Fjöldi sýna yfir afkastagetu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. ágúst 2020 18:30 Einungis einn af þeim níu sem greindust með kórónuveiruna hér innanlands í gær var í sóttkví. Sóttvarnarlæknir segir líklegt að Ísland muni lenda á rauðum lista annarra þjóða. Í kvöld eða á morgun skilar hann tillögum til heilbrigðisráðherra varðandi skimun á landamærum. Gríðarlegt álag hefur verið á sýkla- og veirufræðideild vegna sýnatöku á síðustu dögum. Níu sem smitast hafa innanlands voru greindir með kórónuveiruna í gær. Þar af einn á Austurlandi og nú eru því smitaðir einstaklingar í öllum landshlutum. Alls er 91 í einangrun vegna veirunnar og eru flestir á aldrinum 18 til 29 ára. Einungis einn af þeim sem greindust í gær var í sóttkví og að sögn sóttvarnarlæknis gæti það bent til þess að útbreiðslan sé meiri en talið hefur verið. Hann segir samstöðu um sóttvarnir gríðarlega mikilvæga nú til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu. Smitum sé að fjölga með svipuðum hætti og á fyrstu stigum í vor. „Fjöldi tilfella fylgir svipaðri kúrvu og var en við erum ekki að fá eins mikið af alvarlega veiku fólki og þá. Hvort það er einhver breyting eða hvort það sé vegna þess að yngra fólk er að greinast á bara eftir að koma í ljós," segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Almannavarnir Nýgengni covid smita hækkar áfram og mælist nú 21. Með því er átt við hversu mörg smit hafa greinst innanlands undanfarna 14 daga á hverja 100.000 íbúa. Hætta er því á að ferðamenn frá Íslandi þurfi að lúta strangari reglum á ferðalögum til útlanda á næstunni. Í Noregi er til dæmis miðað við að farþegar frá löndum þar sem nýgengni innanlandssmita er yfir tuttugu þurfi að sæta sóttkví við komu. „Það getur vel verið að við lendum á rauðum lista hjá einhverjum þjóðum. Það er mjög líklegt jafnvel," sagði Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna í dag. Tillögur vegna skimunar væntanlegar Samkvæmt upplýsingum frá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans er deildin að starfa við og yfir þolmörkum. Í gær var tekið á móti 2.400 landamærasýnum og 460 sjúklingum, sem jafgildir 2.860 sýnum. Afkastagetan hefur hins vegar verið miðuð við um tvö þúsund sýni á dag. Einhver bið hefur því verið á niðurstöðum. Sóttvarnarlæknir mun í kvöld eða á morgun skila tillögum til heilbrigðisráðherra er lúta að skimun á landamærum. „Við erum að vinna núna á alveg hreint hámarks afköstum hér innanlands og faraldurinn er að breytast erlendis. Þannig við þurfum að vera mjög á tánum hvort við þurufm að breyta okkar leiðbeiningum varðandi skimanir til að ná fram hámarsk afköstum," segir Þórólfur. Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Einungis einn af þeim níu sem greindust með kórónuveiruna hér innanlands í gær var í sóttkví. Sóttvarnarlæknir segir líklegt að Ísland muni lenda á rauðum lista annarra þjóða. Í kvöld eða á morgun skilar hann tillögum til heilbrigðisráðherra varðandi skimun á landamærum. Gríðarlegt álag hefur verið á sýkla- og veirufræðideild vegna sýnatöku á síðustu dögum. Níu sem smitast hafa innanlands voru greindir með kórónuveiruna í gær. Þar af einn á Austurlandi og nú eru því smitaðir einstaklingar í öllum landshlutum. Alls er 91 í einangrun vegna veirunnar og eru flestir á aldrinum 18 til 29 ára. Einungis einn af þeim sem greindust í gær var í sóttkví og að sögn sóttvarnarlæknis gæti það bent til þess að útbreiðslan sé meiri en talið hefur verið. Hann segir samstöðu um sóttvarnir gríðarlega mikilvæga nú til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu. Smitum sé að fjölga með svipuðum hætti og á fyrstu stigum í vor. „Fjöldi tilfella fylgir svipaðri kúrvu og var en við erum ekki að fá eins mikið af alvarlega veiku fólki og þá. Hvort það er einhver breyting eða hvort það sé vegna þess að yngra fólk er að greinast á bara eftir að koma í ljós," segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Almannavarnir Nýgengni covid smita hækkar áfram og mælist nú 21. Með því er átt við hversu mörg smit hafa greinst innanlands undanfarna 14 daga á hverja 100.000 íbúa. Hætta er því á að ferðamenn frá Íslandi þurfi að lúta strangari reglum á ferðalögum til útlanda á næstunni. Í Noregi er til dæmis miðað við að farþegar frá löndum þar sem nýgengni innanlandssmita er yfir tuttugu þurfi að sæta sóttkví við komu. „Það getur vel verið að við lendum á rauðum lista hjá einhverjum þjóðum. Það er mjög líklegt jafnvel," sagði Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna í dag. Tillögur vegna skimunar væntanlegar Samkvæmt upplýsingum frá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans er deildin að starfa við og yfir þolmörkum. Í gær var tekið á móti 2.400 landamærasýnum og 460 sjúklingum, sem jafgildir 2.860 sýnum. Afkastagetan hefur hins vegar verið miðuð við um tvö þúsund sýni á dag. Einhver bið hefur því verið á niðurstöðum. Sóttvarnarlæknir mun í kvöld eða á morgun skila tillögum til heilbrigðisráðherra er lúta að skimun á landamærum. „Við erum að vinna núna á alveg hreint hámarks afköstum hér innanlands og faraldurinn er að breytast erlendis. Þannig við þurfum að vera mjög á tánum hvort við þurufm að breyta okkar leiðbeiningum varðandi skimanir til að ná fram hámarsk afköstum," segir Þórólfur.
Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira