Epic í mál við Apple vegna Fortnite Samúel Karl Ólason skrifar 13. ágúst 2020 21:00 Fortnite er gífurlega vinsæll leikur. Getty/Metin Aktas Leikjaframleiðandinn Epic hefur höfðað mál gegn Apple eftir að hinn gífurlega vinsæli leikur Fortnite var fjarlægður úr App Store, forritaverslun Apple. Tim Sweeney, forstjóri Epic, hefur lengi kvartað yfir því að Apple og Google taki of stóran hluta tekna framleiðanda í gegnum forritaverslanir tæknifyrirtækjanna. Deila fyrirtækjanna stigmagnaðist í kvöld þegar Apple fjarlægði Fortnite eftir að Epic reyndi að komast hjá innra greiðslukerfi Apple. Í yfirlýsingu frá Apple til tæknimiðilsins Verge segir að Epic hafi vísvitandi reynt að brjóta gegn skilmálum Apple og því hafi leikurinn verið fjarlægður. Þar segir einnig að Epic hafi verið með forrit í App Store um árabil og fyrirtækið hafi hagnast verulega á því. Epic hafi samþykkt skilmálana og að breyttar aðstæður fyrirtækisins breyti því ekki að skilmálarnir nái yfir alla sem eigi forrit í versluninni. Epic Games has filed legal papers in response to Apple, read more here: https://t.co/c4sgvxQUvb— Fortnite (@FortniteGame) August 13, 2020 Apple tekur 30 prósent af öllum tekjum sem fyrirtæki öðlast í gegnum App Store. Epic bætti sérstöku kerfi við Fortnite svo allar tekjur færu ekki lengur í gegnum forritaverslunina. Epic gerði það sama í Android-útgáfu Fortnite en Google hefur ekki brugðist við enn. Tímasetningin er ekki góð fyrir Apple, og mögulega Google, þar sem yfirvöld í Bandaríkjunum eru að skoða hvort að stóru tæknifyrirtækin þar beiti markaðsráðandi stöðu sinni til að hefta samkeppni. Epic birti þetta myndband í dag, þar sem fyrirtækið setur út á Apple og kallar eftir samstöðu gegn risanum. Apple Leikjavísir Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Leikjaframleiðandinn Epic hefur höfðað mál gegn Apple eftir að hinn gífurlega vinsæli leikur Fortnite var fjarlægður úr App Store, forritaverslun Apple. Tim Sweeney, forstjóri Epic, hefur lengi kvartað yfir því að Apple og Google taki of stóran hluta tekna framleiðanda í gegnum forritaverslanir tæknifyrirtækjanna. Deila fyrirtækjanna stigmagnaðist í kvöld þegar Apple fjarlægði Fortnite eftir að Epic reyndi að komast hjá innra greiðslukerfi Apple. Í yfirlýsingu frá Apple til tæknimiðilsins Verge segir að Epic hafi vísvitandi reynt að brjóta gegn skilmálum Apple og því hafi leikurinn verið fjarlægður. Þar segir einnig að Epic hafi verið með forrit í App Store um árabil og fyrirtækið hafi hagnast verulega á því. Epic hafi samþykkt skilmálana og að breyttar aðstæður fyrirtækisins breyti því ekki að skilmálarnir nái yfir alla sem eigi forrit í versluninni. Epic Games has filed legal papers in response to Apple, read more here: https://t.co/c4sgvxQUvb— Fortnite (@FortniteGame) August 13, 2020 Apple tekur 30 prósent af öllum tekjum sem fyrirtæki öðlast í gegnum App Store. Epic bætti sérstöku kerfi við Fortnite svo allar tekjur færu ekki lengur í gegnum forritaverslunina. Epic gerði það sama í Android-útgáfu Fortnite en Google hefur ekki brugðist við enn. Tímasetningin er ekki góð fyrir Apple, og mögulega Google, þar sem yfirvöld í Bandaríkjunum eru að skoða hvort að stóru tæknifyrirtækin þar beiti markaðsráðandi stöðu sinni til að hefta samkeppni. Epic birti þetta myndband í dag, þar sem fyrirtækið setur út á Apple og kallar eftir samstöðu gegn risanum.
Apple Leikjavísir Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira