Ólafía Þórunn leiðir eftir fyrsta hring Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. ágúst 2020 21:30 Ólafía Þórunn leiðir eftir fyrsta hring Íslandsmótsins. Jorge Lemus/Getty Images Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir leiðir á Íslandsmótinu í golfi eftir fyrsta hring mótsins. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Íslandsmeistari síðustu tveggja ára, situr sem stendur í þriðja sæti. Leikið er á Hlíðavelli í Mosfellsbæ að þessu sinni en þar hóf Ólafía Þórunn feril sinn. Íslandsmót 2020: Hlakka til að keppa á vellinum þar sem að ferilinn byrjaði - Golfsamband Íslands https://t.co/FvcOUu7Tw8— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) August 5, 2020 Ólafía Þórunn átti góðan hring þó hún sé eflaust ósátt með fjölda skolla sem hún fékk á hringnum. Hún lék átta holur á pari, fékk fimm fugla, einn örn og fjóra skolla. Það þýðir að alls lék hún hringinn á 69 höggum eða þremur höggum undir pari. Ragnhildur Kristinsdóttir kemur þar á eftir en hún fór hring dagsins á 70 höggum og því munar aðeins einu höggi á þeim. Þá er Íslandsmeistari síðustu tveggja ára – Guðrún Brá Björgvinsdóttir – á einu höggi undir pari, líkt og Saga Traustadóttir. Það stefnir því í hörkukeppni í kvennaflokki en skoða má stöðu mótsins á vefsíðu Golfsambandsins. Golf Tengdar fréttir Enginn atvinnukylfingur í efstu þremur sætunum Atvinnukylfingarnir Axel Bóasson, Andri Þór Björnsson og Haraldur Franklín Magnús eru ekki meðal efstu þriggja kylfinga eftir fyrsta hringinn á Íslandsmótinu í golfi. 6. ágúst 2020 18:25 Átján ára strákur deilir efsta sætinu á Íslandsmótinu í golfi Keppni stendur yfir á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi á Hlíðarvelli í Mosfellsbæ og það hefur fjölgað í hópi þeirra kylfinga sem hafa lokið leik. 6. ágúst 2020 13:39 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir leiðir á Íslandsmótinu í golfi eftir fyrsta hring mótsins. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Íslandsmeistari síðustu tveggja ára, situr sem stendur í þriðja sæti. Leikið er á Hlíðavelli í Mosfellsbæ að þessu sinni en þar hóf Ólafía Þórunn feril sinn. Íslandsmót 2020: Hlakka til að keppa á vellinum þar sem að ferilinn byrjaði - Golfsamband Íslands https://t.co/FvcOUu7Tw8— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) August 5, 2020 Ólafía Þórunn átti góðan hring þó hún sé eflaust ósátt með fjölda skolla sem hún fékk á hringnum. Hún lék átta holur á pari, fékk fimm fugla, einn örn og fjóra skolla. Það þýðir að alls lék hún hringinn á 69 höggum eða þremur höggum undir pari. Ragnhildur Kristinsdóttir kemur þar á eftir en hún fór hring dagsins á 70 höggum og því munar aðeins einu höggi á þeim. Þá er Íslandsmeistari síðustu tveggja ára – Guðrún Brá Björgvinsdóttir – á einu höggi undir pari, líkt og Saga Traustadóttir. Það stefnir því í hörkukeppni í kvennaflokki en skoða má stöðu mótsins á vefsíðu Golfsambandsins.
Golf Tengdar fréttir Enginn atvinnukylfingur í efstu þremur sætunum Atvinnukylfingarnir Axel Bóasson, Andri Þór Björnsson og Haraldur Franklín Magnús eru ekki meðal efstu þriggja kylfinga eftir fyrsta hringinn á Íslandsmótinu í golfi. 6. ágúst 2020 18:25 Átján ára strákur deilir efsta sætinu á Íslandsmótinu í golfi Keppni stendur yfir á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi á Hlíðarvelli í Mosfellsbæ og það hefur fjölgað í hópi þeirra kylfinga sem hafa lokið leik. 6. ágúst 2020 13:39 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Enginn atvinnukylfingur í efstu þremur sætunum Atvinnukylfingarnir Axel Bóasson, Andri Þór Björnsson og Haraldur Franklín Magnús eru ekki meðal efstu þriggja kylfinga eftir fyrsta hringinn á Íslandsmótinu í golfi. 6. ágúst 2020 18:25
Átján ára strákur deilir efsta sætinu á Íslandsmótinu í golfi Keppni stendur yfir á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi á Hlíðarvelli í Mosfellsbæ og það hefur fjölgað í hópi þeirra kylfinga sem hafa lokið leik. 6. ágúst 2020 13:39