KSÍ sagt vonast eftir því að fá leyfi til að spila leiki um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. ágúst 2020 10:07 Brynjólfur Andersen Willumsson og Finnur Orri Margeirsson í leik KR og Breiðabliks fyrr í sumar. Vísir/Bára Knattspyrnusamband Íslands frestaði fyrr í vikunni leikjum til og með dagsins í dag en sambandið vonast enn eftir því að leikir geti farið fram á Íslandi um helgina. Önnur bylgja kórónuveirufaraldursins er í gangi hér á landi og það hefur kallað á harðari reglur varðandi sóttvarnir. Engir fótboltaleikir hafa farið fram hér á landi síðan 30. júlí. Samkvæmt frétt hjá Fótbolta.net þá hefur KSÍ skilað inn tillögum um með hvaða hætti sé hægt að hefja leik að nýju en um alla Evrópu er fótbolti í gangi, þar á meðal í öllum nágrannalöndum okkar. KSÍ er þar sagt vera að bíða eftir grænu ljósi frá heilbrigðisyfirvöldum en enn hefur leikjum helgarinnar ekki verið frestað. KSÍ fundar með félögunum í dag - Verður leikið um helgina? https://t.co/qunGzkMJl0— Fótbolti.net (@Fotboltinet) August 6, 2020 Í fréttinni kemur fram að fulltrúar Knattspyrnusambandsins munu í dag halda fjarfund með félögum í efstu deildum þar sem farið verið yfir framhaldið og þá möguleika sem eru í boði. Hér er væntanlega um að ræða möguleikann á því að spila fyrir luktum dyrum í næstu leikjum, leið sem Færeyingar völdu til að sleppa við að fresta fótboltanum hjá sér. Þá hefur verið rætt, samkvæmt upplýsingum vefsíðunnar Fótbolti.net, um að auka eftirlit með heilsufari leikmanna og starfsmanna. Sumarið er að renna frá KSÍ og ef á að klára Íslandsmótin þá mega ekki verða mikið lengri hlé á leik. Tímabilið fór einum og hálfum mánuði seinna af stað og þá komu einnig til frestanir vegna þess að einstök lið þurftu að fara í sóttkví. Evrópukeppnir félagsliða fara í gang seinna í þessum mánuði og þá eru landsleikir í september. KSÍ frestað á þriðjudaginn leikjum til 7. ágúst og það er því von á einhvers konar yfirlýsingu í dag hvort sem það er um að fresta fleiri leikjum eða að spila næstu leiki með sérstöku fyrirkomulagi sem tekur enn meira tillit til sóttvarna. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands frestaði fyrr í vikunni leikjum til og með dagsins í dag en sambandið vonast enn eftir því að leikir geti farið fram á Íslandi um helgina. Önnur bylgja kórónuveirufaraldursins er í gangi hér á landi og það hefur kallað á harðari reglur varðandi sóttvarnir. Engir fótboltaleikir hafa farið fram hér á landi síðan 30. júlí. Samkvæmt frétt hjá Fótbolta.net þá hefur KSÍ skilað inn tillögum um með hvaða hætti sé hægt að hefja leik að nýju en um alla Evrópu er fótbolti í gangi, þar á meðal í öllum nágrannalöndum okkar. KSÍ er þar sagt vera að bíða eftir grænu ljósi frá heilbrigðisyfirvöldum en enn hefur leikjum helgarinnar ekki verið frestað. KSÍ fundar með félögunum í dag - Verður leikið um helgina? https://t.co/qunGzkMJl0— Fótbolti.net (@Fotboltinet) August 6, 2020 Í fréttinni kemur fram að fulltrúar Knattspyrnusambandsins munu í dag halda fjarfund með félögum í efstu deildum þar sem farið verið yfir framhaldið og þá möguleika sem eru í boði. Hér er væntanlega um að ræða möguleikann á því að spila fyrir luktum dyrum í næstu leikjum, leið sem Færeyingar völdu til að sleppa við að fresta fótboltanum hjá sér. Þá hefur verið rætt, samkvæmt upplýsingum vefsíðunnar Fótbolti.net, um að auka eftirlit með heilsufari leikmanna og starfsmanna. Sumarið er að renna frá KSÍ og ef á að klára Íslandsmótin þá mega ekki verða mikið lengri hlé á leik. Tímabilið fór einum og hálfum mánuði seinna af stað og þá komu einnig til frestanir vegna þess að einstök lið þurftu að fara í sóttkví. Evrópukeppnir félagsliða fara í gang seinna í þessum mánuði og þá eru landsleikir í september. KSÍ frestað á þriðjudaginn leikjum til 7. ágúst og það er því von á einhvers konar yfirlýsingu í dag hvort sem það er um að fresta fleiri leikjum eða að spila næstu leiki með sérstöku fyrirkomulagi sem tekur enn meira tillit til sóttvarna.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira