Sport

Beikon, pönnu­kökur og margt fleira á mat­seðli Fjallsins á keppnis­degi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Beikon, pönnukökur og búst á meðal þess sem Hafþór fær sér í morgunmat.
Beikon, pönnukökur og búst á meðal þess sem Hafþór fær sér í morgunmat. mynd/youtube/skjáskot

Hafþór Júlíus Björnsson vann Sterkasti maður Íslands í tíunda skiptið í röð um helgina er keppnin fór fram á Selfossi.

Hafþór Júlíus var að taka þátt í síðustu kraftlyftingarkeppni í bili og hann endaði hana með stæl.

Hann ætlar nefnilega að fara undirbúa sig af fullum hug fyrir bardagann gegn Eddie Hall en þeir ætla að boxa í Las Vegas á næsta ári.

Það er margt og mikið sem þarf að huga að fyrir kraftlyftingar og það má sjá á nýjasta myndbandi Hafþórs á YouTube.

Fyrsta máltíð dagsins var m.a. nóg af beikoni, pönnukökum og „smoothie“ en fyrra daginn frá Sterkasti manni Íslands með Fjallinu má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×