Veiðitölur að hækka með hækkandi vatni í Stóru Laxá Karl Lúðvíksson skrifar 11. ágúst 2020 10:00 Stóra Laxá er oft best siðsumars þegar rigningar byrja af alvöru. Mynd: Árni Baldursson Stóra Laxá í Hreppum getur sýnt sínar bestu hliðar þegar aðalveiðitímin í flestum ánum er liðinn. Það sem veldur þessu er að áinn lækkar oft verulega í vatni yfir hásumarið og þá bíoður laxinn færis við Iðu sem eru ármót Stóru Laxár og Hvítár. Þegar það rignir á haustinn fer þessi lax upp í ánna og oft í þannig torfum að veiðin í ánni verður ævintýri líkust. Þetta gæti byrjað fyrr í sumar en vant er einfladlega vegna þess að síðsumars rigningarnar eru þegar hafnar og árnar að hækka mikið í vatni. Þetta eru nákvæmlega þau skilyrði sem laxinn í Stóru Laxá bíður eftir og eftir fréttum úr ánni að dæma er hann þegar farinn að ganga upp úr Iðu. Á vatnslitlum árum gerist þetta oft bara á einni nóttu en núna í góðu vatni getur þetta dreifst yfir aðeins meiri tíma. Holl sem lauk veiðum fyrir fáum dögum tók til að mynda þrettán laxa á tveimur vöktum og veiðimenn eru að sjá töluvert af laxi á helstu stöðum en líka leggjast við nýja staði. Framundan er besti tíminn í ánni og sérstaklega á svæðum eitt og tvö en þegar vel lætur geta hollin verið að fá hátt í hundrað laxa þegar best lætur. Stangveiði Mest lesið Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði Veiðimaðurinn og Söluskrá SVFR komin út Veiði Mikið líf í Vestmannsvatni Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Bæjarstjórnin hafnar beiðni um stöðvun við Steinboga Veiði Ytri Rangá yfir 4.000 laxa Veiði
Stóra Laxá í Hreppum getur sýnt sínar bestu hliðar þegar aðalveiðitímin í flestum ánum er liðinn. Það sem veldur þessu er að áinn lækkar oft verulega í vatni yfir hásumarið og þá bíoður laxinn færis við Iðu sem eru ármót Stóru Laxár og Hvítár. Þegar það rignir á haustinn fer þessi lax upp í ánna og oft í þannig torfum að veiðin í ánni verður ævintýri líkust. Þetta gæti byrjað fyrr í sumar en vant er einfladlega vegna þess að síðsumars rigningarnar eru þegar hafnar og árnar að hækka mikið í vatni. Þetta eru nákvæmlega þau skilyrði sem laxinn í Stóru Laxá bíður eftir og eftir fréttum úr ánni að dæma er hann þegar farinn að ganga upp úr Iðu. Á vatnslitlum árum gerist þetta oft bara á einni nóttu en núna í góðu vatni getur þetta dreifst yfir aðeins meiri tíma. Holl sem lauk veiðum fyrir fáum dögum tók til að mynda þrettán laxa á tveimur vöktum og veiðimenn eru að sjá töluvert af laxi á helstu stöðum en líka leggjast við nýja staði. Framundan er besti tíminn í ánni og sérstaklega á svæðum eitt og tvö en þegar vel lætur geta hollin verið að fá hátt í hundrað laxa þegar best lætur.
Stangveiði Mest lesið Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði Veiðimaðurinn og Söluskrá SVFR komin út Veiði Mikið líf í Vestmannsvatni Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Bæjarstjórnin hafnar beiðni um stöðvun við Steinboga Veiði Ytri Rangá yfir 4.000 laxa Veiði