Gerður festist í vítahring brjóstaaðgerða Stefán Árni Pálsson skrifar 9. janúar 2020 10:30 Gerður opnaði sig um þær aðgerðir sem hún hefur farið í frá sautján ára aldri. Gerður Huld Arinbjarnardóttir er þrjátíu ára gömul og rekur fyrirtækið blush.is. Gerður hefur vakið mikla eftirtekt á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem hún talar opinskátt reynslu sína af fegrunaraðgerðum og fylgikvillum þeirra. Gerður fór í sína fyrstu brjóstaaðgerð fyrir þrettán árum, þá sautján ára gömul. Hún segist vera komin í algjöran vítahring og hvetur ungar stelpur til þess að sleppa því að fara í slíkar aðgerðir. Eva Laufey Kjaran hitti Gerði á dögunum í Íslandi í dag á Stöð 2 og fékk að heyra hennar sögu. „Ég fer fyrst í aðgerð sem kallast brjóstaleiðrétting. Þetta er aðgerð sem er niðurgreidd af tryggingarstofnun og flokkast í raun sem fæðingargalli. Á þessum tíma var ég í rauninni bara með eitt brjóst. Annað óx en hitt ekki,“ segir Gerður en þá eru settar fyllingar í bæði brjóstin, misstórar til að jafna þau út. Gerður segir að fræðslan á þessum tíma hafi ekki verið nægilega mikil. „Ég get ekki sagt það. Ég var boðuð í viðtal hjá lækni sem var rosalega mikið inn á út viðtal. Hann sagði að þetta væri rosalega lítið mál og ég upplifði að af því að honum þætti þetta svona lítið mál ætti mér að finnast það. Ég sem sautján ára barn var ekkert að spá í því hvað myndi síðan gerast eftir tíu ár.“ Glímdi alltaf við sama misræmið Gerður segir að með tímanum heldur annað brjóstið áfram að stækka. „Það fylgir þessu þegar maður er með þetta misræmi, þá er vaxtarkirtillinn í öðru brjóstinu miklu virkari. Ég lét setja fyllingar í bæði brjóstin en annað brjóstið hélt áfram að stækka en hitt ekki, svo ég var komin í sama pakkann,“ segir Gerður sem ákvað þarna að bíða með aðra aðgerð því sú aðgerð yrði ekki greidd af ríkinu. „Tíu árum eftir fyrstu aðgerðina mína fer ég í minnkun og lagfæringu. Það var rosalega fínt í nokkra mánuði þangað til að það fer að gerast það nákvæmlega sama. Ég var alltaf að eltast við sama vandamálið,“ segir Gerði sem fer þá í þriðju aðgerðina og þá er kirtillinn tekinn og klofinn. „Það er gert til að koma í veg fyrir það að brjóstið haldi áfram að stækka. Sú aðgerð heppnaðist ótrúlega vel en eftir hana léttist ég um einhver tuttugu kíló og þá fannst mér brjóstin alltof stór. Ég fer þá í mína fjórðu aðgerð, núna nýlega. Ég ætla ekki að segja að hún hafi verið nauðsynleg en mér fannst þau of stór og mig langaði aðeins að láta laga þetta.“ Gerður segist hafa fest í vítahring aðgerða og má hlusta á viðtalið við hana hér að neðan. Ísland í dag Lýtalækningar Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Gerður Huld Arinbjarnardóttir er þrjátíu ára gömul og rekur fyrirtækið blush.is. Gerður hefur vakið mikla eftirtekt á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem hún talar opinskátt reynslu sína af fegrunaraðgerðum og fylgikvillum þeirra. Gerður fór í sína fyrstu brjóstaaðgerð fyrir þrettán árum, þá sautján ára gömul. Hún segist vera komin í algjöran vítahring og hvetur ungar stelpur til þess að sleppa því að fara í slíkar aðgerðir. Eva Laufey Kjaran hitti Gerði á dögunum í Íslandi í dag á Stöð 2 og fékk að heyra hennar sögu. „Ég fer fyrst í aðgerð sem kallast brjóstaleiðrétting. Þetta er aðgerð sem er niðurgreidd af tryggingarstofnun og flokkast í raun sem fæðingargalli. Á þessum tíma var ég í rauninni bara með eitt brjóst. Annað óx en hitt ekki,“ segir Gerður en þá eru settar fyllingar í bæði brjóstin, misstórar til að jafna þau út. Gerður segir að fræðslan á þessum tíma hafi ekki verið nægilega mikil. „Ég get ekki sagt það. Ég var boðuð í viðtal hjá lækni sem var rosalega mikið inn á út viðtal. Hann sagði að þetta væri rosalega lítið mál og ég upplifði að af því að honum þætti þetta svona lítið mál ætti mér að finnast það. Ég sem sautján ára barn var ekkert að spá í því hvað myndi síðan gerast eftir tíu ár.“ Glímdi alltaf við sama misræmið Gerður segir að með tímanum heldur annað brjóstið áfram að stækka. „Það fylgir þessu þegar maður er með þetta misræmi, þá er vaxtarkirtillinn í öðru brjóstinu miklu virkari. Ég lét setja fyllingar í bæði brjóstin en annað brjóstið hélt áfram að stækka en hitt ekki, svo ég var komin í sama pakkann,“ segir Gerður sem ákvað þarna að bíða með aðra aðgerð því sú aðgerð yrði ekki greidd af ríkinu. „Tíu árum eftir fyrstu aðgerðina mína fer ég í minnkun og lagfæringu. Það var rosalega fínt í nokkra mánuði þangað til að það fer að gerast það nákvæmlega sama. Ég var alltaf að eltast við sama vandamálið,“ segir Gerði sem fer þá í þriðju aðgerðina og þá er kirtillinn tekinn og klofinn. „Það er gert til að koma í veg fyrir það að brjóstið haldi áfram að stækka. Sú aðgerð heppnaðist ótrúlega vel en eftir hana léttist ég um einhver tuttugu kíló og þá fannst mér brjóstin alltof stór. Ég fer þá í mína fjórðu aðgerð, núna nýlega. Ég ætla ekki að segja að hún hafi verið nauðsynleg en mér fannst þau of stór og mig langaði aðeins að láta laga þetta.“ Gerður segist hafa fest í vítahring aðgerða og má hlusta á viðtalið við hana hér að neðan.
Ísland í dag Lýtalækningar Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira