Guðrún Brá stefnir á sigur þriðja árið í röð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. ágúst 2020 20:15 Guðrún Brá á titil að verja um helgina. Mynd/Stöð 2 Sport Íslandsmótið í golfi hefst á morgun. Guðrún Brá Björgvinsdóttir gæti þar með unnið sinn þriðja Íslandsmeistaratitil í röð. Það verður nýr Íslandsmeistari í karlaflokki þar sem ríkjandi meistari tekur ekki þátt í ár. Guðrún Brá Björgvinsdóttir hefur fagnað sigri í kvennaflokki undanfarin tvö ár á Íslandsmótinu í golfi. Hún stefnir á þriðja titilinn á jafn mörgum árum um helgina þegar Íslandsmótið fer fram – án áhorfenda – á Hlíðavelli í Mosfellsbæ. „Þetta er hörku mót, allar þær bestu með svo þetta verður virkilega gaman,“ sagði Guðrún Brá er Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við hana fyrir Sportpakka Stöðvar 2 fyrr í dag. Þær Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir eru báðar með í ár svo reikna má með hörku keppni í kvennaflokki. Fylgja þarf öllum sóttvarnarreglum á Hlíðavelli en yfir 100 sjálfboðaliðar verða til taks og munu þeir sjá um að allt fari eftir tilsettum reglum. „Það myndi hjálpa, sérstaklega eins og veðurspáin er, að hafa einhvern á pokanum en maður er vanur að vera einn líka,“ sagði Guðrún Brá um breyttar reglu mótsins. Til að mynda verða engir kylfusveinar. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, ríkjandi Íslandsmeistari, er ekki með um helgina og því sjáum við nýjan Íslandsmeistara krýndan á sunnudag. Mótið hefst á morgun, 6. ágúst og lýkur þann 9. eða á sunnudaginn kemur. Innslag Sportpakka Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Guðrún Brá stefnir á þann þriðja í röð Golf Tengdar fréttir Eru fyrst og fremst fegin og glöð að fá að halda mótið Ágúst Jensson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Mosfellsbæjar, segist fyrst og fremst vera feginn og glaður að fá að halda Íslandsmótið í golfi. 4. ágúst 2020 21:30 Engin frestun á Íslandsmótinu í golfi Íslandsmótið í golfi mun fara fram á tilsettum tíma þann 6. til 9. ágúst í Mosfellsbæ. 1. ágúst 2020 11:30 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Íslandsmótið í golfi hefst á morgun. Guðrún Brá Björgvinsdóttir gæti þar með unnið sinn þriðja Íslandsmeistaratitil í röð. Það verður nýr Íslandsmeistari í karlaflokki þar sem ríkjandi meistari tekur ekki þátt í ár. Guðrún Brá Björgvinsdóttir hefur fagnað sigri í kvennaflokki undanfarin tvö ár á Íslandsmótinu í golfi. Hún stefnir á þriðja titilinn á jafn mörgum árum um helgina þegar Íslandsmótið fer fram – án áhorfenda – á Hlíðavelli í Mosfellsbæ. „Þetta er hörku mót, allar þær bestu með svo þetta verður virkilega gaman,“ sagði Guðrún Brá er Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við hana fyrir Sportpakka Stöðvar 2 fyrr í dag. Þær Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir eru báðar með í ár svo reikna má með hörku keppni í kvennaflokki. Fylgja þarf öllum sóttvarnarreglum á Hlíðavelli en yfir 100 sjálfboðaliðar verða til taks og munu þeir sjá um að allt fari eftir tilsettum reglum. „Það myndi hjálpa, sérstaklega eins og veðurspáin er, að hafa einhvern á pokanum en maður er vanur að vera einn líka,“ sagði Guðrún Brá um breyttar reglu mótsins. Til að mynda verða engir kylfusveinar. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, ríkjandi Íslandsmeistari, er ekki með um helgina og því sjáum við nýjan Íslandsmeistara krýndan á sunnudag. Mótið hefst á morgun, 6. ágúst og lýkur þann 9. eða á sunnudaginn kemur. Innslag Sportpakka Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Guðrún Brá stefnir á þann þriðja í röð
Golf Tengdar fréttir Eru fyrst og fremst fegin og glöð að fá að halda mótið Ágúst Jensson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Mosfellsbæjar, segist fyrst og fremst vera feginn og glaður að fá að halda Íslandsmótið í golfi. 4. ágúst 2020 21:30 Engin frestun á Íslandsmótinu í golfi Íslandsmótið í golfi mun fara fram á tilsettum tíma þann 6. til 9. ágúst í Mosfellsbæ. 1. ágúst 2020 11:30 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Eru fyrst og fremst fegin og glöð að fá að halda mótið Ágúst Jensson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Mosfellsbæjar, segist fyrst og fremst vera feginn og glaður að fá að halda Íslandsmótið í golfi. 4. ágúst 2020 21:30
Engin frestun á Íslandsmótinu í golfi Íslandsmótið í golfi mun fara fram á tilsettum tíma þann 6. til 9. ágúst í Mosfellsbæ. 1. ágúst 2020 11:30