Bannaði lögregluþjónum sínum að vera með grímur Samúel Karl Ólason skrifar 12. ágúst 2020 22:34 Íbúar Flórída með grímur. Getty/Paul Hennessy Billy Woods, fógeti Marionsýslu í Flórída í Bandaríkjunum, bannaði í gær lögregluþjónum sínum að bera grímur við störf sín. Hann bannaði sömuleiðis öllum þeim sem koma á lögreglustöð hans að vera með grímur. Í gær dóu einnig fleiri íbúar Flórída úr Covid-19 en höfðu gert áður. 277 dóu í ríkinu í gær og þar af þrettán í Marionsýslu. Alls hafa tæplega 550 þúsund manns greinst með sjúkdóminn í Flórída, samkvæmt frétt Washongton Post. Í tölvupósti sem Woods sendi á starfsmenn sína hélt hann því fram að hægt væri að deila um notkun gríma en staðreyndin væri sú að jafn margir sérfræðingar sögðu að fólk ætti að vera með grímur og að fólk ætti ekki að vera með grímur. Grímur hafa orðið að pólitísku bitbeini í Bandaríkjunum og er mikill heift í þeim deilum sem myndast hafa varðandi grímur. Til marks um það réðst par á sautján ára starfsmann skemmtigarðs í Pennsylvania á sunnudaginn eftir að hann bað þau um að vera með grímur. Kjálki drengsins fór úr lið við barsmíðarnar og hann þurfti að fara í skurðaðgerð. Staðreyndin er þó sú að í Bandaríkjunum segir meirihluti sérfræðigna og heilbrigðisstarfsmanna að grímur og félagsforðun séu lykillinn að því að sporna gegn útbreiðslu nýju kórónuveirunnar, sem hefur leikið Bandaríkin grátt á undanförnum mánuðum. Í póstinum sagði fógetinn einnig að fólk mætti ekki vera með grímur á lögreglustöðinni vegna þess „haturs“ sem lögregluþjónar standa frammi fyrir í Bandaríkjunum um þessar mundir. Því væri nauðsynlegt að geta borið kennsl á alla sem kæmu á stöðina. Woods hélt því einnig fram að starfsfólk hans hefði ekki borið grímur hingað til og það hefði ekki komið að sök. Washington Post vísar þó í héraðsmiðil sem segir minnst 200 fangar og 36 starfsmenn í fangelsi sýslunnar, sem Woods rekur, hafi greinst með Covid-19. Þar að auki dó hjúkrunarfræðingur fangelsisins vegna sjúkdómsins. Í enda póstsins sagði fógetinn að hann byggist við því að skipunum sínum yrði framfylgt. Annars yrði viðkomandi refsað. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Sjá meira
Billy Woods, fógeti Marionsýslu í Flórída í Bandaríkjunum, bannaði í gær lögregluþjónum sínum að bera grímur við störf sín. Hann bannaði sömuleiðis öllum þeim sem koma á lögreglustöð hans að vera með grímur. Í gær dóu einnig fleiri íbúar Flórída úr Covid-19 en höfðu gert áður. 277 dóu í ríkinu í gær og þar af þrettán í Marionsýslu. Alls hafa tæplega 550 þúsund manns greinst með sjúkdóminn í Flórída, samkvæmt frétt Washongton Post. Í tölvupósti sem Woods sendi á starfsmenn sína hélt hann því fram að hægt væri að deila um notkun gríma en staðreyndin væri sú að jafn margir sérfræðingar sögðu að fólk ætti að vera með grímur og að fólk ætti ekki að vera með grímur. Grímur hafa orðið að pólitísku bitbeini í Bandaríkjunum og er mikill heift í þeim deilum sem myndast hafa varðandi grímur. Til marks um það réðst par á sautján ára starfsmann skemmtigarðs í Pennsylvania á sunnudaginn eftir að hann bað þau um að vera með grímur. Kjálki drengsins fór úr lið við barsmíðarnar og hann þurfti að fara í skurðaðgerð. Staðreyndin er þó sú að í Bandaríkjunum segir meirihluti sérfræðigna og heilbrigðisstarfsmanna að grímur og félagsforðun séu lykillinn að því að sporna gegn útbreiðslu nýju kórónuveirunnar, sem hefur leikið Bandaríkin grátt á undanförnum mánuðum. Í póstinum sagði fógetinn einnig að fólk mætti ekki vera með grímur á lögreglustöðinni vegna þess „haturs“ sem lögregluþjónar standa frammi fyrir í Bandaríkjunum um þessar mundir. Því væri nauðsynlegt að geta borið kennsl á alla sem kæmu á stöðina. Woods hélt því einnig fram að starfsfólk hans hefði ekki borið grímur hingað til og það hefði ekki komið að sök. Washington Post vísar þó í héraðsmiðil sem segir minnst 200 fangar og 36 starfsmenn í fangelsi sýslunnar, sem Woods rekur, hafi greinst með Covid-19. Þar að auki dó hjúkrunarfræðingur fangelsisins vegna sjúkdómsins. Í enda póstsins sagði fógetinn að hann byggist við því að skipunum sínum yrði framfylgt. Annars yrði viðkomandi refsað.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna