Fótbolti

Ísak skrifar undir nýjan samning við Norrköping

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ísak Bergmann þykir einn besti ungi leikmaður sænsku úrvalsdeildarinnar.
Ísak Bergmann þykir einn besti ungi leikmaður sænsku úrvalsdeildarinnar. MYND/twitter-síða NORRKÖPINg

Ísak Bergmann Jóhannesson hefur skrifað undir nýjan samning við sænska úrvalsdeildarliðið Norrköping. Þessi sautján ára Skagamaður hefur verið hjá Norrköping frá 2018.

Ísak lék tvo leiki með Norrköping á síðasta tímabili en hefur verið í stóru hlutverki hjá liðinu á þessu tímabili og fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína.

„Ég er mjög þakklátur fyrir að geta haldið áfram að þróast hjá Norrköping, bæði sem leikmaður og manneskja. Mér líður mjög vel hjá félaginu og finnst ég verða betri og betri með hverri æfingu og leik,“ segir Ísak á heimasíðu Norrköping.

Hann hefur leikið ellefu leiki í sænsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili, skorað eitt mark og lagt upp nokkur. Norrköping er á toppi deildarinnar með 25 stig eftir tólf umferðir. Næsti leikur Norrköping er gegn Häcken á morgun.

Tveir af efnilegustu leikmönnum Íslands hafa framlengt samninga við sín félög á síðustu tveimur dögum. Í gær skrifaði Andri Fannar Baldursson undir nýjan samning við Bologna á Ítalíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×