Góðs viti að smitum fjölgi ekki hraðar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. ágúst 2020 13:31 Már Kristjánsson, yfirlæknir á Landspítalanum. Vísir/vilhelm Níu innanlandssmit kórónuveiru greindust hér á landi í gær og fjölgaði þeim nokkuð milli daga. Yfirlæknir segir góðs viti að smitum fjölgi ekki hraðar en það skýrist á næstu dögum hvort gripið hafi verið til aðgerða nægilega snemma til að hamla stórri bylgju. Nú er alls 91 í einangrun með veiruna á landinu. Innanlandssmitum fjölgaði því nokkuð milli daga en í fyrradag voru þau þrjú. Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans segir hægan stíganda á faraldrinum enn sem komið er. „Það er út af fyrir sig áhyggjuefni að þetta sé hægt og mallandi - en það er þó góðs viti að það skuli ekki vera meira. Stóra spurningin er hvort þessar ráðstafanir sem sóttvarnayfirvöld hafa þó gripið til séu nægjanlanlega tímanlegar til þess að draga úr stórri bylgju,“ segir Már. Lykillinn að árangri í allra höndum Tíminn muni leiða það í ljós. Ef aðgerðirnar voru tímanlegar muni faraldurinn ekki fara á flug, ef ekki þá muni smituðum fjölga. „Það fer bara eftir því hvernig fólk hegðar sér. Ef það tekst að fá fólk til að sinna einstaklingsbundnum sóttvörnum, eins og búið er að klifa á, þá held ég að það sé lykillinn að árangri.“ Hann telur ekki ástæðu til að herða almennt sóttvarnarráðstafanir í samfélaginu að svo stöddu. „Það er tiltölulega lítið smit úti í samfélaginu. Það er það sem skimanir hafa sýnt,“ segir Már. Sá sem hefur verið inniliggjandi á Landspítalanum á liðnum dögum vegna kórónuveirunnar hefur nú verið útskrifaður. Að sögn Más er þó beðið niðurstöðu varðandi mögulegt smit hjá öðrum. „Það eru tveir inniliggjandi núna, grunaðir um að vera með Covid-19. Það hefur ekki verið staðfest ennþá,“ segir Már Kristjánsson, yfirlæknir á Landspítalanum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Sjá meira
Níu innanlandssmit kórónuveiru greindust hér á landi í gær og fjölgaði þeim nokkuð milli daga. Yfirlæknir segir góðs viti að smitum fjölgi ekki hraðar en það skýrist á næstu dögum hvort gripið hafi verið til aðgerða nægilega snemma til að hamla stórri bylgju. Nú er alls 91 í einangrun með veiruna á landinu. Innanlandssmitum fjölgaði því nokkuð milli daga en í fyrradag voru þau þrjú. Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans segir hægan stíganda á faraldrinum enn sem komið er. „Það er út af fyrir sig áhyggjuefni að þetta sé hægt og mallandi - en það er þó góðs viti að það skuli ekki vera meira. Stóra spurningin er hvort þessar ráðstafanir sem sóttvarnayfirvöld hafa þó gripið til séu nægjanlanlega tímanlegar til þess að draga úr stórri bylgju,“ segir Már. Lykillinn að árangri í allra höndum Tíminn muni leiða það í ljós. Ef aðgerðirnar voru tímanlegar muni faraldurinn ekki fara á flug, ef ekki þá muni smituðum fjölga. „Það fer bara eftir því hvernig fólk hegðar sér. Ef það tekst að fá fólk til að sinna einstaklingsbundnum sóttvörnum, eins og búið er að klifa á, þá held ég að það sé lykillinn að árangri.“ Hann telur ekki ástæðu til að herða almennt sóttvarnarráðstafanir í samfélaginu að svo stöddu. „Það er tiltölulega lítið smit úti í samfélaginu. Það er það sem skimanir hafa sýnt,“ segir Már. Sá sem hefur verið inniliggjandi á Landspítalanum á liðnum dögum vegna kórónuveirunnar hefur nú verið útskrifaður. Að sögn Más er þó beðið niðurstöðu varðandi mögulegt smit hjá öðrum. „Það eru tveir inniliggjandi núna, grunaðir um að vera með Covid-19. Það hefur ekki verið staðfest ennþá,“ segir Már Kristjánsson, yfirlæknir á Landspítalanum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Sjá meira