„Into the Wild-rútunni“ líklega komið fyrir á safni í Fairbanks Atli Ísleifsson skrifar 8. ágúst 2020 11:47 Rútan, sem er frá fimmta áratug síðustu aldar og var um tíma notuð til að hýsa námuverkamenn í óbyggðunum, var flutt á brott með þyrlu bandaríska hersins um miðjan júní. Alaska National Guard Public Affairs Líklegt þykir að rútan sem skrifað var um í bókinni Into the Wild og kom sömuleiðis við sögu í samnefndri kvikmynd Sean Penn frá árinu 2007, verði komið fyrir á Safni Norðursins í borginni Fairbanks í Alaska. Rútan var fjarlægð úr óbyggðum Alaska fyrr í sumar þar sem ítrekað hafi þurft að bjarga göngumönnum á Stampede-gönguleiðinni sem hafi reynt að komast að rútunni þar sem hún stóð við Teklanika-ána. Auðlindaráðuneyti Alaska greindi frá því í tilkynningu fyrir rúmri viku að til standi að hefja viðræður við fulltrúa Safns Norðursins um að finna rútunni varanleg heimkynni þar. Safn Norðursins (e. Museum of the North) er að finna á lóð Háskólans í Alaska í Fairbanks. Rútan, sem er frá fimmta áratug síðustu aldar og var um tíma notuð til að hýsa námuverkamenn í óbyggðunum, var flutt á brott með þyrlu bandaríska hersins um miðjan júní. Rútan varð fræg í kjölfar þess að ævintýramaðurinn Chris McCandless fór að rútinni og dvaldi í henni sumarið 1992. Hann dó af völdum vannæringar eftir 114 daga í óbyggðunum. Saga McCandless var sögð í bók Jon Krakauer, Into the Wild, frá árinu 1996 og var síðar gerð að kvikmynd árið 2007 þar sem Emile Hirsch fór með hlutverk McCandless. Áður hefur verið sagt frá því að björgunarlið hafi fimmtán sinnum verið kallað út vegna göngufólks sem hafi þurft á aðstoð að halda á leið sinni að rútunni á árunum 2009 til 2017. Þá hafi tveir göngumenn hafa dáið á leið sinni að rútunni – annars vegar 2010 og hins vegar 2019. Bíó og sjónvarp Bandaríkin Söfn Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira
Líklegt þykir að rútan sem skrifað var um í bókinni Into the Wild og kom sömuleiðis við sögu í samnefndri kvikmynd Sean Penn frá árinu 2007, verði komið fyrir á Safni Norðursins í borginni Fairbanks í Alaska. Rútan var fjarlægð úr óbyggðum Alaska fyrr í sumar þar sem ítrekað hafi þurft að bjarga göngumönnum á Stampede-gönguleiðinni sem hafi reynt að komast að rútunni þar sem hún stóð við Teklanika-ána. Auðlindaráðuneyti Alaska greindi frá því í tilkynningu fyrir rúmri viku að til standi að hefja viðræður við fulltrúa Safns Norðursins um að finna rútunni varanleg heimkynni þar. Safn Norðursins (e. Museum of the North) er að finna á lóð Háskólans í Alaska í Fairbanks. Rútan, sem er frá fimmta áratug síðustu aldar og var um tíma notuð til að hýsa námuverkamenn í óbyggðunum, var flutt á brott með þyrlu bandaríska hersins um miðjan júní. Rútan varð fræg í kjölfar þess að ævintýramaðurinn Chris McCandless fór að rútinni og dvaldi í henni sumarið 1992. Hann dó af völdum vannæringar eftir 114 daga í óbyggðunum. Saga McCandless var sögð í bók Jon Krakauer, Into the Wild, frá árinu 1996 og var síðar gerð að kvikmynd árið 2007 þar sem Emile Hirsch fór með hlutverk McCandless. Áður hefur verið sagt frá því að björgunarlið hafi fimmtán sinnum verið kallað út vegna göngufólks sem hafi þurft á aðstoð að halda á leið sinni að rútunni á árunum 2009 til 2017. Þá hafi tveir göngumenn hafa dáið á leið sinni að rútunni – annars vegar 2010 og hins vegar 2019.
Bíó og sjónvarp Bandaríkin Söfn Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira