Liverpool banarnir þurfa ekki að dekka langstærstu stjörnu Leipzig í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2020 13:30 Diego Simeone fann leið til að stoppa Liverpool liðið en spænska liðið er stóra liðið í kvöld. EPA-EFE/PETER POWELL Þýska liðið RB Leipzig og spænska liðið Atletico Madrid mætast í kvöld í hreinum úrslitaleik um sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í ár. Atletico Madrid fékk 155 daga til að ná sér niður á jörðina eftir að hafa slegið út Liverpool en bæði lið slógu ensk lið út úr sextán liða úrslitum keppninnar. Paris Saint Germain varð í gær fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitunum og það lið sem vinnur leikinn í kvöld mætir PSG í undanúrslitunum í næstu viku. RB Leipzig er í fyrsta sinn í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar og hefur því aldrei komist svo langt. Atletico Madrid á aftur á móti möguleika á því að komast í þriðja úrslitaleik sinn á sex árum. Mæta til leiks án 34 marka manns RB Leipzig sló Tottenham út úr sextán liða úrslitunum í mars en þetta er ekki sama Leipzig lið og vann það einvígi 4-0. Í liðið vantar nú langstærstu stjörnuna sem er 34 marka maðurinn Timo Werner. Leipzig seldi Timo Werner til Chelsea fyrir 54 milljónir punda í sumar og vert örugglega sárt saknað í kvöld. Knattspyrnustjórinn Julian Nagelsmann er samt á því að það hjálpi Leipzig að það sé bara einn leikur. „Þeir hafa mikla reynslu af tveimur leikjum en allt getur gerst í einum leik. Okkur verður öllum hent út í kalda laug vegna ástandsins,“ sagði Julian Nagelsmann. „Við höfum ekki Werner en ég ætla ekki að gefa það upp hver kemur inn fyrir hann. Við höfum hins vegar leikmenn sem spiluðu ekki þegar Werner var hér og þeir fá nú sitt tækifæri,“ sagði Nagelsmann. Timo Werner skoraði 34 mörk í 45 leikjum á tímabilinu þar af 4 mökr í 8 leikjum í Meistaradeildinni. Næstmarkahæsti leikmaður liðsins var vængmaðuirnn Marcel Sabitzer með 16 mörk eða átján mörkum færra. watch on YouTube Það er orðið mjög langt síðan að Atletico Madrid liðið tryggði sér sæti í átta liða úrslitunum með því að slá út ríkjandi Evrópumeistara í Liverpool á þeirra eigin heimavelli. Nú hefst nýtt ferðalag og sigur er það eina í boði „Margir mánuðir eru nú liðnir og öll spennan og allt fjaðrafokið hefur minnkað af því að við höfum eitt meira en hundrað dögum í sóttkví. Svo vorum við líka að klára deildina og okkur finnst að það sé mjög langt síðan að við unnum þennan leik. Sá sigur verður alltaf hluti af sögu Atletico Madrid. Nú hefst hins vegar nýtt ferðalag,“ sagði Diego Simeone, sjóri Atletico Madrid. „Ég endurtek. Á morgun (í dag) er það ekki mikilvægt að vinna heldur er það eina sem er í boði. Við undirbúum okkur þannig fyrir leikinn,“ sagði Simeone. watch on YouTube Spænski boltinn Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Fleiri fréttir Newcastle - Chelsea | Skjórar í meiðslakrísu gegn gestum á góðu skriði Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Sjá meira
Þýska liðið RB Leipzig og spænska liðið Atletico Madrid mætast í kvöld í hreinum úrslitaleik um sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í ár. Atletico Madrid fékk 155 daga til að ná sér niður á jörðina eftir að hafa slegið út Liverpool en bæði lið slógu ensk lið út úr sextán liða úrslitum keppninnar. Paris Saint Germain varð í gær fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitunum og það lið sem vinnur leikinn í kvöld mætir PSG í undanúrslitunum í næstu viku. RB Leipzig er í fyrsta sinn í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar og hefur því aldrei komist svo langt. Atletico Madrid á aftur á móti möguleika á því að komast í þriðja úrslitaleik sinn á sex árum. Mæta til leiks án 34 marka manns RB Leipzig sló Tottenham út úr sextán liða úrslitunum í mars en þetta er ekki sama Leipzig lið og vann það einvígi 4-0. Í liðið vantar nú langstærstu stjörnuna sem er 34 marka maðurinn Timo Werner. Leipzig seldi Timo Werner til Chelsea fyrir 54 milljónir punda í sumar og vert örugglega sárt saknað í kvöld. Knattspyrnustjórinn Julian Nagelsmann er samt á því að það hjálpi Leipzig að það sé bara einn leikur. „Þeir hafa mikla reynslu af tveimur leikjum en allt getur gerst í einum leik. Okkur verður öllum hent út í kalda laug vegna ástandsins,“ sagði Julian Nagelsmann. „Við höfum ekki Werner en ég ætla ekki að gefa það upp hver kemur inn fyrir hann. Við höfum hins vegar leikmenn sem spiluðu ekki þegar Werner var hér og þeir fá nú sitt tækifæri,“ sagði Nagelsmann. Timo Werner skoraði 34 mörk í 45 leikjum á tímabilinu þar af 4 mökr í 8 leikjum í Meistaradeildinni. Næstmarkahæsti leikmaður liðsins var vængmaðuirnn Marcel Sabitzer með 16 mörk eða átján mörkum færra. watch on YouTube Það er orðið mjög langt síðan að Atletico Madrid liðið tryggði sér sæti í átta liða úrslitunum með því að slá út ríkjandi Evrópumeistara í Liverpool á þeirra eigin heimavelli. Nú hefst nýtt ferðalag og sigur er það eina í boði „Margir mánuðir eru nú liðnir og öll spennan og allt fjaðrafokið hefur minnkað af því að við höfum eitt meira en hundrað dögum í sóttkví. Svo vorum við líka að klára deildina og okkur finnst að það sé mjög langt síðan að við unnum þennan leik. Sá sigur verður alltaf hluti af sögu Atletico Madrid. Nú hefst hins vegar nýtt ferðalag,“ sagði Diego Simeone, sjóri Atletico Madrid. „Ég endurtek. Á morgun (í dag) er það ekki mikilvægt að vinna heldur er það eina sem er í boði. Við undirbúum okkur þannig fyrir leikinn,“ sagði Simeone. watch on YouTube
Spænski boltinn Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Fleiri fréttir Newcastle - Chelsea | Skjórar í meiðslakrísu gegn gestum á góðu skriði Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Sjá meira