Annar mótmælandi deyr í Hvíta-Rússlandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. ágúst 2020 07:59 Framgangur lögreglu og stjórnvalda gegn mótmælendum í Hvíta-Rússlandi hefur verið harlega gagnrýndur. EPA-EFE/TATYANA ZENKOVICH Mótmælandi lést í haldi lögreglunnar í Hvíta-Rússlandi í gær en þetta er annað dauðsfallið sem vitað er um frá því að átök brutust út milli mótmælenda og lögreglu á sunnudag. Mótmælin brutust út vegna mikillar óánægju með niðurstöður forsetakosninga en sitjandi forseti, Alexander Lúkasjenkó, hlaut yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Hann hefur áður verið sakaður um kosningasvindl og telja margir eftirlitsaðilar kosninga, sem ekki fengu að fylgjast með þessum kosningum, að brögð hafi verið í tafli. Þá hefur mótframbjóðandi Lúkasjenkó, Svetlana Tikhanovskaya, neitað að taka niðurstöður kosninganna gildar og flúði hún í kjölfar þeirra til Litháens. Maðurinn sem lést í mótmælunum í gær var 25 ára gamall en óljóst er hver dánarorsökin er. Móðir hans hefur sagt að hann hafi átt við hjartavandamál að stríða og hafi verið geymdur klukkutímum saman í lögreglubíl. Þá hefur lögreglan í Brest gefið það út að byssukúlur hafi verið notaðar í skotvopn lögreglunnar þegar mótmælendur sóttu að þeim. Sameinuðu þjóðirnar hafa fordæmt ofbeldisfullar aðgerðir stjórnvalda. Yfirmaður Mannréttindastofnunar Sameinuðu Þjóðanna, Michelle Bachelet, sagði að fregnir hafi borist af því að lögreglan beitti óhóflegu afli, hafi skotið gúmmíkúlum inn í mótmælendahópa og sprautað vatni. Þá hafi þeir einnig kastað handsprengjum sem eru til þess gerðar að rota einstaklinga. Þá hafi ríflega sex þúsund verið teknir í hald lögreglu á síðustu þremur dögum, þar á meðal börn, og segir Bachelet það gefa til kynna að um fjöldahandtökur sé að ræða, sem sé klárt brot á alþjóðlegum mannréttindastöðlum. Það sem sé enn verra séu fregnir um hvernig farið sé með mótmælendur á meðan á varðhaldi stendur. Minnst 200 mótmælendur hafa særst og sumir alvarlega. Þá var ráðist á fréttateymi breska ríkisútvarpsins af lögreglu á þriðjudagskvöld. Einn annar mótmælandi hefur látið lífið, en hann lést í höfuðborg landsins Minsk á mánudag. Innanríkisráðuneyti Hvíta-Rússlands hefur haldið því fram að maðurinn hafi haldið á sprengju sem hafi sprungið á meðan hann hélt á henni. Hvíta-Rússland Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Munu mögulega beita Hvít-Rússa refsiaðgerðum Mótmælendur í Hvíta-Rússlandi hafa komið upp vegatálmum í höfuðborginni Minsk og fréttir hafa borist af því að til átaka hafi komið milli lögreglu og mótmælenda í fjölda borga. 12. ágúst 2020 11:05 Flúði Hvíta-Rússland vegna barnanna Svetlana Tikhanovskaya, mótframbjóðandi Alexander Lukashenko, sem kallaður hefur verið „síðasti einræðisherra Evrópu“, flúði frá Hvíta-Rússlandi til Litháen vegna barna sinna. Umfangsmikil mótmæli eiga sér stað í Hvíta-Rússlandi, þriðja kvöldið í röð. 11. ágúst 2020 23:00 Forsetaframbjóðandinn flúinn til Litháen Svetlana Tikhanovkaya forsetaframbjóðandi í Hvíta Rússlandi er flúin heimaland sitt og er komin til Litháen. 11. ágúst 2020 06:46 Áfram átök í Minsk Aftur hefur komið til átaka milli mótmælenda og öryggissveita í Minsk og víðar í Hvíta-Rússlandi. Stjórnarandstaða landsins neitar að viðurkenna úrslit forsetakosninganna í gær og þjóðarleiðtogar víða um heim hafa lýst yfir áhyggjum af framkvæmd kosninganna. 10. ágúst 2020 20:40 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Sjá meira
Mótmælandi lést í haldi lögreglunnar í Hvíta-Rússlandi í gær en þetta er annað dauðsfallið sem vitað er um frá því að átök brutust út milli mótmælenda og lögreglu á sunnudag. Mótmælin brutust út vegna mikillar óánægju með niðurstöður forsetakosninga en sitjandi forseti, Alexander Lúkasjenkó, hlaut yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Hann hefur áður verið sakaður um kosningasvindl og telja margir eftirlitsaðilar kosninga, sem ekki fengu að fylgjast með þessum kosningum, að brögð hafi verið í tafli. Þá hefur mótframbjóðandi Lúkasjenkó, Svetlana Tikhanovskaya, neitað að taka niðurstöður kosninganna gildar og flúði hún í kjölfar þeirra til Litháens. Maðurinn sem lést í mótmælunum í gær var 25 ára gamall en óljóst er hver dánarorsökin er. Móðir hans hefur sagt að hann hafi átt við hjartavandamál að stríða og hafi verið geymdur klukkutímum saman í lögreglubíl. Þá hefur lögreglan í Brest gefið það út að byssukúlur hafi verið notaðar í skotvopn lögreglunnar þegar mótmælendur sóttu að þeim. Sameinuðu þjóðirnar hafa fordæmt ofbeldisfullar aðgerðir stjórnvalda. Yfirmaður Mannréttindastofnunar Sameinuðu Þjóðanna, Michelle Bachelet, sagði að fregnir hafi borist af því að lögreglan beitti óhóflegu afli, hafi skotið gúmmíkúlum inn í mótmælendahópa og sprautað vatni. Þá hafi þeir einnig kastað handsprengjum sem eru til þess gerðar að rota einstaklinga. Þá hafi ríflega sex þúsund verið teknir í hald lögreglu á síðustu þremur dögum, þar á meðal börn, og segir Bachelet það gefa til kynna að um fjöldahandtökur sé að ræða, sem sé klárt brot á alþjóðlegum mannréttindastöðlum. Það sem sé enn verra séu fregnir um hvernig farið sé með mótmælendur á meðan á varðhaldi stendur. Minnst 200 mótmælendur hafa særst og sumir alvarlega. Þá var ráðist á fréttateymi breska ríkisútvarpsins af lögreglu á þriðjudagskvöld. Einn annar mótmælandi hefur látið lífið, en hann lést í höfuðborg landsins Minsk á mánudag. Innanríkisráðuneyti Hvíta-Rússlands hefur haldið því fram að maðurinn hafi haldið á sprengju sem hafi sprungið á meðan hann hélt á henni.
Hvíta-Rússland Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Munu mögulega beita Hvít-Rússa refsiaðgerðum Mótmælendur í Hvíta-Rússlandi hafa komið upp vegatálmum í höfuðborginni Minsk og fréttir hafa borist af því að til átaka hafi komið milli lögreglu og mótmælenda í fjölda borga. 12. ágúst 2020 11:05 Flúði Hvíta-Rússland vegna barnanna Svetlana Tikhanovskaya, mótframbjóðandi Alexander Lukashenko, sem kallaður hefur verið „síðasti einræðisherra Evrópu“, flúði frá Hvíta-Rússlandi til Litháen vegna barna sinna. Umfangsmikil mótmæli eiga sér stað í Hvíta-Rússlandi, þriðja kvöldið í röð. 11. ágúst 2020 23:00 Forsetaframbjóðandinn flúinn til Litháen Svetlana Tikhanovkaya forsetaframbjóðandi í Hvíta Rússlandi er flúin heimaland sitt og er komin til Litháen. 11. ágúst 2020 06:46 Áfram átök í Minsk Aftur hefur komið til átaka milli mótmælenda og öryggissveita í Minsk og víðar í Hvíta-Rússlandi. Stjórnarandstaða landsins neitar að viðurkenna úrslit forsetakosninganna í gær og þjóðarleiðtogar víða um heim hafa lýst yfir áhyggjum af framkvæmd kosninganna. 10. ágúst 2020 20:40 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Sjá meira
Munu mögulega beita Hvít-Rússa refsiaðgerðum Mótmælendur í Hvíta-Rússlandi hafa komið upp vegatálmum í höfuðborginni Minsk og fréttir hafa borist af því að til átaka hafi komið milli lögreglu og mótmælenda í fjölda borga. 12. ágúst 2020 11:05
Flúði Hvíta-Rússland vegna barnanna Svetlana Tikhanovskaya, mótframbjóðandi Alexander Lukashenko, sem kallaður hefur verið „síðasti einræðisherra Evrópu“, flúði frá Hvíta-Rússlandi til Litháen vegna barna sinna. Umfangsmikil mótmæli eiga sér stað í Hvíta-Rússlandi, þriðja kvöldið í röð. 11. ágúst 2020 23:00
Forsetaframbjóðandinn flúinn til Litháen Svetlana Tikhanovkaya forsetaframbjóðandi í Hvíta Rússlandi er flúin heimaland sitt og er komin til Litháen. 11. ágúst 2020 06:46
Áfram átök í Minsk Aftur hefur komið til átaka milli mótmælenda og öryggissveita í Minsk og víðar í Hvíta-Rússlandi. Stjórnarandstaða landsins neitar að viðurkenna úrslit forsetakosninganna í gær og þjóðarleiðtogar víða um heim hafa lýst yfir áhyggjum af framkvæmd kosninganna. 10. ágúst 2020 20:40
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent