Ekkert sumarfrí eftir jákvætt próf: Frekar súrt en skiljanlegt Sindri Sverrisson skrifar 11. ágúst 2020 11:00 Arnór Sigurðsson á ferðinni í landsleik gegn Andorra. VÍSIR/VILHELM Nýtt tímabil er hafið hjá landsliðsmönnunum Arnóri Sigurðssyni og Herði Björgvini Magnússyni í rússnesku úrvalsdeildinni, án þess að þeir fengju nokkurt frí eftir síðasta tímabil. Þeir voru settir í einangrun vegna gruns um kórónuveirusmit. Arnór og Hörður fóru ásamt liðsfélögum sínum í CSKA Moskvu í reglubundið kórónuveirupróf 21. júlí síðastliðinn. Daginn eftir, á lokadegi síðasta tímabils, kom í ljós að niðurstöður úr prófum Íslendinganna voru jákvæðar. Arnór segir þó að þeir félagar hafi enn ekki fengið staðfestingu á smiti. „Við fórum í próf daginn fyrir lokaumferðina og fengum niðurstöðuna á leikdegi. Þá var grunur um smit og þeir vildu ekki taka neina sénsa og settu okkur því í sóttkví. Við fórum svo aftur í próf einhverjum 9-10 dögum seinna, og fengum þá neikvæða niðurstöðu. Við eigum svo fljótlega að fara í mótefnamælingu,“ segir Arnór við Vísi. Síðasta tímabil í Rússlandi dróst á langinn líkt og víðast annars staðar, vegna kórónuveirufaraldursins. Því lauk ekki fyrr en 22. júlí og Arnór kom svo inn á í fyrstu umferðinni á nýju tímabili síðastliðinn laugardag, aðeins 17 dögum síðar, í 2-0 útisigri á Khimki. Hörður missti af þeim leik vegna smávægilegra meiðsla. Arnór Sigurðsson og félagar í CSKA enduðu í 4. sæti á nýafstaðinni leiktíð.VÍSIR/GETTY Komast ekki til Íslands nema vegna landsleikjanna „Við áttum að fá nokkra daga í sumarfrí en misstum af því út af þessu. Planið var að reyna að fara heim, þó að við fengjum ekki marga daga, þannig að það var frekar súrt að missa af því, þar sem við erum búnir að vera hérna úti síðan í maí og erum ekkert á leiðinni heim, nema í landsleikina. En staðan er bara svona í Evrópu, hún hefur ekki verið góð hér í Rússlandi og maður skilur að allir vilji fara varlega og verður að virða það,“ segir Arnór. Hann verður væntanlega í íslenska landsliðshópnum sem á að mæta Englandi á Laugardalsvelli 5. september og Belgíu ytra þremur dögum síðar. Eftir hlé í rússnesku deildinni frá mars og fram í júní, vegna faraldursins, gekk nokkuð hnökralaust hjá CSKA að klára mótið, að sögn Arnórs. Önnur lið lentu verr í því eins og til að mynda Rostov sem varð að láta unglingalið spila leik þar sem að allt aðalliðið var í sóttkví. Þá var Orenburg dæmt 3-0 tap í tveimur leikjum sem liðið gat ekki spilað. „Við vorum prófaðir þegar við mættum aftur til Rússlands eftir hléið, áður en við byrjuðum svo að spila nánast þrisvar í viku. Þetta gekk alveg, en það var þétt spilað til að við næðum að klára mótið. Sum liðin hafa lent verr í þessu en önnur. Ef það kemur grunur um smit eru allir settir í próf um leið, og svo metið hverjir fara í sóttkví,“ segir Arnór. Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson hafa verið liðsfélagar hjá CSKA Moskvu síðustu ár.VÍSIR/GETTY CSKA hafnaði í 4. sæti, tveimur stigum á eftir Krasnodar og þar með afar nærri því að komast í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Í staðinn fer CSKA í Evrópudeildina. „Þetta var svolítið „upp og niður“-tímabil hjá liðinu. Við byrjuðum ekki vel en náðum okkur vel á strik eftir þessa Covid-pásu, náðum í nokkuð mörg stig og vorum nálægt því að taka 3. sætið. Tímabilið hjá mér persónulega markaðist svolítið af erfiðum meiðslum sem ég lenti í fyrir áramót [frá keppni í tvo mánuði eftir að hafa rifið liðband í ökkla], en ég kom mér svo í gang eftir það og hef verið mjög góður eftir pásuna,“ segir Arnór. Félagaskiptaglugginn skrýtinn núna Arnór hefur leikið tvö tímabil með CSKA og vakti fljótt athygli, meðal annars með mörkum gegn Real Madrid og Roma í Meistaradeild Evrópu. Þessi 21 árs Skagamaður, sem var hjá Norrköping í Svíþjóð 2017-2018, er með samning við CSKA sem gildir til 2023 en er mögulegt að hann fari annað í sumar? „Ég hugsa að félagaskiptaglugginn verði svolítið skrýtinn núna. Ég þarf að sjá hvað kemur upp og hvað er í boði. Mér líður náttúrulega vel hérna, en svo er spurning hversu lengi í viðbót maður á að vera. Ég er með samning til þriggja ára í viðbót en ef það kemur spennandi lið í góðri deild þá auðvitað skoðar maður stöðuna.“ Rússneski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fótbolti Tengdar fréttir Arnór kom inná í sigri CSKA Rússneska úrvalsdeildin hófst á ný í dag eftir stutt hlé. Íslendingalið CSKA Moscow vann sigur á nýliðum FC Khimki í opnunarleik mótsins. 8. ágúst 2020 15:00 Arnór og Hörður voru einkennalausir Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon, landsliðsmenn í fótbolta, eru nú í einangrun eftir að próf gaf til kynna að þeir gætu verið smitaðir af kórónuveirunni. 24. júlí 2020 10:30 Grunur um að Arnór og Hörður hafi smitast Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon verða ekki með CSKA Moskvu í lokaumferð rússnesku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag vegna gruns um að þeir hafi smitast af kórónuveirunni. 22. júlí 2020 15:06 Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira
Nýtt tímabil er hafið hjá landsliðsmönnunum Arnóri Sigurðssyni og Herði Björgvini Magnússyni í rússnesku úrvalsdeildinni, án þess að þeir fengju nokkurt frí eftir síðasta tímabil. Þeir voru settir í einangrun vegna gruns um kórónuveirusmit. Arnór og Hörður fóru ásamt liðsfélögum sínum í CSKA Moskvu í reglubundið kórónuveirupróf 21. júlí síðastliðinn. Daginn eftir, á lokadegi síðasta tímabils, kom í ljós að niðurstöður úr prófum Íslendinganna voru jákvæðar. Arnór segir þó að þeir félagar hafi enn ekki fengið staðfestingu á smiti. „Við fórum í próf daginn fyrir lokaumferðina og fengum niðurstöðuna á leikdegi. Þá var grunur um smit og þeir vildu ekki taka neina sénsa og settu okkur því í sóttkví. Við fórum svo aftur í próf einhverjum 9-10 dögum seinna, og fengum þá neikvæða niðurstöðu. Við eigum svo fljótlega að fara í mótefnamælingu,“ segir Arnór við Vísi. Síðasta tímabil í Rússlandi dróst á langinn líkt og víðast annars staðar, vegna kórónuveirufaraldursins. Því lauk ekki fyrr en 22. júlí og Arnór kom svo inn á í fyrstu umferðinni á nýju tímabili síðastliðinn laugardag, aðeins 17 dögum síðar, í 2-0 útisigri á Khimki. Hörður missti af þeim leik vegna smávægilegra meiðsla. Arnór Sigurðsson og félagar í CSKA enduðu í 4. sæti á nýafstaðinni leiktíð.VÍSIR/GETTY Komast ekki til Íslands nema vegna landsleikjanna „Við áttum að fá nokkra daga í sumarfrí en misstum af því út af þessu. Planið var að reyna að fara heim, þó að við fengjum ekki marga daga, þannig að það var frekar súrt að missa af því, þar sem við erum búnir að vera hérna úti síðan í maí og erum ekkert á leiðinni heim, nema í landsleikina. En staðan er bara svona í Evrópu, hún hefur ekki verið góð hér í Rússlandi og maður skilur að allir vilji fara varlega og verður að virða það,“ segir Arnór. Hann verður væntanlega í íslenska landsliðshópnum sem á að mæta Englandi á Laugardalsvelli 5. september og Belgíu ytra þremur dögum síðar. Eftir hlé í rússnesku deildinni frá mars og fram í júní, vegna faraldursins, gekk nokkuð hnökralaust hjá CSKA að klára mótið, að sögn Arnórs. Önnur lið lentu verr í því eins og til að mynda Rostov sem varð að láta unglingalið spila leik þar sem að allt aðalliðið var í sóttkví. Þá var Orenburg dæmt 3-0 tap í tveimur leikjum sem liðið gat ekki spilað. „Við vorum prófaðir þegar við mættum aftur til Rússlands eftir hléið, áður en við byrjuðum svo að spila nánast þrisvar í viku. Þetta gekk alveg, en það var þétt spilað til að við næðum að klára mótið. Sum liðin hafa lent verr í þessu en önnur. Ef það kemur grunur um smit eru allir settir í próf um leið, og svo metið hverjir fara í sóttkví,“ segir Arnór. Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson hafa verið liðsfélagar hjá CSKA Moskvu síðustu ár.VÍSIR/GETTY CSKA hafnaði í 4. sæti, tveimur stigum á eftir Krasnodar og þar með afar nærri því að komast í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Í staðinn fer CSKA í Evrópudeildina. „Þetta var svolítið „upp og niður“-tímabil hjá liðinu. Við byrjuðum ekki vel en náðum okkur vel á strik eftir þessa Covid-pásu, náðum í nokkuð mörg stig og vorum nálægt því að taka 3. sætið. Tímabilið hjá mér persónulega markaðist svolítið af erfiðum meiðslum sem ég lenti í fyrir áramót [frá keppni í tvo mánuði eftir að hafa rifið liðband í ökkla], en ég kom mér svo í gang eftir það og hef verið mjög góður eftir pásuna,“ segir Arnór. Félagaskiptaglugginn skrýtinn núna Arnór hefur leikið tvö tímabil með CSKA og vakti fljótt athygli, meðal annars með mörkum gegn Real Madrid og Roma í Meistaradeild Evrópu. Þessi 21 árs Skagamaður, sem var hjá Norrköping í Svíþjóð 2017-2018, er með samning við CSKA sem gildir til 2023 en er mögulegt að hann fari annað í sumar? „Ég hugsa að félagaskiptaglugginn verði svolítið skrýtinn núna. Ég þarf að sjá hvað kemur upp og hvað er í boði. Mér líður náttúrulega vel hérna, en svo er spurning hversu lengi í viðbót maður á að vera. Ég er með samning til þriggja ára í viðbót en ef það kemur spennandi lið í góðri deild þá auðvitað skoðar maður stöðuna.“
Rússneski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fótbolti Tengdar fréttir Arnór kom inná í sigri CSKA Rússneska úrvalsdeildin hófst á ný í dag eftir stutt hlé. Íslendingalið CSKA Moscow vann sigur á nýliðum FC Khimki í opnunarleik mótsins. 8. ágúst 2020 15:00 Arnór og Hörður voru einkennalausir Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon, landsliðsmenn í fótbolta, eru nú í einangrun eftir að próf gaf til kynna að þeir gætu verið smitaðir af kórónuveirunni. 24. júlí 2020 10:30 Grunur um að Arnór og Hörður hafi smitast Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon verða ekki með CSKA Moskvu í lokaumferð rússnesku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag vegna gruns um að þeir hafi smitast af kórónuveirunni. 22. júlí 2020 15:06 Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira
Arnór kom inná í sigri CSKA Rússneska úrvalsdeildin hófst á ný í dag eftir stutt hlé. Íslendingalið CSKA Moscow vann sigur á nýliðum FC Khimki í opnunarleik mótsins. 8. ágúst 2020 15:00
Arnór og Hörður voru einkennalausir Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon, landsliðsmenn í fótbolta, eru nú í einangrun eftir að próf gaf til kynna að þeir gætu verið smitaðir af kórónuveirunni. 24. júlí 2020 10:30
Grunur um að Arnór og Hörður hafi smitast Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon verða ekki með CSKA Moskvu í lokaumferð rússnesku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag vegna gruns um að þeir hafi smitast af kórónuveirunni. 22. júlí 2020 15:06