Gerður festist í vítahring brjóstaaðgerða Stefán Árni Pálsson skrifar 9. janúar 2020 10:30 Gerður opnaði sig um þær aðgerðir sem hún hefur farið í frá sautján ára aldri. Gerður Huld Arinbjarnardóttir er þrjátíu ára gömul og rekur fyrirtækið blush.is. Gerður hefur vakið mikla eftirtekt á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem hún talar opinskátt reynslu sína af fegrunaraðgerðum og fylgikvillum þeirra. Gerður fór í sína fyrstu brjóstaaðgerð fyrir þrettán árum, þá sautján ára gömul. Hún segist vera komin í algjöran vítahring og hvetur ungar stelpur til þess að sleppa því að fara í slíkar aðgerðir. Eva Laufey Kjaran hitti Gerði á dögunum í Íslandi í dag á Stöð 2 og fékk að heyra hennar sögu. „Ég fer fyrst í aðgerð sem kallast brjóstaleiðrétting. Þetta er aðgerð sem er niðurgreidd af tryggingarstofnun og flokkast í raun sem fæðingargalli. Á þessum tíma var ég í rauninni bara með eitt brjóst. Annað óx en hitt ekki,“ segir Gerður en þá eru settar fyllingar í bæði brjóstin, misstórar til að jafna þau út. Gerður segir að fræðslan á þessum tíma hafi ekki verið nægilega mikil. „Ég get ekki sagt það. Ég var boðuð í viðtal hjá lækni sem var rosalega mikið inn á út viðtal. Hann sagði að þetta væri rosalega lítið mál og ég upplifði að af því að honum þætti þetta svona lítið mál ætti mér að finnast það. Ég sem sautján ára barn var ekkert að spá í því hvað myndi síðan gerast eftir tíu ár.“ Glímdi alltaf við sama misræmið Gerður segir að með tímanum heldur annað brjóstið áfram að stækka. „Það fylgir þessu þegar maður er með þetta misræmi, þá er vaxtarkirtillinn í öðru brjóstinu miklu virkari. Ég lét setja fyllingar í bæði brjóstin en annað brjóstið hélt áfram að stækka en hitt ekki, svo ég var komin í sama pakkann,“ segir Gerður sem ákvað þarna að bíða með aðra aðgerð því sú aðgerð yrði ekki greidd af ríkinu. „Tíu árum eftir fyrstu aðgerðina mína fer ég í minnkun og lagfæringu. Það var rosalega fínt í nokkra mánuði þangað til að það fer að gerast það nákvæmlega sama. Ég var alltaf að eltast við sama vandamálið,“ segir Gerði sem fer þá í þriðju aðgerðina og þá er kirtillinn tekinn og klofinn. „Það er gert til að koma í veg fyrir það að brjóstið haldi áfram að stækka. Sú aðgerð heppnaðist ótrúlega vel en eftir hana léttist ég um einhver tuttugu kíló og þá fannst mér brjóstin alltof stór. Ég fer þá í mína fjórðu aðgerð, núna nýlega. Ég ætla ekki að segja að hún hafi verið nauðsynleg en mér fannst þau of stór og mig langaði aðeins að láta laga þetta.“ Gerður segist hafa fest í vítahring aðgerða og má hlusta á viðtalið við hana hér að neðan. Ísland í dag Lýtalækningar Mest lesið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Fleiri fréttir Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Sjá meira
Gerður Huld Arinbjarnardóttir er þrjátíu ára gömul og rekur fyrirtækið blush.is. Gerður hefur vakið mikla eftirtekt á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem hún talar opinskátt reynslu sína af fegrunaraðgerðum og fylgikvillum þeirra. Gerður fór í sína fyrstu brjóstaaðgerð fyrir þrettán árum, þá sautján ára gömul. Hún segist vera komin í algjöran vítahring og hvetur ungar stelpur til þess að sleppa því að fara í slíkar aðgerðir. Eva Laufey Kjaran hitti Gerði á dögunum í Íslandi í dag á Stöð 2 og fékk að heyra hennar sögu. „Ég fer fyrst í aðgerð sem kallast brjóstaleiðrétting. Þetta er aðgerð sem er niðurgreidd af tryggingarstofnun og flokkast í raun sem fæðingargalli. Á þessum tíma var ég í rauninni bara með eitt brjóst. Annað óx en hitt ekki,“ segir Gerður en þá eru settar fyllingar í bæði brjóstin, misstórar til að jafna þau út. Gerður segir að fræðslan á þessum tíma hafi ekki verið nægilega mikil. „Ég get ekki sagt það. Ég var boðuð í viðtal hjá lækni sem var rosalega mikið inn á út viðtal. Hann sagði að þetta væri rosalega lítið mál og ég upplifði að af því að honum þætti þetta svona lítið mál ætti mér að finnast það. Ég sem sautján ára barn var ekkert að spá í því hvað myndi síðan gerast eftir tíu ár.“ Glímdi alltaf við sama misræmið Gerður segir að með tímanum heldur annað brjóstið áfram að stækka. „Það fylgir þessu þegar maður er með þetta misræmi, þá er vaxtarkirtillinn í öðru brjóstinu miklu virkari. Ég lét setja fyllingar í bæði brjóstin en annað brjóstið hélt áfram að stækka en hitt ekki, svo ég var komin í sama pakkann,“ segir Gerður sem ákvað þarna að bíða með aðra aðgerð því sú aðgerð yrði ekki greidd af ríkinu. „Tíu árum eftir fyrstu aðgerðina mína fer ég í minnkun og lagfæringu. Það var rosalega fínt í nokkra mánuði þangað til að það fer að gerast það nákvæmlega sama. Ég var alltaf að eltast við sama vandamálið,“ segir Gerði sem fer þá í þriðju aðgerðina og þá er kirtillinn tekinn og klofinn. „Það er gert til að koma í veg fyrir það að brjóstið haldi áfram að stækka. Sú aðgerð heppnaðist ótrúlega vel en eftir hana léttist ég um einhver tuttugu kíló og þá fannst mér brjóstin alltof stór. Ég fer þá í mína fjórðu aðgerð, núna nýlega. Ég ætla ekki að segja að hún hafi verið nauðsynleg en mér fannst þau of stór og mig langaði aðeins að láta laga þetta.“ Gerður segist hafa fest í vítahring aðgerða og má hlusta á viðtalið við hana hér að neðan.
Ísland í dag Lýtalækningar Mest lesið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Fleiri fréttir Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Sjá meira