Fullyrðir að Sancho spili fyrir Dortmund í vetur - Frestur United liðinn Sindri Sverrisson skrifar 10. ágúst 2020 15:41 Jadon Sancho skoraði 17 mörk í þýsku 1. deildinni á nýafstaðinni leiktíð. Hann varð þriðji markahæstur í deildinni. vísir/getty Íþróttastjóri Dortmund segir það á tæru að Jadon Sancho muni spila með þýska liðinu á komandi leiktíð. Sancho hafði komist að samkomulagi um sín kjör hjá Manchester United. Sancho ferðaðist með félögum sínum í Dortmund til Sviss í dag þar sem liðið verður í æfingabúðum næstu daga. Þessi tvítugi, enski kantmaður hafði samkvæmt The Guardian samið við United um laun upp á 250.000 pund á viku en United og Dortmund virðast ekki hafa náð saman um kaupverð. Dortmund hafði gefið frest til dagsins í dag til að ná samningum þar sem félagið vildi klára málið áður en undirbúningur hæfist fyrir nýtt tímabil. „Við erum með Sancho í okkar áætlunum. Hann mun spila fyrir okkur á næstu leiktíð. Þessi ákvörðun er varanleg. Ég hygg að þetta svari öllum spurningum. Við fórum í það strax síðasta sumar að breyta launum Jadons í samræmi við hans þróun. Við það tilefni var samningurinn framlengdur til ársins 2023,“ sagði Michael Zorc, íþróttastjóri Dortmund. "Last summer we adjusted Jadon's salary to match the development of his performances. So in context, we had already extended his contract until 2023 back then." pic.twitter.com/m2emQ4pedg— Borussia Dortmund (@BlackYellow) August 10, 2020 The Guardian segir að ummæli Zorcs beri að taka hæfilega alvarlega og að ætla megi að þau séu látin falla til að styrkja stöðu Dortmund í viðræðum við United. United vilji greiða samtals 90 milljónir punda, í þremur árlegum greiðslum, auk 18 milljóna punda sem velti á árangri Sancho og United. Dortmund telji hann hins vegar um 20% verðmætari. Þýski boltinn Enski boltinn Tengdar fréttir Dortmund gefur Man Utd lokadagsetningu til að klára kaupin á Sancho Borussia Dortmund hefur gefið Manchester United vikufrest til að klára að ganga frá kaupum á enska landsliðsmanninum Jadon Sancho. United þarf að klára kaupin í síðasta lagi 10. ágúst. 3. ágúst 2020 16:00 Man Utd þarf að ná Meistaradeildarsæti til að fá Sancho Jadon Sancho, 20 ára gamall leikmaður Dortmund, er sagður vilja koma til Manchester United eftir yfirstandandi tímabil ef liðið nær Meistaradeildarsæti. 15. júlí 2020 17:30 Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sjá meira
Íþróttastjóri Dortmund segir það á tæru að Jadon Sancho muni spila með þýska liðinu á komandi leiktíð. Sancho hafði komist að samkomulagi um sín kjör hjá Manchester United. Sancho ferðaðist með félögum sínum í Dortmund til Sviss í dag þar sem liðið verður í æfingabúðum næstu daga. Þessi tvítugi, enski kantmaður hafði samkvæmt The Guardian samið við United um laun upp á 250.000 pund á viku en United og Dortmund virðast ekki hafa náð saman um kaupverð. Dortmund hafði gefið frest til dagsins í dag til að ná samningum þar sem félagið vildi klára málið áður en undirbúningur hæfist fyrir nýtt tímabil. „Við erum með Sancho í okkar áætlunum. Hann mun spila fyrir okkur á næstu leiktíð. Þessi ákvörðun er varanleg. Ég hygg að þetta svari öllum spurningum. Við fórum í það strax síðasta sumar að breyta launum Jadons í samræmi við hans þróun. Við það tilefni var samningurinn framlengdur til ársins 2023,“ sagði Michael Zorc, íþróttastjóri Dortmund. "Last summer we adjusted Jadon's salary to match the development of his performances. So in context, we had already extended his contract until 2023 back then." pic.twitter.com/m2emQ4pedg— Borussia Dortmund (@BlackYellow) August 10, 2020 The Guardian segir að ummæli Zorcs beri að taka hæfilega alvarlega og að ætla megi að þau séu látin falla til að styrkja stöðu Dortmund í viðræðum við United. United vilji greiða samtals 90 milljónir punda, í þremur árlegum greiðslum, auk 18 milljóna punda sem velti á árangri Sancho og United. Dortmund telji hann hins vegar um 20% verðmætari.
Þýski boltinn Enski boltinn Tengdar fréttir Dortmund gefur Man Utd lokadagsetningu til að klára kaupin á Sancho Borussia Dortmund hefur gefið Manchester United vikufrest til að klára að ganga frá kaupum á enska landsliðsmanninum Jadon Sancho. United þarf að klára kaupin í síðasta lagi 10. ágúst. 3. ágúst 2020 16:00 Man Utd þarf að ná Meistaradeildarsæti til að fá Sancho Jadon Sancho, 20 ára gamall leikmaður Dortmund, er sagður vilja koma til Manchester United eftir yfirstandandi tímabil ef liðið nær Meistaradeildarsæti. 15. júlí 2020 17:30 Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sjá meira
Dortmund gefur Man Utd lokadagsetningu til að klára kaupin á Sancho Borussia Dortmund hefur gefið Manchester United vikufrest til að klára að ganga frá kaupum á enska landsliðsmanninum Jadon Sancho. United þarf að klára kaupin í síðasta lagi 10. ágúst. 3. ágúst 2020 16:00
Man Utd þarf að ná Meistaradeildarsæti til að fá Sancho Jadon Sancho, 20 ára gamall leikmaður Dortmund, er sagður vilja koma til Manchester United eftir yfirstandandi tímabil ef liðið nær Meistaradeildarsæti. 15. júlí 2020 17:30