Valskonur bæta við sig þremur nýjum leikmönnum í körfunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. ágúst 2020 09:15 Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals, með nýju leikmönnunum sem eru frá vinstri: Eydís Eva Þórisdóttir, Jóhanna Björk Sveinsdóttir og Auður Íris Ólafsdóttir. Mynd/Valur Valsmenn hafa styrkt sig fyrir komandi tímabil í Domino´s deild kvenna í körfubolta en félagið er búið að semja við þrjá nýja leikmenn. Þetta eru reynsluboltarnir Auður Íris Ólafsdóttir og Jóhanna Björk Sveinsdóttir og svo Eydís Eva Þórisdóttir sem er ung körfuboltakona úr Keflavík. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Valsmönnum. Auður Íris Ólafsdóttir og Jóhanna Björk Sveinsdóttir eiga báðar yfir tíu A-landsleiki og Eydís Eva Þórisdóttir hefur spilað með yngri landsliðum Íslands. Auður Íris Ólafsdóttir er uppalin í Haukum og er reynslumikill bakvörður. Frá því að hún kom í meistaraflokk hefur hún lengst af leikið með uppeldisfélagi sínu en frá 2016 hefur hún einnig leikið með Breiðabliki, Stjörnunni og ÍR. Auður á 11 leiki með A landsliði Íslands. „Auður er frábær liðsmaður og fjölhæfur leikmaður. Hún spilar hörku vörn og svo getur hún spilað nokkrar stöður á vellinum. Auður reynslumikil og þekkir að vera í toppbaráttu og kemur til með að styrkja hópinn og hjálpa okkur í baráttunni í vetur,“ sagði Ólafur Jónas Sigurðsson, nýr þjálfari Valsliðsins um Auði. Jóhanna Björk Sveinsdóttir er reynslumikill framherji sem hóf feril sinn hjá Hamri en hefur á ferlinum m.a. leikið með KR, Haukum, Breiðabliki og Stjörnunni. Hún á auk þess 12 leiki með A landsliði Íslands. „Jóhanna er hörku dugleg og gefur aldrei tommu eftir inná vellinum. Hún er frábær varnarmaður og frákastari og orkumikill leikmaður sem hefur smitandi áhrif á samherja sina. Þetta er leikmaður sem gerir það sem þarf fyrir liðið sitt hvað sem það er. Hún mun hjálpa okkur mikið í vetur enda með mikla reynslu úr efstu deild og toppbaráttu,“ sagði Ólafur þjálfari um Jóhönnu. Eydís Eva Þórisdóttir er tuttugu ára bakvörður sem lék alla yngri flokkana í Keflavík og hefur verið viðloðandi meistaraflokkinn þar síðastliðin tímabil. Hún hefur leikið með yngri landsliðum Íslands nú síðast með U-20 á Evrópumótinu í Kosovo síðastliðið sumar. „Eydís leggur hart af sér og er dugleg að æfa sem hefur sýnt sig inná vellinum. Síðasta tímabil spilaði hún gríðarlega vel í 1. deildinni og sýndi að hún er fjölhæfur leikmaður sem leggur sig fram bæði í vörn og sókn. Hún kemur til með að styrkja hópinn og auka breiddina í liðinu til muna,“ sagði Ólafur Jónas um Eydísi Evu. Komnar: Auður Íris Ólafsdóttir frá ÍR Jóhanna Björk Sveinsdóttir frá Stjörnunni Eydís Eva Þórisdóttir frá Keflavík Hildur Björg Kjartansdóttir frá KR Nína Jenný Kristjánsdóttir frá ÍR Farnar: Helena Sverrisdóttir ólétt Dominos-deild kvenna Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Bein útsending: Sviss - Ísland | Styttist í EM Handbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao Sjá meira
Valsmenn hafa styrkt sig fyrir komandi tímabil í Domino´s deild kvenna í körfubolta en félagið er búið að semja við þrjá nýja leikmenn. Þetta eru reynsluboltarnir Auður Íris Ólafsdóttir og Jóhanna Björk Sveinsdóttir og svo Eydís Eva Þórisdóttir sem er ung körfuboltakona úr Keflavík. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Valsmönnum. Auður Íris Ólafsdóttir og Jóhanna Björk Sveinsdóttir eiga báðar yfir tíu A-landsleiki og Eydís Eva Þórisdóttir hefur spilað með yngri landsliðum Íslands. Auður Íris Ólafsdóttir er uppalin í Haukum og er reynslumikill bakvörður. Frá því að hún kom í meistaraflokk hefur hún lengst af leikið með uppeldisfélagi sínu en frá 2016 hefur hún einnig leikið með Breiðabliki, Stjörnunni og ÍR. Auður á 11 leiki með A landsliði Íslands. „Auður er frábær liðsmaður og fjölhæfur leikmaður. Hún spilar hörku vörn og svo getur hún spilað nokkrar stöður á vellinum. Auður reynslumikil og þekkir að vera í toppbaráttu og kemur til með að styrkja hópinn og hjálpa okkur í baráttunni í vetur,“ sagði Ólafur Jónas Sigurðsson, nýr þjálfari Valsliðsins um Auði. Jóhanna Björk Sveinsdóttir er reynslumikill framherji sem hóf feril sinn hjá Hamri en hefur á ferlinum m.a. leikið með KR, Haukum, Breiðabliki og Stjörnunni. Hún á auk þess 12 leiki með A landsliði Íslands. „Jóhanna er hörku dugleg og gefur aldrei tommu eftir inná vellinum. Hún er frábær varnarmaður og frákastari og orkumikill leikmaður sem hefur smitandi áhrif á samherja sina. Þetta er leikmaður sem gerir það sem þarf fyrir liðið sitt hvað sem það er. Hún mun hjálpa okkur mikið í vetur enda með mikla reynslu úr efstu deild og toppbaráttu,“ sagði Ólafur þjálfari um Jóhönnu. Eydís Eva Þórisdóttir er tuttugu ára bakvörður sem lék alla yngri flokkana í Keflavík og hefur verið viðloðandi meistaraflokkinn þar síðastliðin tímabil. Hún hefur leikið með yngri landsliðum Íslands nú síðast með U-20 á Evrópumótinu í Kosovo síðastliðið sumar. „Eydís leggur hart af sér og er dugleg að æfa sem hefur sýnt sig inná vellinum. Síðasta tímabil spilaði hún gríðarlega vel í 1. deildinni og sýndi að hún er fjölhæfur leikmaður sem leggur sig fram bæði í vörn og sókn. Hún kemur til með að styrkja hópinn og auka breiddina í liðinu til muna,“ sagði Ólafur Jónas um Eydísi Evu. Komnar: Auður Íris Ólafsdóttir frá ÍR Jóhanna Björk Sveinsdóttir frá Stjörnunni Eydís Eva Þórisdóttir frá Keflavík Hildur Björg Kjartansdóttir frá KR Nína Jenný Kristjánsdóttir frá ÍR Farnar: Helena Sverrisdóttir ólétt
Komnar: Auður Íris Ólafsdóttir frá ÍR Jóhanna Björk Sveinsdóttir frá Stjörnunni Eydís Eva Þórisdóttir frá Keflavík Hildur Björg Kjartansdóttir frá KR Nína Jenný Kristjánsdóttir frá ÍR Farnar: Helena Sverrisdóttir ólétt
Dominos-deild kvenna Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Bein útsending: Sviss - Ísland | Styttist í EM Handbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao Sjá meira