Hraðatakmarkanir ekki virtar á götum með nýlögðu malbiki Andri Eysteinsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 5. ágúst 2020 14:05 Slíka vegarkafla má meðal annars finna á Miklubraut. Vísir/Vilhelm Sérfræðingur hjá Samgöngustofu segir að þangað hafi borist fjöldi ábendinga þess efnis að ökumenn virði ekki hraðalækkanir þar sem nýlega hefur verið malbikað. Fólki er í fersku minni þegar tvöfalt banaslys varð á nýlögðu malbiki á Kjalarnesi í lok júní. Eftir slysið gripu Vegagerðin og aðrir framkvæmdaaðilar til þess að lækka leyfðan hámarkshraða tímabundið á nýlögðu slitlagi. Einar Magnús Magnússon hjá Samgöngustofu segir ljóst að margir virði ekki þær takmarkanir. Það hefur verið haft samband við okkur og ég veit að það hefur verið haft samband við lögreglu hvað þetta varðar. Þetta er mjög áberandi og maður hefur sjálfur tekið eftir þessu. Það er undarlegt þegar ábyrgðin er sett í hendurnar á okkur ökumönnum sjálfum og að við skulum þá ekki virða það eftir allar þær réttmætu og háværu kröfur sem komu í kjölfar slyssins á Kjalarnesi um úrbætur þannig að þessi hætta væri ekki til staðar,“ segir Einar. „Það skal undirstrika þegar ég segi þetta að það er ekkert sem bendir til þess að það hafi verið ógætilega ekið þegar þetta slys átti sér stað á Kjalarnesinu í sumar. Það er svolítið merkilegt að fólk skuli ekki líta sér nær og sýna ábyrgð þegar að vegahaldari og framkvæmdaaðilar fara fram á, og setja sem skilyrði að ekki skuli ekið hraðar en 50 km/klst.“ Hafið þið heyrt af óhöppum af þessum völdum? „Okkur hefur ekki borist enn þá að það hafi orðið eitthvað slys af þessum völdum. Það er kannski ekki að marka það því að í slysaskráningu Samgöngustofu fáum við skýrslur frá lögreglu og þær eru grandskoðaðar og það getur verið að eitthvað á undanförnum vikum hafi átt sér stað sem ekki er komið í gegnum þessa rannsókn eða athugun hjá okkur,“ segir Einar. Þið hvetjið fólk til þess að virða þessar takmarkanir? „Algjörlega. Líka að fólk hafi það í huga að lögregla er víða með eftirlit með hraða á ómerktum bílum. Ef ekið er á 80 km/klst hraða á svæði þar sem tímabundinn hámarkshraði er 50 km/klst telst það sem ofsahraði. Það eru mjög háar sektir og viðurlög við slíku,“ sagði Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur í öryggis og fræðsludeild hjá Samgöngustofu Samgöngur Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira
Sérfræðingur hjá Samgöngustofu segir að þangað hafi borist fjöldi ábendinga þess efnis að ökumenn virði ekki hraðalækkanir þar sem nýlega hefur verið malbikað. Fólki er í fersku minni þegar tvöfalt banaslys varð á nýlögðu malbiki á Kjalarnesi í lok júní. Eftir slysið gripu Vegagerðin og aðrir framkvæmdaaðilar til þess að lækka leyfðan hámarkshraða tímabundið á nýlögðu slitlagi. Einar Magnús Magnússon hjá Samgöngustofu segir ljóst að margir virði ekki þær takmarkanir. Það hefur verið haft samband við okkur og ég veit að það hefur verið haft samband við lögreglu hvað þetta varðar. Þetta er mjög áberandi og maður hefur sjálfur tekið eftir þessu. Það er undarlegt þegar ábyrgðin er sett í hendurnar á okkur ökumönnum sjálfum og að við skulum þá ekki virða það eftir allar þær réttmætu og háværu kröfur sem komu í kjölfar slyssins á Kjalarnesi um úrbætur þannig að þessi hætta væri ekki til staðar,“ segir Einar. „Það skal undirstrika þegar ég segi þetta að það er ekkert sem bendir til þess að það hafi verið ógætilega ekið þegar þetta slys átti sér stað á Kjalarnesinu í sumar. Það er svolítið merkilegt að fólk skuli ekki líta sér nær og sýna ábyrgð þegar að vegahaldari og framkvæmdaaðilar fara fram á, og setja sem skilyrði að ekki skuli ekið hraðar en 50 km/klst.“ Hafið þið heyrt af óhöppum af þessum völdum? „Okkur hefur ekki borist enn þá að það hafi orðið eitthvað slys af þessum völdum. Það er kannski ekki að marka það því að í slysaskráningu Samgöngustofu fáum við skýrslur frá lögreglu og þær eru grandskoðaðar og það getur verið að eitthvað á undanförnum vikum hafi átt sér stað sem ekki er komið í gegnum þessa rannsókn eða athugun hjá okkur,“ segir Einar. Þið hvetjið fólk til þess að virða þessar takmarkanir? „Algjörlega. Líka að fólk hafi það í huga að lögregla er víða með eftirlit með hraða á ómerktum bílum. Ef ekið er á 80 km/klst hraða á svæði þar sem tímabundinn hámarkshraði er 50 km/klst telst það sem ofsahraði. Það eru mjög háar sektir og viðurlög við slíku,“ sagði Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur í öryggis og fræðsludeild hjá Samgöngustofu
Samgöngur Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira