Hvenær kemur að stjórnvöldum? Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 5. ágúst 2020 13:29 Síðustu dagar hafa minnt okkur óþægilega á veturinn sem leið og um leið sennilega opnað augu flestra fyrir því að baráttan við kórónuveiruna verður löng. Spurningum fjölmiðla og almennings um hvort önnur bylgja kórónuveirunnar sé hafin hefur verið svarað af hálfu sóttvarnarlæknis og landlæknis þannig að við verðum sennilega að venjast því að veiran verði hluti af lífi okkar næstu mánuði og jafnvel ár. Og í því ljósi er auðvitað alveg rétt hjá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnarlækni að það er tímabært að fara að ræða hvernig takast á við stöðuna til lengri tíma og framtíðar og ræða hvernig vega á og meta þá hagsmuni sem búa að baki. Með því að fá fleiri sjónarmið að borðinu eins og sóttvarnarlæknir hefur kallað eftir er sömuleiðis hægt að ná öllum rökum betur upp á yfirborðið. Samtalið verður skýrara. Þar vegast auðvitað á ólík sjónarmið og það er ekki hægt að bjóða samfélagi upp á það til lengri tíma litið að forðast það samtal. Fólk verður að fá að vita, upp að því marki sem hægt er, hvers er að vænta. Þegar veruleikinn er að barátta við skæða og bráðsmitandi veiru hefur jafnframt í för með sér alvarlegar efnahagslegar afleiðingar er ekki bara eðlilegt að umræðan eigi sér einnig stað á hinum pólitíska vettvangi, það er nauðsynlegt. Sömuleiðis er ósanngjarnt að sóttvarnarlæknir og landlæknir sitji daglega fyrir svörum um efni sem lúta að pólitískum og efnahagslegum spurningum sem aðrir bera ábyrgð á. Álitaefnið er hvernig best megi haga sóttvörnum, en um leið verja atvinnu, efnahag og mannréttindi fólks. Með öðrum orðum þarf ríkisstjórnin sjálf að fara að gera það sem embættismenn hafa hingað til gert vel hvað varðar heilbrigðismálin. Hún þarf að setja skýrt fram hvernig hún sér fyrir sér að takast á við þennan breytta veruleika til lengri tíma litið hvað varðar heilbrigði, efnahag og daglegt líf þjóðar í þessum nýju aðstæðum. Sumarið hefur gefið ráðherrum tóm til að móta lausnir við því sem mátti vera líkleg atburðarás og því hljóta þau að rísa undir ábyrgð sinni, sem er að varða veginn fram undan. Það er þeirra hlutverk. Lausnirnar mótast annars vegar af eðli veirunnar og hins vegar af eðli þeirrar kreppu sem við og heimurinn allur stendur frammi fyrir, sem er gríðarlegur samdráttur í hagkerfum heimsins og margskonar samfélagsleg áhrif sem fylgja breyttum heimi. Það er nefnilega ekki heldur alveg svo að efnahagslegar aðgerðir og sóttvarnir séu algjörlega andstæðir pólar, eins og stundum má ætla af umræðunni. Náin tengsl eru á milli efnahagsmála og velferðar og heilsu þjóða, eins og öllum ætti að vera ljóst. Enn hefur almenningur til dæmis ekki fengið að heyra nema að takmörkuðu leyti hvað bjó að baki ákvörðunum stjórnvalda um ferðalög til landsins í sumar; með hvaða hætti stjórnvöld mátu hættu, mögulegan skaða og ávinning. Vel má vera að þær greiningar liggi fyrir en svörin við þessu hafa ekki verið skýr af hálfu stjórnvalda. Það gerir um leið að verkum að vinna að sóttvörnum getur orðið erfiðari fyrir þá sem bera hitann og þungann þar því fólk er þreytt, er áhyggjufullt vegna mikillar fjölgunar smita og býr um leið við erfiða óvissu um atvinnu og afkomu. Svörin af hálfu þremenninganna um þeirra nálgun, hugmyndafræði og markmið hafa verið skýr. Svör þeirra og árangur veitti fólki vissu um stefnuna í vetur og vor hvað sóttvarnir varðar. Óskandi væri að stefna stjórnvalda hvað varðar skurðpunkt sóttvarna og efnahagsmála og annarra samfélagslegra afleiðinga væri jafn skýr. Ábyrgðin er á endanum og til lengri tíma nefnilega alltaf stjórnvalda um hvaða leiðir á að fara. Stefnan um eðlilegt samspil sóttvarna og annarra þátta í baráttu við bráðsmitandi veiru verður að vera skýr og öllum ljós. Búast má við að kórónuveiran verði hluti af okkar veruleika næstu mánuði og jafnvel ár. Það er vont að draga pólitíska rökræðu lengur, sem hefur ekki átt sér stað nema að takmörkuðu leyti af hálfu þeirra og á þeim vettvangi sem alla jafna hefur það hlutverk. Það er nefnilega rétt hjá sóttvarnarlækni að þetta mál er ekki lengur eingöngu sóttvarnarmál. Það er pólitískt. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Sjá meira
Síðustu dagar hafa minnt okkur óþægilega á veturinn sem leið og um leið sennilega opnað augu flestra fyrir því að baráttan við kórónuveiruna verður löng. Spurningum fjölmiðla og almennings um hvort önnur bylgja kórónuveirunnar sé hafin hefur verið svarað af hálfu sóttvarnarlæknis og landlæknis þannig að við verðum sennilega að venjast því að veiran verði hluti af lífi okkar næstu mánuði og jafnvel ár. Og í því ljósi er auðvitað alveg rétt hjá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnarlækni að það er tímabært að fara að ræða hvernig takast á við stöðuna til lengri tíma og framtíðar og ræða hvernig vega á og meta þá hagsmuni sem búa að baki. Með því að fá fleiri sjónarmið að borðinu eins og sóttvarnarlæknir hefur kallað eftir er sömuleiðis hægt að ná öllum rökum betur upp á yfirborðið. Samtalið verður skýrara. Þar vegast auðvitað á ólík sjónarmið og það er ekki hægt að bjóða samfélagi upp á það til lengri tíma litið að forðast það samtal. Fólk verður að fá að vita, upp að því marki sem hægt er, hvers er að vænta. Þegar veruleikinn er að barátta við skæða og bráðsmitandi veiru hefur jafnframt í för með sér alvarlegar efnahagslegar afleiðingar er ekki bara eðlilegt að umræðan eigi sér einnig stað á hinum pólitíska vettvangi, það er nauðsynlegt. Sömuleiðis er ósanngjarnt að sóttvarnarlæknir og landlæknir sitji daglega fyrir svörum um efni sem lúta að pólitískum og efnahagslegum spurningum sem aðrir bera ábyrgð á. Álitaefnið er hvernig best megi haga sóttvörnum, en um leið verja atvinnu, efnahag og mannréttindi fólks. Með öðrum orðum þarf ríkisstjórnin sjálf að fara að gera það sem embættismenn hafa hingað til gert vel hvað varðar heilbrigðismálin. Hún þarf að setja skýrt fram hvernig hún sér fyrir sér að takast á við þennan breytta veruleika til lengri tíma litið hvað varðar heilbrigði, efnahag og daglegt líf þjóðar í þessum nýju aðstæðum. Sumarið hefur gefið ráðherrum tóm til að móta lausnir við því sem mátti vera líkleg atburðarás og því hljóta þau að rísa undir ábyrgð sinni, sem er að varða veginn fram undan. Það er þeirra hlutverk. Lausnirnar mótast annars vegar af eðli veirunnar og hins vegar af eðli þeirrar kreppu sem við og heimurinn allur stendur frammi fyrir, sem er gríðarlegur samdráttur í hagkerfum heimsins og margskonar samfélagsleg áhrif sem fylgja breyttum heimi. Það er nefnilega ekki heldur alveg svo að efnahagslegar aðgerðir og sóttvarnir séu algjörlega andstæðir pólar, eins og stundum má ætla af umræðunni. Náin tengsl eru á milli efnahagsmála og velferðar og heilsu þjóða, eins og öllum ætti að vera ljóst. Enn hefur almenningur til dæmis ekki fengið að heyra nema að takmörkuðu leyti hvað bjó að baki ákvörðunum stjórnvalda um ferðalög til landsins í sumar; með hvaða hætti stjórnvöld mátu hættu, mögulegan skaða og ávinning. Vel má vera að þær greiningar liggi fyrir en svörin við þessu hafa ekki verið skýr af hálfu stjórnvalda. Það gerir um leið að verkum að vinna að sóttvörnum getur orðið erfiðari fyrir þá sem bera hitann og þungann þar því fólk er þreytt, er áhyggjufullt vegna mikillar fjölgunar smita og býr um leið við erfiða óvissu um atvinnu og afkomu. Svörin af hálfu þremenninganna um þeirra nálgun, hugmyndafræði og markmið hafa verið skýr. Svör þeirra og árangur veitti fólki vissu um stefnuna í vetur og vor hvað sóttvarnir varðar. Óskandi væri að stefna stjórnvalda hvað varðar skurðpunkt sóttvarna og efnahagsmála og annarra samfélagslegra afleiðinga væri jafn skýr. Ábyrgðin er á endanum og til lengri tíma nefnilega alltaf stjórnvalda um hvaða leiðir á að fara. Stefnan um eðlilegt samspil sóttvarna og annarra þátta í baráttu við bráðsmitandi veiru verður að vera skýr og öllum ljós. Búast má við að kórónuveiran verði hluti af okkar veruleika næstu mánuði og jafnvel ár. Það er vont að draga pólitíska rökræðu lengur, sem hefur ekki átt sér stað nema að takmörkuðu leyti af hálfu þeirra og á þeim vettvangi sem alla jafna hefur það hlutverk. Það er nefnilega rétt hjá sóttvarnarlækni að þetta mál er ekki lengur eingöngu sóttvarnarmál. Það er pólitískt. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun