Mattías Vilhjálmsson og Svava Rós Guðmundsdóttir voru bæði á skotskónum í knattspyrnunni á Norðurlöndunum í dag.
Matthias skoraði í 2-2 jafntefli gegn Bodo/Glimt í dag en markið kom eftir 58 sekúndur.
Bodo/Glimt náði að komast yfir fyrir hlé en stundarfjórðungi fyrir leikslok jafnaði Valerenga metin og lokatölur 2-2.
Alfons Sampsted spilaði allan leikinn hjá Bodo/Gimt og sömu sögu má segja af Matthíasi hjá Valerenga.
Bodo/Glimt er á toppnum með 35 stig en Valerenga er í 3. sætinu med 23 stig.
Svava Rós Guðmundsdóttir skoraði þriðja mark Kristianstads er liðið vann 3-0 sigur á Linköping.
Svava Rós spilaði í 86 mínútur en Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari Kristianstads. Liðið er í 4. sætinu með fimmtán stig.
Guðrún Arnardóttir spilaði allan leikinn er Djurgården tapaði 0-1 fyrir Örebro á heimavelli. Djurgården í 10. sætinu með átta stig.