Hundrað þúsund Brasilíumenn látist í faraldrinum Andri Eysteinsson skrifar 8. ágúst 2020 23:19 Eitt hundrað rauðum blöðrum var sleppt á Copacabana ströndinni í Ríó til að minnast hinna látnu. Getty/Anadolu Faraldur kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum hefur varið hörðum höndum um stærsta ríki Suður-Ameríku, Brasilíu. Fjöldi greindra tilfella í landinu er talinn í milljónum og er það einungis í Bandaríkjunum þar sem fleiri tilfelli hafa greinst. Þá var vissum áfanga náð í dag þegar að hundrað þúsundasti Brasilíumaðurinn lést af völdum COVID-19. Samkvæmt opinberum gögnum frá Brasilíu sem Reuters greinir frá greindust nærri fimmtíu þúsund ný tilfelli veirunnar í ríkinu víðfeðma. Þá létust 905 af völdum veirunnar í gær. Nýju tilfellin 49.970 færa þá heildarfjöldann í yfir þrjár milljónir eða 3.012.412 og dauðsföllin eru nú orðin 100.447 talsins. Sextánda júlí síðastliðinn voru skráð tilfelli veirunnar orðin 2 milljónir talsins og um 75 þúsund manns látið lífið. Á meðal þeirra sem þá höfðu smitast af veirunni var forseti landsins Jair Bolsonaro. Sá hefur verið harðlega gagnrýndur í heimalandinu fyrir viðbrögð sín við heimsfaraldrinum. Klæddist hann iðulega ekki andlitsgrímu á opinberum stöðum þrátt fyrir tilmæli heilbrigðisyfirvalda um slíkt og sótt hann fjöldafundi og studdi mótmælendur sem mótmældu samkomutakmörkunum og hertari sóttvarnaaðgerðum. Dómstólar í Brasilíu gripu að endingu til þess að fyrirskipa forsetanum að klæðast grímu til sóttvarna. Brátt kemur að því að yfir fimm milljón tilfelli kórónuveirunnar hafi greinst í Bandaríkjunum sem er það land sem er með flest skráð tilfelli. Þar hafa 162 þúsund manns látist. Í þriðja sæti listans yfir ríki þar sem flest staðfest smit er að finna er Indland með rúmar tvær milljónir tilfella. Alls hafa 19.486.171 tilfelli veirunnar greinst á heimsvísu og hafa tæplega 725 þúsund manns látið lífið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Brasilía Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Sjá meira
Faraldur kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum hefur varið hörðum höndum um stærsta ríki Suður-Ameríku, Brasilíu. Fjöldi greindra tilfella í landinu er talinn í milljónum og er það einungis í Bandaríkjunum þar sem fleiri tilfelli hafa greinst. Þá var vissum áfanga náð í dag þegar að hundrað þúsundasti Brasilíumaðurinn lést af völdum COVID-19. Samkvæmt opinberum gögnum frá Brasilíu sem Reuters greinir frá greindust nærri fimmtíu þúsund ný tilfelli veirunnar í ríkinu víðfeðma. Þá létust 905 af völdum veirunnar í gær. Nýju tilfellin 49.970 færa þá heildarfjöldann í yfir þrjár milljónir eða 3.012.412 og dauðsföllin eru nú orðin 100.447 talsins. Sextánda júlí síðastliðinn voru skráð tilfelli veirunnar orðin 2 milljónir talsins og um 75 þúsund manns látið lífið. Á meðal þeirra sem þá höfðu smitast af veirunni var forseti landsins Jair Bolsonaro. Sá hefur verið harðlega gagnrýndur í heimalandinu fyrir viðbrögð sín við heimsfaraldrinum. Klæddist hann iðulega ekki andlitsgrímu á opinberum stöðum þrátt fyrir tilmæli heilbrigðisyfirvalda um slíkt og sótt hann fjöldafundi og studdi mótmælendur sem mótmældu samkomutakmörkunum og hertari sóttvarnaaðgerðum. Dómstólar í Brasilíu gripu að endingu til þess að fyrirskipa forsetanum að klæðast grímu til sóttvarna. Brátt kemur að því að yfir fimm milljón tilfelli kórónuveirunnar hafi greinst í Bandaríkjunum sem er það land sem er með flest skráð tilfelli. Þar hafa 162 þúsund manns látist. Í þriðja sæti listans yfir ríki þar sem flest staðfest smit er að finna er Indland með rúmar tvær milljónir tilfella. Alls hafa 19.486.171 tilfelli veirunnar greinst á heimsvísu og hafa tæplega 725 þúsund manns látið lífið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Brasilía Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Sjá meira