Öll áhersla lögð á að skólahald verði með hefðbundnum hætti Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. ágúst 2020 19:01 Öll áhersla er lögð á að hefðbundið skólahald hefjist síðar í mánuðinum að sögn menntamálaráðherra. Ráðherra fundar með sóttvarnaryfirvöldum vegna málsins á morgun. Nú þegar fáar vikur eru þar til skólahald hefst á ný ríkir enn óvissa um hvernig því verður háttað. Menntamálaráðherra mun funda með sóttvarnaryfirvöldum á morgun til að fara yfir stöðuna. „Stjórnvöld leggja núna allt kapp á það að skólahald hefjist með hefðbundnum hætti. Við höfum verið að fara í hertar aðgerðir meðal annars til að tryggja það að skólarnir geti hafið göngu sína," segir Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra. Núverandi takmarkanir gilda til 13. ágúst. Þær eiga ekki við um börn á grunnskólaaldri en verði þær framlengdar eða hertar þarf mögulega að grípa til fjarkennslu á ný, hið minnsta á efri skólastigum. Samkvæmt skólastjórnendum er verið að undirbúa tvær sviðsmyndir; fjarkennslu og hefðbundna kennslu. Skólastjórnendur og kennarar í framhaldsskólum búa sig undir tvær sviðsmyndir í haust; hefðbundið skólahald og fjarkennslu.Vísir/Daníel Verði hefðbundið skólahald ekki mögulegt er samkvæmt heimildum fréttastofu lögð mikil áhersla á að nemendur sem eru að hefja skólagöngu í framhaldsskóla geti mætt í skólann. Ráðherra segist ekki geta tjáð sig um hvort undanþága frá sóttvarnarreglum væri möguleg í þágu skólastarfs. „Það er ekki hægt að segja til um það á þessum tímapunkti. Við erum að vonast til að þær aðgerðir sem við höfum ráðist í á síðustu dögum skili þeim árangri að við getum slakað einhverju til. En mestu máli skipti að skólarnir geti hafið göngu sína," segir Lilja. Hún segir þó hægt að draga lærdóm af fyrirkomulaginu í vor og telur að kennsluhættir verði samræmdir í ríkari mæli verði farið í fjarkennslu. Nú þegar aðsókn í skóla er að aukast sé mikilvægt að geta tekið á móti nemendum. „Það er mikil fjölgun á háskólastigi, það er mikil fjölgun í iðnnám og í starfsnám. Það er mjög brýnt að fólkið okkar sem hefur áhuga á að mennta sig hafi kost á því. Þannig ég legg höfuðáherslu á að þetta gangi eftir," segir Lilja. Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Dómsdagsklukkan færð fram Erlent Fleiri fréttir Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Öll áhersla er lögð á að hefðbundið skólahald hefjist síðar í mánuðinum að sögn menntamálaráðherra. Ráðherra fundar með sóttvarnaryfirvöldum vegna málsins á morgun. Nú þegar fáar vikur eru þar til skólahald hefst á ný ríkir enn óvissa um hvernig því verður háttað. Menntamálaráðherra mun funda með sóttvarnaryfirvöldum á morgun til að fara yfir stöðuna. „Stjórnvöld leggja núna allt kapp á það að skólahald hefjist með hefðbundnum hætti. Við höfum verið að fara í hertar aðgerðir meðal annars til að tryggja það að skólarnir geti hafið göngu sína," segir Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra. Núverandi takmarkanir gilda til 13. ágúst. Þær eiga ekki við um börn á grunnskólaaldri en verði þær framlengdar eða hertar þarf mögulega að grípa til fjarkennslu á ný, hið minnsta á efri skólastigum. Samkvæmt skólastjórnendum er verið að undirbúa tvær sviðsmyndir; fjarkennslu og hefðbundna kennslu. Skólastjórnendur og kennarar í framhaldsskólum búa sig undir tvær sviðsmyndir í haust; hefðbundið skólahald og fjarkennslu.Vísir/Daníel Verði hefðbundið skólahald ekki mögulegt er samkvæmt heimildum fréttastofu lögð mikil áhersla á að nemendur sem eru að hefja skólagöngu í framhaldsskóla geti mætt í skólann. Ráðherra segist ekki geta tjáð sig um hvort undanþága frá sóttvarnarreglum væri möguleg í þágu skólastarfs. „Það er ekki hægt að segja til um það á þessum tímapunkti. Við erum að vonast til að þær aðgerðir sem við höfum ráðist í á síðustu dögum skili þeim árangri að við getum slakað einhverju til. En mestu máli skipti að skólarnir geti hafið göngu sína," segir Lilja. Hún segir þó hægt að draga lærdóm af fyrirkomulaginu í vor og telur að kennsluhættir verði samræmdir í ríkari mæli verði farið í fjarkennslu. Nú þegar aðsókn í skóla er að aukast sé mikilvægt að geta tekið á móti nemendum. „Það er mikil fjölgun á háskólastigi, það er mikil fjölgun í iðnnám og í starfsnám. Það er mjög brýnt að fólkið okkar sem hefur áhuga á að mennta sig hafi kost á því. Þannig ég legg höfuðáherslu á að þetta gangi eftir," segir Lilja.
Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Dómsdagsklukkan færð fram Erlent Fleiri fréttir Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira