Sóttvarnastofnun varar við neyslu handsótthreinsis Samúel Karl Ólason skrifar 6. ágúst 2020 11:36 Handþvottur er mikilvægur hluti sóttvarna og þegar sápa og vatn er ekki við höndina er mælt með því að nota handsótthreinsi. Getty/Gregory Shamus Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) hefur gefið frá sér sérstaka viðvörun um hættur þess að drekka handsótthreinsi. Tilefni þeirrar yfirlýsingar er að í maí og júní þurftu fimmtán manns í Arizona og Nýju Mexíkó að fara á sjúkrahús eftir að hafa drukkið sótthreinsiefni. Fjórir þeirra dóu og minnst þrír misstu sjón að miklu leyti. Handþvottur er mikilvægur hluti sóttvarna og þegar sápa og vatn er ekki við höndina er mælt með því að nota handsótthreinsi. Samkvæmt frétt Reuters innihalda öll slík efni í Bandaríkjunum etanól eða ísóprópanol. Einhverjir hafa þó flutt inn sótthreinsiefni sem innihalda metanól. Metanoleitrun getur og hefur leitt til blindu og dauða. Þrír þeirra fimmtán sem þurftu á sjúkrahús fengu sjónskaða. CDC hefur því varað Bandaríkjamenn við því að drekka ekki sótthreinsiefni með metanól og kanna hvort þau efni sem þeir eiga innihaldi metanól. Ef svo er eigi ekki að nota það eða drekka. Samkvæmt New York Times drukku einhverjir þeirra aðila sem um ræðir sótthreinsiefnið vegna alkóhólsins í því. Swallowing hand sanitizers that contain methanol can cause permanent blindness or death, if not treated. People should immediately discontinue use of hand sanitizers recalled by @US_FDA. See more in @CDCMMWR: https://t.co/n4v3D47qSd. pic.twitter.com/rIwfDns22e— CDC (@CDCgov) August 5, 2020 Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Telur best ef fjölmiðlar hættu að fjalla um umdeild ummæli Trumps Deborah Birx, læknirinn sem fer fyrir kórónuveiruviðbragðsteymi Hvíta hússins, reyndi í dag að gera lítið úr ummælum Donalds Trump Bandaríkjaforseta, þar sem hann lagði til að rannsakað yrði hvort hægt yrði að meðhöndla fólk sem sýkst hefur af Covid-19 með því að dæla sótthreinsiefnum í líkama þeirra. 26. apríl 2020 21:33 Framleiðendur brýna fyrir fólki að neyta ekki hreinsiefnis eftir ummæli Trump Fólk ætti undir engum kringumstæðum að innbyrða sótthreinsiefni eða sprauta sig með því, að sögn eins stærsta framleiðanda slíkra efna í heiminum. Fyrirtækið gaf út eindregna viðvörun þessa efnis eftir ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta ýjaði að því að nota mætti sótthreinsiefni gegn kórónuveirunni. 24. apríl 2020 13:40 Tillögur Trump um notkun sótthreinsiefnis til lækninga gagnrýndar harðlega Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sætt harðri gagnrýni sérfræðinga eftir að hann lagði það til að rannsakað yrði hvort hægt væri að læknast af kórónuveirunni með því að dæla sótthreinsiefni í líkamann. 24. apríl 2020 07:26 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) hefur gefið frá sér sérstaka viðvörun um hættur þess að drekka handsótthreinsi. Tilefni þeirrar yfirlýsingar er að í maí og júní þurftu fimmtán manns í Arizona og Nýju Mexíkó að fara á sjúkrahús eftir að hafa drukkið sótthreinsiefni. Fjórir þeirra dóu og minnst þrír misstu sjón að miklu leyti. Handþvottur er mikilvægur hluti sóttvarna og þegar sápa og vatn er ekki við höndina er mælt með því að nota handsótthreinsi. Samkvæmt frétt Reuters innihalda öll slík efni í Bandaríkjunum etanól eða ísóprópanol. Einhverjir hafa þó flutt inn sótthreinsiefni sem innihalda metanól. Metanoleitrun getur og hefur leitt til blindu og dauða. Þrír þeirra fimmtán sem þurftu á sjúkrahús fengu sjónskaða. CDC hefur því varað Bandaríkjamenn við því að drekka ekki sótthreinsiefni með metanól og kanna hvort þau efni sem þeir eiga innihaldi metanól. Ef svo er eigi ekki að nota það eða drekka. Samkvæmt New York Times drukku einhverjir þeirra aðila sem um ræðir sótthreinsiefnið vegna alkóhólsins í því. Swallowing hand sanitizers that contain methanol can cause permanent blindness or death, if not treated. People should immediately discontinue use of hand sanitizers recalled by @US_FDA. See more in @CDCMMWR: https://t.co/n4v3D47qSd. pic.twitter.com/rIwfDns22e— CDC (@CDCgov) August 5, 2020
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Telur best ef fjölmiðlar hættu að fjalla um umdeild ummæli Trumps Deborah Birx, læknirinn sem fer fyrir kórónuveiruviðbragðsteymi Hvíta hússins, reyndi í dag að gera lítið úr ummælum Donalds Trump Bandaríkjaforseta, þar sem hann lagði til að rannsakað yrði hvort hægt yrði að meðhöndla fólk sem sýkst hefur af Covid-19 með því að dæla sótthreinsiefnum í líkama þeirra. 26. apríl 2020 21:33 Framleiðendur brýna fyrir fólki að neyta ekki hreinsiefnis eftir ummæli Trump Fólk ætti undir engum kringumstæðum að innbyrða sótthreinsiefni eða sprauta sig með því, að sögn eins stærsta framleiðanda slíkra efna í heiminum. Fyrirtækið gaf út eindregna viðvörun þessa efnis eftir ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta ýjaði að því að nota mætti sótthreinsiefni gegn kórónuveirunni. 24. apríl 2020 13:40 Tillögur Trump um notkun sótthreinsiefnis til lækninga gagnrýndar harðlega Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sætt harðri gagnrýni sérfræðinga eftir að hann lagði það til að rannsakað yrði hvort hægt væri að læknast af kórónuveirunni með því að dæla sótthreinsiefni í líkamann. 24. apríl 2020 07:26 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Telur best ef fjölmiðlar hættu að fjalla um umdeild ummæli Trumps Deborah Birx, læknirinn sem fer fyrir kórónuveiruviðbragðsteymi Hvíta hússins, reyndi í dag að gera lítið úr ummælum Donalds Trump Bandaríkjaforseta, þar sem hann lagði til að rannsakað yrði hvort hægt yrði að meðhöndla fólk sem sýkst hefur af Covid-19 með því að dæla sótthreinsiefnum í líkama þeirra. 26. apríl 2020 21:33
Framleiðendur brýna fyrir fólki að neyta ekki hreinsiefnis eftir ummæli Trump Fólk ætti undir engum kringumstæðum að innbyrða sótthreinsiefni eða sprauta sig með því, að sögn eins stærsta framleiðanda slíkra efna í heiminum. Fyrirtækið gaf út eindregna viðvörun þessa efnis eftir ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta ýjaði að því að nota mætti sótthreinsiefni gegn kórónuveirunni. 24. apríl 2020 13:40
Tillögur Trump um notkun sótthreinsiefnis til lækninga gagnrýndar harðlega Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sætt harðri gagnrýni sérfræðinga eftir að hann lagði það til að rannsakað yrði hvort hægt væri að læknast af kórónuveirunni með því að dæla sótthreinsiefni í líkamann. 24. apríl 2020 07:26