Jason Day í forystu | Níu jafnir í öðru sæti og Tiger í fínum málum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. ágúst 2020 23:05 Jason Day er efstur að loknum fyrsta hring á PGA-meistaramótinu í golfi. Tom Pennington/Getty Images Það stefnir í hörkukeppni ef marka má fyrsta hring PGA-meistaramótsins í golfi. Mótið fer fram á TPC Harding-vellinum sem er staðsettur í San Francisco í Bandaríkjunum. Jason Day, einn fjölmargra Bandaríkjamanna á mótinu, leiðir að loknum fyrsta hring en síðustu kylfingar dagsins voru að klára hringinn nú síðla kvölds. Day lék á alls 65 höggum eða fimm höggum undir pari sem verður að teljast nokkuð gott. Það er hins vegar þéttur pakki og það má lítið út af bregða en alls eru níu kylfingar jafnir í öðru sæti mótsins að svo stöddu. Our former PGA Champion really had it rolling today... Check out the best of @JDayGolf here! pic.twitter.com/EdX4j5JQZX— PGA Championship (@PGAChampionship) August 6, 2020 Þeir Scottie Scheffler, Martin Kaymer, Xander Schauffele, Bud Cauley, Zach Johnson, Brooks Koepka, Justin Rose, Brandon Steele og Mike Lorenzo-Vera, léku nefnilega allir á fjórum höggum undir pari vallarins í dag. 6 8 - Tiger Wood's lowest opening round score in a major championship since 2012.#PGAChamp pic.twitter.com/NCP23quwj6— PGA Championship (@PGAChampionship) August 6, 2020 Tiger Woods átti einnig fínan dag en hann lék á 68 höggum eða tveimur höggum pari. Það þarf fara aftur til ársins 2012 til að finna jafn góðan fyrsta hring hjá hinum 44 ára gamla Tiger á meistaramóti í golfi. Stöðuna í mótinu má finna á vef PGA-mótaraðarinnar. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Það stefnir í hörkukeppni ef marka má fyrsta hring PGA-meistaramótsins í golfi. Mótið fer fram á TPC Harding-vellinum sem er staðsettur í San Francisco í Bandaríkjunum. Jason Day, einn fjölmargra Bandaríkjamanna á mótinu, leiðir að loknum fyrsta hring en síðustu kylfingar dagsins voru að klára hringinn nú síðla kvölds. Day lék á alls 65 höggum eða fimm höggum undir pari sem verður að teljast nokkuð gott. Það er hins vegar þéttur pakki og það má lítið út af bregða en alls eru níu kylfingar jafnir í öðru sæti mótsins að svo stöddu. Our former PGA Champion really had it rolling today... Check out the best of @JDayGolf here! pic.twitter.com/EdX4j5JQZX— PGA Championship (@PGAChampionship) August 6, 2020 Þeir Scottie Scheffler, Martin Kaymer, Xander Schauffele, Bud Cauley, Zach Johnson, Brooks Koepka, Justin Rose, Brandon Steele og Mike Lorenzo-Vera, léku nefnilega allir á fjórum höggum undir pari vallarins í dag. 6 8 - Tiger Wood's lowest opening round score in a major championship since 2012.#PGAChamp pic.twitter.com/NCP23quwj6— PGA Championship (@PGAChampionship) August 6, 2020 Tiger Woods átti einnig fínan dag en hann lék á 68 höggum eða tveimur höggum pari. Það þarf fara aftur til ársins 2012 til að finna jafn góðan fyrsta hring hjá hinum 44 ára gamla Tiger á meistaramóti í golfi. Stöðuna í mótinu má finna á vef PGA-mótaraðarinnar.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira