Glódís Perla Viggósdóttir og Anna Rakel Pétursdóttir mættust í leik Rosengard og Uppsala í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld.
Glódís Perla lék allan leikinn fyrir Rosengard á meðan Anna Rakel spilaði allar mínúturnar fyrir Uppsala. Fór leikurinn 9-1 fyrir Rosengard en hann fór fram á heimavelli Uppsala.
Uppsala komst yfir á 6. mínútu en Rosengard skoraði sex mörk fyrir hálfleik og staðan í leikhléi 1-6. Glódís og liðsfélagar bættu síðan við þremur mörkum í seinni hálfleik og lokatölur ótrúlegur 9-1 útisigur.
Rosengard er á toppi deildarinnar en Uppsala um miðja deild í 6. sæti.