Hundruð í haldi lögreglu eftir mótmæli Sylvía Hall skrifar 10. ágúst 2020 06:56 Frá mótmælunum í nótt. Vísir/AP Hundruð eru sögð í haldi lögreglu eftir mótmæli stjórnarandstæðinga í Hvíta-Rússlandi í gærkvöldi og í nótt. Forsetakosningar fóru fram þar í landi í gær og benda opinberar tölur til þess að forsetinn Alexander Lúkasjenkó hafi hlotið yfir 80 prósent atkvæða. Stuðningsmenn mótframbjóðanda Lúkasjenkó, Svetlönu Tikhanovskaya, hópuðust saman á götum Minsk í gær og eru þúsundir sögð hafa mótmælt niðurstöðum kosninganna. Sjálf segist Tikhanovskaya vera efins um opinberar tölur og er haft eftir henni á vef AP að hún líti svo á að meirihlutinn sé á bak við hana í ljósi þess hversu margir hafa sýnt henni stuðning með mótmælum. Lúkasjenkó hefur verið við völd frá árinu 1994 og hefur hann verið kallaður „síðasti einræðisherra Evrópu“ af gagnrýnendum. Til að mynda hefur reynst erfitt fyrir andstæðinga hans að bjóða sig fram, einn hefur verið fangelsaður og neyddist annar til þess að flýja til Rússlands. Þrátt fyrir að framboð Tikhanovskaya hafi orðið að veruleika voru átta starfsmenn hennar handteknir í gær. Mikil harka færðist í mótmælin í nótt.Vísir/AP Veronika Tsepkalo, eiginkona eins þeirra sem stefndi á framboð í ár, sagði í samtali við AP að enginn hefði fylgst með kjörkössunum í fimm daga. Yfirvöld gætu því léttilega haft áhrif á niðurstöður kosninganna og efaðist hún stórlega um að þær tölur sem birtar voru væru réttar. Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Útlit fyrir stórsigur Lúkasjenkó Útlit er fyrir að forseti Hvíta-Rússlands, hinn þaulsetni Alexander Lúkasjenkó hafi tryggt sér forsetastólinn í eitt kjörtímabil í viðbót. 9. ágúst 2020 20:27 Forsetakosningar fara fram í Hvíta-Rússlandi í dag Kjörstaðir voru opnaðir í Hvíta Rússlandi í morgun en þar fara forsetakosningar fram í dag. Alexander Lúkasjenkó, sitjandi forseta, er spáð sigri þrátt fyrir að mótframboð Svetlana Tikhanovskaya njóti töluverðs fylgis og Lúkasjenkó mæti þannig meiri andstöðu en áður. 9. ágúst 2020 15:30 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Fleiri fréttir Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Sjá meira
Hundruð eru sögð í haldi lögreglu eftir mótmæli stjórnarandstæðinga í Hvíta-Rússlandi í gærkvöldi og í nótt. Forsetakosningar fóru fram þar í landi í gær og benda opinberar tölur til þess að forsetinn Alexander Lúkasjenkó hafi hlotið yfir 80 prósent atkvæða. Stuðningsmenn mótframbjóðanda Lúkasjenkó, Svetlönu Tikhanovskaya, hópuðust saman á götum Minsk í gær og eru þúsundir sögð hafa mótmælt niðurstöðum kosninganna. Sjálf segist Tikhanovskaya vera efins um opinberar tölur og er haft eftir henni á vef AP að hún líti svo á að meirihlutinn sé á bak við hana í ljósi þess hversu margir hafa sýnt henni stuðning með mótmælum. Lúkasjenkó hefur verið við völd frá árinu 1994 og hefur hann verið kallaður „síðasti einræðisherra Evrópu“ af gagnrýnendum. Til að mynda hefur reynst erfitt fyrir andstæðinga hans að bjóða sig fram, einn hefur verið fangelsaður og neyddist annar til þess að flýja til Rússlands. Þrátt fyrir að framboð Tikhanovskaya hafi orðið að veruleika voru átta starfsmenn hennar handteknir í gær. Mikil harka færðist í mótmælin í nótt.Vísir/AP Veronika Tsepkalo, eiginkona eins þeirra sem stefndi á framboð í ár, sagði í samtali við AP að enginn hefði fylgst með kjörkössunum í fimm daga. Yfirvöld gætu því léttilega haft áhrif á niðurstöður kosninganna og efaðist hún stórlega um að þær tölur sem birtar voru væru réttar.
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Útlit fyrir stórsigur Lúkasjenkó Útlit er fyrir að forseti Hvíta-Rússlands, hinn þaulsetni Alexander Lúkasjenkó hafi tryggt sér forsetastólinn í eitt kjörtímabil í viðbót. 9. ágúst 2020 20:27 Forsetakosningar fara fram í Hvíta-Rússlandi í dag Kjörstaðir voru opnaðir í Hvíta Rússlandi í morgun en þar fara forsetakosningar fram í dag. Alexander Lúkasjenkó, sitjandi forseta, er spáð sigri þrátt fyrir að mótframboð Svetlana Tikhanovskaya njóti töluverðs fylgis og Lúkasjenkó mæti þannig meiri andstöðu en áður. 9. ágúst 2020 15:30 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Fleiri fréttir Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Sjá meira
Útlit fyrir stórsigur Lúkasjenkó Útlit er fyrir að forseti Hvíta-Rússlands, hinn þaulsetni Alexander Lúkasjenkó hafi tryggt sér forsetastólinn í eitt kjörtímabil í viðbót. 9. ágúst 2020 20:27
Forsetakosningar fara fram í Hvíta-Rússlandi í dag Kjörstaðir voru opnaðir í Hvíta Rússlandi í morgun en þar fara forsetakosningar fram í dag. Alexander Lúkasjenkó, sitjandi forseta, er spáð sigri þrátt fyrir að mótframboð Svetlana Tikhanovskaya njóti töluverðs fylgis og Lúkasjenkó mæti þannig meiri andstöðu en áður. 9. ágúst 2020 15:30