Minnisblað Þórólfs ekki rætt í ríkisstjórn: „Nú fer ég bara að lesa“ Birgir Olgeirsson skrifar 11. ágúst 2020 12:13 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir skilaði heilbrigðisráðherra tillögum sínum um breytingar á sóttvarnaráðstöfunum hér á landi í morgun. Í minnisblaðinu eru tillögur sem varða landamæraskimunina, eins metra regluna og um íþróttir með snertingum. Ríkisstjórnin fékk þó ekki ítarlega kynningu á þessu minnisblaði því það barst rétt áður en fundurinn hófst. „Ég var bara að fá minnisblaðið frá Þórólfi korter fyrir tíu og nú er ég bara að fara að lesa,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra um minnisblaðið frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni. Menntamálaráðherra sagði eftir fundinn að eins metra reglan muni gagnast skólum vel. „Þessi regla er jákvæð fyrir skipulagningu á skólahaldi. Það mun skapast meira rými til að skipuleggja það og þetta er anda þess sem er gert í Noregi. Svo vil ég líka taka fram að leik- og grunnskólastigið býr ekki við tveggja metra regluna. Þannig að við getum öll hlakkað til þess að skólahald er hér að hefjast,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra að loknum fundi ríkisstjórnar. Þannig að nýnemar sem eru að fara í framhaldsskóla, þeir geta mætt í skólann? „Já, ég tel að það verði hægt.“ Kórónuveiran greindist í alls sex einstaklingum í gær, þar af voru þrír með virkt smit covid-19, einn með mótefni og tveir bíða niðurstöðu mótefnamælingar. Alls voru tekin 3105 sýni á landamærum í gær og er það í fyrsta sinn síðan 15. júní sem fjöldi sýna fer yfir þrjú þúsund við landamæri. Enginn greindist innanlands en tekin voru 289 sýni á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og 56 hjá Íslenskri erfðagreiningu. Daglegur upplýsingafundur hefst klukkan tvö, en á fundinum í dag verða Alma Möller landlæknir, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Una Hildardóttir, formaður Landssambands ungmennafélaga, verður gestur fundarins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Fleiri fréttir Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Sjá meira
Sóttvarnalæknir skilaði heilbrigðisráðherra tillögum sínum um breytingar á sóttvarnaráðstöfunum hér á landi í morgun. Í minnisblaðinu eru tillögur sem varða landamæraskimunina, eins metra regluna og um íþróttir með snertingum. Ríkisstjórnin fékk þó ekki ítarlega kynningu á þessu minnisblaði því það barst rétt áður en fundurinn hófst. „Ég var bara að fá minnisblaðið frá Þórólfi korter fyrir tíu og nú er ég bara að fara að lesa,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra um minnisblaðið frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni. Menntamálaráðherra sagði eftir fundinn að eins metra reglan muni gagnast skólum vel. „Þessi regla er jákvæð fyrir skipulagningu á skólahaldi. Það mun skapast meira rými til að skipuleggja það og þetta er anda þess sem er gert í Noregi. Svo vil ég líka taka fram að leik- og grunnskólastigið býr ekki við tveggja metra regluna. Þannig að við getum öll hlakkað til þess að skólahald er hér að hefjast,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra að loknum fundi ríkisstjórnar. Þannig að nýnemar sem eru að fara í framhaldsskóla, þeir geta mætt í skólann? „Já, ég tel að það verði hægt.“ Kórónuveiran greindist í alls sex einstaklingum í gær, þar af voru þrír með virkt smit covid-19, einn með mótefni og tveir bíða niðurstöðu mótefnamælingar. Alls voru tekin 3105 sýni á landamærum í gær og er það í fyrsta sinn síðan 15. júní sem fjöldi sýna fer yfir þrjú þúsund við landamæri. Enginn greindist innanlands en tekin voru 289 sýni á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og 56 hjá Íslenskri erfðagreiningu. Daglegur upplýsingafundur hefst klukkan tvö, en á fundinum í dag verða Alma Möller landlæknir, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Una Hildardóttir, formaður Landssambands ungmennafélaga, verður gestur fundarins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Fleiri fréttir Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Sjá meira