullah Sports City leikvangi í Jeddah. Spænska knattspyrnusambandið græddi mikinn pening á að færa keppnina til Sádí Arabíu. Sambandið hefur ekki gefið töluna upp en spænsku blöðin halda því fram að það fái 40 milljónir evra á ári fyrir þennan þriggja ára samning við Sádana. 40 milljónir evra eru 5,5 milljarðar íslenskra króna. Vandamálið er að stuðningsmenn spænsku liðanna hafa ekki sýnt keppnini mikinn áhuga. Atlético de Madrid seldi aðeins 50 miða, Valencia C.F seldi 27 miða, FC Barcelona seldi í kringum 300 miða og Real Madrid náði að selja næstum því 700 miða. RFEF should be ashamed of selling Spain's #Supercopa to Saudi Arabia https://t.co/UifZ4tkiBH— Ben Hayward (@bghayward) January 8, 2020 Spænski boltinn Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Sjá meira
Spænski Ofurbikarnn, Super Cup, sem er meistarakeppni spænska fótboltans fer fram með breyttu sniði í ár en nú taka fjögur félög þátt og keppnin fer líka fram langt í burtu frá Spáni. Spænski Ofurbikarinn er nú allur spilaður í Sádí Arabíu. Undanúrslitin fara fram í dag og á morgun en úrslitaleikurinn er síðan á sunnudaginn kemur. Ofurbikarinn var settur á laggirnar árið 1982 og þangað til í fyrra léku meistararnir og bikarmeistararnir alltaf tvo leiki heima og að heiman. Í fyrra var það bara einn leikur á milli spænsku meistaranna og spænsku bikarmeistaranna en sá leikur var spilaður í Marokkó. BBC Sport - Spanish Super Cup - who, why and where? https://t.co/fMiyDmvuR4— Aliyu Tanko (@aliyutanko) January 8, 2020 Nú býr spænska knattspyrnusambandið til nýja keppni en í spænska ofurbikarnum í ár taka þátt tvö efstu liðin í spænsku deildinni og liðin sem mættust í bikarúrslitaleiknum. Liðin sem fengu þáttökurétt í spænska Ofurbikarnum í ár eru Barcelona, Real Madrid, Atletico Madrid og Valencia. Barcelona varð spænskur meistari og Atletico Madrid endaði í öðru sæti í deildinni. Í bikarúrslitaleiknum vann Valencia sigur á Barcelona. Þar sem Barcelona var þegar komið með þátttökurétt þá fellur fjórða sætið til þess liðs sem var hæst í deildinni af þeim sem hafa ekki fengið þátttökurétt. Það var lið Real Madrid sem endaði í 3. sæti spænsku deildarinnar. 4equipos aspiran a lograrla, pero solo uno la sumará a su palmarés. ¡COMIENZA LA SUPERCOPA! Esta noche, a las 20:00h., @ValenciaCF - @realmadrid. King Abdullah Jeddah (Arabia Saudí)#Supercopa2020pic.twitter.com/1j1TaB34ds— RFEF (@rfef) January 8, 2020 Liðin fjögur voru líka þau lið sem enduðu í fjórum efstu sætum spænsku deildarinnar 2018-19. Leikirnir fara allir fram á sama velli eða hinum 60 þúsund manna King Abdullah Sports City leikvangi í Jeddah. Spænska knattspyrnusambandið græddi mikinn pening á að færa keppnina til Sádí Arabíu. Sambandið hefur ekki gefið töluna upp en spænsku blöðin halda því fram að það fái 40 milljónir evra á ári fyrir þennan þriggja ára samning við Sádana. 40 milljónir evra eru 5,5 milljarðar íslenskra króna. Vandamálið er að stuðningsmenn spænsku liðanna hafa ekki sýnt keppnini mikinn áhuga. Atlético de Madrid seldi aðeins 50 miða, Valencia C.F seldi 27 miða, FC Barcelona seldi í kringum 300 miða og Real Madrid náði að selja næstum því 700 miða. RFEF should be ashamed of selling Spain's #Supercopa to Saudi Arabia https://t.co/UifZ4tkiBH— Ben Hayward (@bghayward) January 8, 2020
Spænski boltinn Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Sjá meira