Heiðarlegur McIlroy setti boltann í verri legu en hann þurfti Ísak Hallmundarson skrifar 8. ágúst 2020 17:07 McIlroy tók drengilega ákvörðun í gær. getty/Darren Carroll Rory McIlroy er einn besti golfari heims en hann er mögulega einnig einn sá heiðarlegasti. PGA meistaramótið hófst á fimmtudag og er spilað fram á sunnudag. Á öðrum hring mótsins í gær byrjaði Rory fyrstu holuna á fugli og fékk síðan auðvelt par á annarri. Á þriðju braut missti hann teighögg sitt lengst til hægri í þykkt gras. Rory leitaði að boltanum ásamt vallarstarfsmönnum og fjölmiðlamönnum þar til einn í leitarhópnum stóð óvart á boltanum. Samkvæmt reglum mátti hann færa boltann án vítis en eftir að hafa stillt honum upp þrýsti hann boltanum lengra niður í grasið. Flestir hefðu líklega tekið höggið úr betri legunni en ekki Rory McIlroy. „Mér hefði ekki liðið vel ef ég hefði slegið þarna. Ég stillti honum upp, reglan er að reyna að stilla upp í svipaðri legu. Enginn vissi í raun hvernig legan var en fyrst allir voru að leita að kúlunni var hún augljóslega ekki góð. Þess vegna færði ég kúluna neðar í grasið,“ sagði Rory McIlroy um atvikið. McIlroy náði að vippa boltanum inn á flöt og tvípútta fyrir skolla. Hann segist sáttur með ákvörðun sína. „Á endanum er golf íþrótt heiðarleika og ég reyni aldrei að komast upp með neitt á vellinum. Mér hefði liðið illa ef ég hefði tekið legu sem væri betri en upprunalega.“ Karma var með honum í liði á næstu holum, hann fékk fjóra fugla í röð frá sjöundu til tíundu holu, en missti reyndar þrjú högg til baka með þreföldum skolla á 12. braut. McIlroy er á einu höggi undir pari eftir fyrri tvo daganna, sjö höggum á eftir efsta manni. Golf Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Rory McIlroy er einn besti golfari heims en hann er mögulega einnig einn sá heiðarlegasti. PGA meistaramótið hófst á fimmtudag og er spilað fram á sunnudag. Á öðrum hring mótsins í gær byrjaði Rory fyrstu holuna á fugli og fékk síðan auðvelt par á annarri. Á þriðju braut missti hann teighögg sitt lengst til hægri í þykkt gras. Rory leitaði að boltanum ásamt vallarstarfsmönnum og fjölmiðlamönnum þar til einn í leitarhópnum stóð óvart á boltanum. Samkvæmt reglum mátti hann færa boltann án vítis en eftir að hafa stillt honum upp þrýsti hann boltanum lengra niður í grasið. Flestir hefðu líklega tekið höggið úr betri legunni en ekki Rory McIlroy. „Mér hefði ekki liðið vel ef ég hefði slegið þarna. Ég stillti honum upp, reglan er að reyna að stilla upp í svipaðri legu. Enginn vissi í raun hvernig legan var en fyrst allir voru að leita að kúlunni var hún augljóslega ekki góð. Þess vegna færði ég kúluna neðar í grasið,“ sagði Rory McIlroy um atvikið. McIlroy náði að vippa boltanum inn á flöt og tvípútta fyrir skolla. Hann segist sáttur með ákvörðun sína. „Á endanum er golf íþrótt heiðarleika og ég reyni aldrei að komast upp með neitt á vellinum. Mér hefði liðið illa ef ég hefði tekið legu sem væri betri en upprunalega.“ Karma var með honum í liði á næstu holum, hann fékk fjóra fugla í röð frá sjöundu til tíundu holu, en missti reyndar þrjú högg til baka með þreföldum skolla á 12. braut. McIlroy er á einu höggi undir pari eftir fyrri tvo daganna, sjö höggum á eftir efsta manni.
Golf Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira