Varði 85 skot í einum og sama leiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2020 18:00 Joonas Korpisalo átti magnaðan leik í marki Columbus Blue Jackets en varð samt að sætta sig við tap. Getty/Andre Ringuette NHL-deildin lætur ekki kórónuveirufaraldurinn stoppa sig í því að spila um titilinn árið 2020 en úrslitakeppnin er hafin og fer fram í tveimur hlutum á tveimur stöðum í Kanada. Vesturdeildin sem og undanúrslitin og Stanley Cup úrslitaleikurinn fara fram í Edmonton en Austurdeildin verður spiluð í Toronto. Fyrsta var spilað um að komast inn í úrslitakeppnina en nú er fyrsta umferð úrslitakeppninnar farin af stað. Þar mætast meðal annars lið Tampa Bay Lightning og Columbus Blue Jackets. Það einvígi byrjaði á sögulegum leik sem ætlaði aldrei að enda. Brayden Point scored with 9:33 remaining in the fifth overtime to give the @TBLightning a 1-0 series lead. This marks the fourth-longest game in NHL #StanleyCup Playoffs history (150:27). https://t.co/7JonIJopyQ #NHLStats pic.twitter.com/eZve1PR8Jn— NHL Public Relations (@PR_NHL) August 12, 2020 Tampa Bay Lightning vann á endanum 3-2 sigur á Columbus Blue Jackets eftir fimmframlengdan leik sem tók sex klukkutíma. Eldingin er því komin í 1-0 í einvígi liðanna í fyrstu umferð en vinna þarf þrjá leiki til þess að komast í átta liða úrslitin. Mörkin urðu kannski bara fimm á þessum sex tímum en skot á mark voru 151 talsins. Brayden Point skoraði sigurmarkið í leiknum en þá voru liðin búin að spila í 150 mínútur og 27 sekúndur. Through 4 overtimes vs the Lightning, Blue Jackets goalie Joonas Korpisalo has 85 saves, setting the NHL record for most saves in a playoff game.The previous mark was 73, set by the Islanders' Kelly Hrudey on April 18, 1987, in a 4-OT, Game 7 win over the Capitals. pic.twitter.com/NFAnxSwqMb— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) August 12, 2020 Enginn hafði þó meira að gera en Joonas Korpisalo, markvörður Columbus Blue Jackets, sem þurfti að verja alls 85 skot í þessum leik. Hann bætti gamla metið um heil tólf skot en það átti Kelly Hrudey síðan 1987. Joonas Korpisalo er 26 ára Finni og var því ekki fæddur þegar Kelly Hrudey varði 73 skot í marki New York Islanders fyrir 33 árum síðan. Þetta var fjórði lengsti leikurinn í sögu úrslitakeppni NHL-deildarinnar. Leikurinn var svo langur að menn þurftu að fresta leik Boston Bruins og Carolina Hurricanes sem átti að fara fram á eftir honum. Sá leikur fer ekki fram fyrr en í dag. watch on YouTube Íshokkí Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Sjá meira
NHL-deildin lætur ekki kórónuveirufaraldurinn stoppa sig í því að spila um titilinn árið 2020 en úrslitakeppnin er hafin og fer fram í tveimur hlutum á tveimur stöðum í Kanada. Vesturdeildin sem og undanúrslitin og Stanley Cup úrslitaleikurinn fara fram í Edmonton en Austurdeildin verður spiluð í Toronto. Fyrsta var spilað um að komast inn í úrslitakeppnina en nú er fyrsta umferð úrslitakeppninnar farin af stað. Þar mætast meðal annars lið Tampa Bay Lightning og Columbus Blue Jackets. Það einvígi byrjaði á sögulegum leik sem ætlaði aldrei að enda. Brayden Point scored with 9:33 remaining in the fifth overtime to give the @TBLightning a 1-0 series lead. This marks the fourth-longest game in NHL #StanleyCup Playoffs history (150:27). https://t.co/7JonIJopyQ #NHLStats pic.twitter.com/eZve1PR8Jn— NHL Public Relations (@PR_NHL) August 12, 2020 Tampa Bay Lightning vann á endanum 3-2 sigur á Columbus Blue Jackets eftir fimmframlengdan leik sem tók sex klukkutíma. Eldingin er því komin í 1-0 í einvígi liðanna í fyrstu umferð en vinna þarf þrjá leiki til þess að komast í átta liða úrslitin. Mörkin urðu kannski bara fimm á þessum sex tímum en skot á mark voru 151 talsins. Brayden Point skoraði sigurmarkið í leiknum en þá voru liðin búin að spila í 150 mínútur og 27 sekúndur. Through 4 overtimes vs the Lightning, Blue Jackets goalie Joonas Korpisalo has 85 saves, setting the NHL record for most saves in a playoff game.The previous mark was 73, set by the Islanders' Kelly Hrudey on April 18, 1987, in a 4-OT, Game 7 win over the Capitals. pic.twitter.com/NFAnxSwqMb— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) August 12, 2020 Enginn hafði þó meira að gera en Joonas Korpisalo, markvörður Columbus Blue Jackets, sem þurfti að verja alls 85 skot í þessum leik. Hann bætti gamla metið um heil tólf skot en það átti Kelly Hrudey síðan 1987. Joonas Korpisalo er 26 ára Finni og var því ekki fæddur þegar Kelly Hrudey varði 73 skot í marki New York Islanders fyrir 33 árum síðan. Þetta var fjórði lengsti leikurinn í sögu úrslitakeppni NHL-deildarinnar. Leikurinn var svo langur að menn þurftu að fresta leik Boston Bruins og Carolina Hurricanes sem átti að fara fram á eftir honum. Sá leikur fer ekki fram fyrr en í dag. watch on YouTube
Íshokkí Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Sjá meira