Segir að hefnd Íraka verði ekki minni en Írana Íris Andradóttir skrifar 8. janúar 2020 14:00 Íranskur herforingi syrgir við kistu Muhandis við athöfn í Teheran á mánudag. Vísir/EPA Qais al-Khazali, stofnandi íröksku hryðjuverkasamtakanna Asaib Ahl al-Haq og þingmaður, hótar hefndum fyrir morð Bandaríkjahers á írakska herforingjanum Abu Mahdi al-Muhandis. Hótunin kemur í kjölfar sprengiárásar Írans á herstöðvar þar sem bandarískir hermenn halda til í Írak í nótt. Khazali heitir því að svar Íraka verði engu minna en Írana. „Fyrstu viðbrögð Írana við morði á píslavottinum Soleimani hefur nú átt sér stað. Nú er tími til kominn fyrir fyrstu viðbrögð Íraka við morðinu á píslavottinum al-Muhandis. Og vegna þess að Írakar eru hugrökk og áköf þjóð verða viðbrögð hennar ekki minni enn viðbrögð Írana og það er loforð,“ segir al-Khazali í tísti í dag sem Reuters-fréttastofan segir frá. Morðið á Muhandis hefur að miklu leyti fallið í skuggann á falli Qasem Soleimani, yfirmanns sérsveitar íranska byltingarvarðarins, en þeir voru báðir myrtir í drónaárás Bandaríkjahers á bílalest Soleimani í Bagdad síðastliðinn föstudag. Muhandis átti sér engu að síður fjölda stuðningsmanna í Írak. Hann leiddi vopnaða sveit sjíamúslima í Írak sem njóta stuðnings stjórnvalda í Teheran. Leiðtogar ýmissa vopnaðra sveita í Írak hafa heitið hefndum fyrir morðið á honum undanfarna daga. Muhandis, sem hét upprunalega Jamal al-Ibrahimi, flúði til Írans í 1979 þar sem hann gerðist ríkisborgari. Þar gekk í íranska byltingarvörðinn og stóð að árásum á bandaríska og franska sendiráðið í Kúvaít árið 1983. Hann sneri heim til Íraks aftur eftir innrás Bandaríkjanna árið 2003 og var þjóðaröryggisráðgjafi fyrsta forsætisráðherra landsins eftir að Saddam Hussein var steypt af stóli. Árið 2006 flúði hann Írak aftur og stofnaði hersveitina Kataeb Hezbollah sem nú er studd af Íran. Bandaríkin sprengdu á dögum herstöðvar Kataeb Hezbollah og létu þar lífið 25 liðsmenn samtakanna. Eftir þá árás réðust mótmælendur inn í sendiráð Bandaríkjanna í Bagdad. Samkvæmt fréttastofu BBC sagði Muhandis frá því fáeinum dögum áður enn hann féll að Kataeb Hezbollah myndi svara fyrir sig af hörku gagnvart bandarískum hersveitum í Írak. Írak Íran Tengdar fréttir Eftirmaður Soleimani heitir því að reka Bandaríkin frá Miðausturlöndum Talið er að hundruð þúsunda Írana hafi fylgt Soleimani herforingja til grafar í Teheran í dag. 6. janúar 2020 16:23 Hersveitir í Írak heita einnig hefndum fyrir fallinn foringja Morð Bandaríkjahers á leiðtoga sérsveitar íranska byltingarvarðarins og leiðtoga írakskrar hersveitar hliðhollri Íran hefur vakið fár í báðum löndunum. 3. janúar 2020 12:51 Segir að bandarískar herstöðvar og hermenn séu nú réttlætanleg skotmörk Hassan Nasrallah, leiðtogi líbönsku Hezbollah-samtakanna, segir að bandarískar herstöðvar, herskip og hermenn séu réttlætanleg skotmörk eftir að háttsetti íranski hershöfðinginn Quassem Soleimani féll í drónaárás Bandaríkjamanna aðfaranótt föstudags. 5. janúar 2020 14:39 Bandaríkin réðu einn valdamesta mann Írans af dögum Bandaríkjamenn réðu einn háttsettasta mann íranska byltingarvarðarins af dögum í Bagdad í Írak í nótt. 3. janúar 2020 06:42 Óttast hættulegri heim eftir morðið á Soleimani Bandaríkjaher felldi einn æðsta yfirmann hermála í Íran. Stjórnvöld í Teheran hafa heitið grimmilegum hefndum. 3. janúar 2020 11:30 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Fleiri fréttir Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Sjá meira
Qais al-Khazali, stofnandi íröksku hryðjuverkasamtakanna Asaib Ahl al-Haq og þingmaður, hótar hefndum fyrir morð Bandaríkjahers á írakska herforingjanum Abu Mahdi al-Muhandis. Hótunin kemur í kjölfar sprengiárásar Írans á herstöðvar þar sem bandarískir hermenn halda til í Írak í nótt. Khazali heitir því að svar Íraka verði engu minna en Írana. „Fyrstu viðbrögð Írana við morði á píslavottinum Soleimani hefur nú átt sér stað. Nú er tími til kominn fyrir fyrstu viðbrögð Íraka við morðinu á píslavottinum al-Muhandis. Og vegna þess að Írakar eru hugrökk og áköf þjóð verða viðbrögð hennar ekki minni enn viðbrögð Írana og það er loforð,“ segir al-Khazali í tísti í dag sem Reuters-fréttastofan segir frá. Morðið á Muhandis hefur að miklu leyti fallið í skuggann á falli Qasem Soleimani, yfirmanns sérsveitar íranska byltingarvarðarins, en þeir voru báðir myrtir í drónaárás Bandaríkjahers á bílalest Soleimani í Bagdad síðastliðinn föstudag. Muhandis átti sér engu að síður fjölda stuðningsmanna í Írak. Hann leiddi vopnaða sveit sjíamúslima í Írak sem njóta stuðnings stjórnvalda í Teheran. Leiðtogar ýmissa vopnaðra sveita í Írak hafa heitið hefndum fyrir morðið á honum undanfarna daga. Muhandis, sem hét upprunalega Jamal al-Ibrahimi, flúði til Írans í 1979 þar sem hann gerðist ríkisborgari. Þar gekk í íranska byltingarvörðinn og stóð að árásum á bandaríska og franska sendiráðið í Kúvaít árið 1983. Hann sneri heim til Íraks aftur eftir innrás Bandaríkjanna árið 2003 og var þjóðaröryggisráðgjafi fyrsta forsætisráðherra landsins eftir að Saddam Hussein var steypt af stóli. Árið 2006 flúði hann Írak aftur og stofnaði hersveitina Kataeb Hezbollah sem nú er studd af Íran. Bandaríkin sprengdu á dögum herstöðvar Kataeb Hezbollah og létu þar lífið 25 liðsmenn samtakanna. Eftir þá árás réðust mótmælendur inn í sendiráð Bandaríkjanna í Bagdad. Samkvæmt fréttastofu BBC sagði Muhandis frá því fáeinum dögum áður enn hann féll að Kataeb Hezbollah myndi svara fyrir sig af hörku gagnvart bandarískum hersveitum í Írak.
Írak Íran Tengdar fréttir Eftirmaður Soleimani heitir því að reka Bandaríkin frá Miðausturlöndum Talið er að hundruð þúsunda Írana hafi fylgt Soleimani herforingja til grafar í Teheran í dag. 6. janúar 2020 16:23 Hersveitir í Írak heita einnig hefndum fyrir fallinn foringja Morð Bandaríkjahers á leiðtoga sérsveitar íranska byltingarvarðarins og leiðtoga írakskrar hersveitar hliðhollri Íran hefur vakið fár í báðum löndunum. 3. janúar 2020 12:51 Segir að bandarískar herstöðvar og hermenn séu nú réttlætanleg skotmörk Hassan Nasrallah, leiðtogi líbönsku Hezbollah-samtakanna, segir að bandarískar herstöðvar, herskip og hermenn séu réttlætanleg skotmörk eftir að háttsetti íranski hershöfðinginn Quassem Soleimani féll í drónaárás Bandaríkjamanna aðfaranótt föstudags. 5. janúar 2020 14:39 Bandaríkin réðu einn valdamesta mann Írans af dögum Bandaríkjamenn réðu einn háttsettasta mann íranska byltingarvarðarins af dögum í Bagdad í Írak í nótt. 3. janúar 2020 06:42 Óttast hættulegri heim eftir morðið á Soleimani Bandaríkjaher felldi einn æðsta yfirmann hermála í Íran. Stjórnvöld í Teheran hafa heitið grimmilegum hefndum. 3. janúar 2020 11:30 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Fleiri fréttir Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Sjá meira
Eftirmaður Soleimani heitir því að reka Bandaríkin frá Miðausturlöndum Talið er að hundruð þúsunda Írana hafi fylgt Soleimani herforingja til grafar í Teheran í dag. 6. janúar 2020 16:23
Hersveitir í Írak heita einnig hefndum fyrir fallinn foringja Morð Bandaríkjahers á leiðtoga sérsveitar íranska byltingarvarðarins og leiðtoga írakskrar hersveitar hliðhollri Íran hefur vakið fár í báðum löndunum. 3. janúar 2020 12:51
Segir að bandarískar herstöðvar og hermenn séu nú réttlætanleg skotmörk Hassan Nasrallah, leiðtogi líbönsku Hezbollah-samtakanna, segir að bandarískar herstöðvar, herskip og hermenn séu réttlætanleg skotmörk eftir að háttsetti íranski hershöfðinginn Quassem Soleimani féll í drónaárás Bandaríkjamanna aðfaranótt föstudags. 5. janúar 2020 14:39
Bandaríkin réðu einn valdamesta mann Írans af dögum Bandaríkjamenn réðu einn háttsettasta mann íranska byltingarvarðarins af dögum í Bagdad í Írak í nótt. 3. janúar 2020 06:42
Óttast hættulegri heim eftir morðið á Soleimani Bandaríkjaher felldi einn æðsta yfirmann hermála í Íran. Stjórnvöld í Teheran hafa heitið grimmilegum hefndum. 3. janúar 2020 11:30