Vala Eiríks gefur út lag og myndband Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. ágúst 2020 13:00 Vala Eiríks er vinsæl útvarpskona á FM957. Hún sendir nú frá sér fyrsta sóló verkefnið, lagið Dulúð fylgir dögun. Aðsendar myndir Útvarpskonan, söngkonan og Allir geta dansað sigurvegarinn Vala Eiríksdóttir frumsýnir nýtt lag og myndband í dag. Lagið nefnist Dulúð fylgir dögun og Vala er sjálf höfundur lags og texta. Vala hefur séð um útvarpsþætti á FM957 í fimm ár en byrjaði samt í útvarpinu á Akureyri þegar hún var 15 ára og var með þátt á Voice987. „Lagið fjallar í rauninni um það sem þú þarft á því að halda að það fjalli um. Undirtónninn er samt sem áður von og fegurð lífsins. Ég skrifaði lagið út frá tíma þar sem mér fannst heimurinn vera á móti mér. Svo ákvað ég að sleppa bara. Treysta lífinu. Treysta á það góða í heiminum. Það er miklu meira fallegt við þetta líf, en ekki,“ segir Vala í samtali við Vísi. Dreymt um þetta augnablik Myndbandið við lagið var tekið upp á Reykjanesinu. „Í nálægð við Grindavík og þar um kring. Yfirnáttúrulega fallegt landsvæði.“ „Þetta er fyrsta „sóló“ verkefnið mitt og mig hefur dreymt um þetta augnablik síðan ég var krakki. Ég starfa í útvarpi, svo ég þekki formúlurnar vel og veit hvað þarf til að lagi gangi vel í útvarpi. En ég ákvað að semja og framkvæma út frá eigin hjarta og sleppa því að elta einhverjar bylgjur. Útkoman er þessi og ég sé ekki eftir neinu. Ég hef verið lengi á leiðinni með tónlistina mína í stúdíó, en eftir að ég fluttist suður 2015, datt ég það djúpt í útvarpsmannakarakterinn að dagarnir mínir fóru að snúast um tónlist allra hinna og mín eigin sat á hakanum.“ Hægt er að horfa á myndbandið við lagið í spilaranum hér fyrir neðan. Í einlægu helgarviðtali hér á Vísi fyrr á árinu, sagðist Vala ætla að drífa í að taka lögin sín upp úr skúffu og byrja að gera eitthvað með sína frumsömdu tónlist. „Ég ætla að nýta egóbústið í að fara loksins að vinna almennilega í minni eigin tónlist og þora að fara á eftir því sem ég vil og hélt áður að ég væri ekki fær um. Ég ætla að taka fleiri sénsa og leyfa lífinu að beina mér í þá átt sem mér er ætlað að fara,“ sagði Vala meðal annars í viðtalinu. Hún var ekki lengi að taka af skarið og láta drauminn rætast. „Nú er loksins komið að þessu og það eina sem ég get vonað er að lagið mitt gefi einhverjum hlýtt í hjartað,“ segir Vala spennt. „Stefán Örn Gunnlaugsson hjá Stúdíó Bambus sá um upptöku og hljóðblöndun á laginu. Hann spilaði líka öll hljóðfæri inn. Sigurdór Guðmundsson hjá Skonrokk studios masteraði og Gaui H tók upp og vann myndbandið. Ég gæti ekki hafa valið betri menn í liðið mitt og er þeim svo þakklát að hafa hjálpað mér að koma þessu upp úr skúffunni og út í heiminn.“ Tónlist FM957 Tengdar fréttir Vala Eiríks: „Ást er fallegasta aflið í heiminum” Vala Eiríks svarar spurningum Makamála í nýjum viðtalslið þar sem hún segir frá uppáhalds ástarsorgarlaginu, fyrstu gjöfinni sem kærastinn gaf henni og fleiri atriðum tengdum ástinni. 23. júní 2020 08:00 Mun aldrei aftur nota tímaleysi sem afsökun Vala Eiríks barðist við átröskun á unglingsárum og óttaðist hvaða áhrif þyngdartapið í Allir geta dansað myndi hafa. 16. febrúar 2020 07:00 Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Útvarpskonan, söngkonan og Allir geta dansað sigurvegarinn Vala Eiríksdóttir frumsýnir nýtt lag og myndband í dag. Lagið nefnist Dulúð fylgir dögun og Vala er sjálf höfundur lags og texta. Vala hefur séð um útvarpsþætti á FM957 í fimm ár en byrjaði samt í útvarpinu á Akureyri þegar hún var 15 ára og var með þátt á Voice987. „Lagið fjallar í rauninni um það sem þú þarft á því að halda að það fjalli um. Undirtónninn er samt sem áður von og fegurð lífsins. Ég skrifaði lagið út frá tíma þar sem mér fannst heimurinn vera á móti mér. Svo ákvað ég að sleppa bara. Treysta lífinu. Treysta á það góða í heiminum. Það er miklu meira fallegt við þetta líf, en ekki,“ segir Vala í samtali við Vísi. Dreymt um þetta augnablik Myndbandið við lagið var tekið upp á Reykjanesinu. „Í nálægð við Grindavík og þar um kring. Yfirnáttúrulega fallegt landsvæði.“ „Þetta er fyrsta „sóló“ verkefnið mitt og mig hefur dreymt um þetta augnablik síðan ég var krakki. Ég starfa í útvarpi, svo ég þekki formúlurnar vel og veit hvað þarf til að lagi gangi vel í útvarpi. En ég ákvað að semja og framkvæma út frá eigin hjarta og sleppa því að elta einhverjar bylgjur. Útkoman er þessi og ég sé ekki eftir neinu. Ég hef verið lengi á leiðinni með tónlistina mína í stúdíó, en eftir að ég fluttist suður 2015, datt ég það djúpt í útvarpsmannakarakterinn að dagarnir mínir fóru að snúast um tónlist allra hinna og mín eigin sat á hakanum.“ Hægt er að horfa á myndbandið við lagið í spilaranum hér fyrir neðan. Í einlægu helgarviðtali hér á Vísi fyrr á árinu, sagðist Vala ætla að drífa í að taka lögin sín upp úr skúffu og byrja að gera eitthvað með sína frumsömdu tónlist. „Ég ætla að nýta egóbústið í að fara loksins að vinna almennilega í minni eigin tónlist og þora að fara á eftir því sem ég vil og hélt áður að ég væri ekki fær um. Ég ætla að taka fleiri sénsa og leyfa lífinu að beina mér í þá átt sem mér er ætlað að fara,“ sagði Vala meðal annars í viðtalinu. Hún var ekki lengi að taka af skarið og láta drauminn rætast. „Nú er loksins komið að þessu og það eina sem ég get vonað er að lagið mitt gefi einhverjum hlýtt í hjartað,“ segir Vala spennt. „Stefán Örn Gunnlaugsson hjá Stúdíó Bambus sá um upptöku og hljóðblöndun á laginu. Hann spilaði líka öll hljóðfæri inn. Sigurdór Guðmundsson hjá Skonrokk studios masteraði og Gaui H tók upp og vann myndbandið. Ég gæti ekki hafa valið betri menn í liðið mitt og er þeim svo þakklát að hafa hjálpað mér að koma þessu upp úr skúffunni og út í heiminn.“
Tónlist FM957 Tengdar fréttir Vala Eiríks: „Ást er fallegasta aflið í heiminum” Vala Eiríks svarar spurningum Makamála í nýjum viðtalslið þar sem hún segir frá uppáhalds ástarsorgarlaginu, fyrstu gjöfinni sem kærastinn gaf henni og fleiri atriðum tengdum ástinni. 23. júní 2020 08:00 Mun aldrei aftur nota tímaleysi sem afsökun Vala Eiríks barðist við átröskun á unglingsárum og óttaðist hvaða áhrif þyngdartapið í Allir geta dansað myndi hafa. 16. febrúar 2020 07:00 Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Vala Eiríks: „Ást er fallegasta aflið í heiminum” Vala Eiríks svarar spurningum Makamála í nýjum viðtalslið þar sem hún segir frá uppáhalds ástarsorgarlaginu, fyrstu gjöfinni sem kærastinn gaf henni og fleiri atriðum tengdum ástinni. 23. júní 2020 08:00
Mun aldrei aftur nota tímaleysi sem afsökun Vala Eiríks barðist við átröskun á unglingsárum og óttaðist hvaða áhrif þyngdartapið í Allir geta dansað myndi hafa. 16. febrúar 2020 07:00