Sjóbirtingurinn er mættur í Leirá Karl Lúðvíksson skrifar 10. ágúst 2020 08:04 Sjóbirtingurinn er mættur í Leirá Mynd: Mattías Stefánsson Leirá er lítil og nett á stutt frá Reykjavík sem hefur verið nokkðu vel geymt leyndarmál hin síðustu ár. Það hefur þó verið að breytast mikið og aðsókn í ánna hefur verið góð einfaldlega því veiðin í henni er meiri en margur á von á. Hún er best á vorin í miklu vatni og síðan aftur á haustin eða síðsumars á mjög blautum sumrum þegar hún hækkar mikið. Þessi skilyrði eru einmitt fyrir hendi núna og hefur sjóbirtingurinn þegar látið sjá sig í ánni en þetta er nokkuð snemmt fyrir hann að mæta. Það veiðist oft vel af sjóbirting í þessari nettu á og það er reglulega gaman að veiða hana í miklu vatni á nettar græjur. Samkvæmt okkar heimildum er töluvert af sjóbirting kominn í ánna og hefur hann verið að sjást á nokkrum stöðum, alveg frá vinsælasta veiðistaðnum neðan við þjóðveg eitt en síðan alveg upp í efstu veiðistaði. Það er veitt á tvær stangir í ánni og hún hentar vel þeim sem eru að taka sín fyrstu skref í fluguveiði enda frekar nett og auðveidd. Stangveiði Mest lesið Horfur í Langá góðar fyrir komandi sumur Veiði Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði Aukið samstarf Veiða.is og Norðurár Veiði Góðar göngur og fín veiði í Elliðaánum Veiði Opnunarhollið í Blöndu var með 99 laxa sem er met Veiði Sérstakir flugupakkar fyrir hverja á fyrir sig Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Fékk 94 sm hrygnu í fimmta kasti Veiði Jökla byrjar vel í frábæru vatni Veiði
Leirá er lítil og nett á stutt frá Reykjavík sem hefur verið nokkðu vel geymt leyndarmál hin síðustu ár. Það hefur þó verið að breytast mikið og aðsókn í ánna hefur verið góð einfaldlega því veiðin í henni er meiri en margur á von á. Hún er best á vorin í miklu vatni og síðan aftur á haustin eða síðsumars á mjög blautum sumrum þegar hún hækkar mikið. Þessi skilyrði eru einmitt fyrir hendi núna og hefur sjóbirtingurinn þegar látið sjá sig í ánni en þetta er nokkuð snemmt fyrir hann að mæta. Það veiðist oft vel af sjóbirting í þessari nettu á og það er reglulega gaman að veiða hana í miklu vatni á nettar græjur. Samkvæmt okkar heimildum er töluvert af sjóbirting kominn í ánna og hefur hann verið að sjást á nokkrum stöðum, alveg frá vinsælasta veiðistaðnum neðan við þjóðveg eitt en síðan alveg upp í efstu veiðistaði. Það er veitt á tvær stangir í ánni og hún hentar vel þeim sem eru að taka sín fyrstu skref í fluguveiði enda frekar nett og auðveidd.
Stangveiði Mest lesið Horfur í Langá góðar fyrir komandi sumur Veiði Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði Aukið samstarf Veiða.is og Norðurár Veiði Góðar göngur og fín veiði í Elliðaánum Veiði Opnunarhollið í Blöndu var með 99 laxa sem er met Veiði Sérstakir flugupakkar fyrir hverja á fyrir sig Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Fékk 94 sm hrygnu í fimmta kasti Veiði Jökla byrjar vel í frábæru vatni Veiði