Tónlist

Föstudagsplaylisti Mukka

Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar
Guðmundur við græjurnar. Í plötukassa má sjá glitta í plötu Kærleiks, en það er sólóverkefni Kristjóns sem er hinn helmingur Mukka.
Guðmundur við græjurnar. Í plötukassa má sjá glitta í plötu Kærleiks, en það er sólóverkefni Kristjóns sem er hinn helmingur Mukka. Gunnar Þ Steingrímsson

Guðmundur Óskar Sigurmundsson vinnur tónlist undir nafninu Mukka ásamt Kristjóni Hjaltested. Músíkín er sönglaus að mestu, mjög myndræn og moody, enda var verkefnið stofnað með það í huga að gera tónlist fyrir kvikmyndir.

Önnur plata Mukka, Study You Nr. 2, kom út síðastliðinn þjóðhátíðardag, en áður hafði komið út skífan Study Fun Nr. 1.

Platan nýja er væntanleg á vínyl bráðlega, gefin út af Reykjavík Records og verður fáanleg í verslun þeirra við Klapparstíg.

Guðmundur Óskar hefur einnig spilað með Júníusi Meyvant, sem er hugarfóstur bróður hans, Unnars Gísla Sigurmundssonar.

Guðmundur setti saman föstudagslagalista fyrir Vísi, og sagði hann vera „tilvalinn fyrir sundsprettinn.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.