Leikmenn WNBA styðja karlmann í því að ná þingsæti af konu sem á eitt liðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2020 13:30 Sue Bird átti hugmyndina að „Kjósið Warnock“ bolunum og hér sést hún í einum slíkum á leik. Getty/ Julio Aguilar Það er óhætt að segja að Kelly Loeffler, eigandi Atlanta Dream í WNBA-deildinni í körfubolta, sé ekki vinsæl meðal leikmanna kvennadeildar NBA. Hin 49 ára gamla Kelly Loeffler skapaði sér miklar óvinsældir meðal leikmanna WNBA-deildarinnar þegar hún talaði gegn því að WNBA-deildin myndi styðja eða vekja athygli á „Black Lives Matter“ herferðinni. Loeffler skrifaði meðal annars bréf til framkvæmastýru deildarinnar, Cathy Engelbert, þar sem hún mótmælti því að slagorðið „Black Lives Matter“ væri málað á keppnisgólfið í WNBA-deildinni. Kelly Loeffler vildi frekar að leikmenn væri með bandaríska fánann á keppnistreyjum sínum. Kelly Loeffler er Repúblikani sem tók við þingsæti Johnny Isakson fyrir Georgíufylki, þegar hann lét af störfum vegna heilsuástæðna í lok síðasta árs. Kelly Loeffler hefur því ekki verið kosin á þing en fram undan eru kosningar þar sem hún mun berjast fyrir því að halda þingsætinu. Players on the WNBA team co-owned by Georgia Sen. Kelly Loeffler and other WNBA teams were seen wearing "Vote Warnock" shirts in support of her Senate challenger https://t.co/3Qm9NXG1RF pic.twitter.com/IeIHS5ksGv— CNN Politics (@CNNPolitics) August 5, 2020 Leikmenn WNBA voru í hópi þeirra sem gagnrýndu Kelly Loeffler fyrir að reyna að standa í vegi fyrir að réttindabarátta svartra fengi stuðning frá WNBA-deildinni. Leikmennirnir í WNBA tóku síðan þá meðvitaða ákvörðun að hætta að tala um Kelly Loeffler sjálfa en einbeita sér frekar að því að styðja mótframbjóðanda hennar. Þær töldu að það myndi aðeins hjálpa Kelly Loeffler ef hún væri umræðunni þrátt fyrir að umræðan væri neikvæð. Þess í stað væri miklu árangursríkara að auglýsa mótframbjóðandann sem að þeirra mati standi miklu frekar fyrir þeim málum sem leikmennirnir trúa á. We are @wnba players, but like the late great John Lewis said, we are also ordinary people with extraordinary vision. @ReverendWarnock has spent his life fighting for the people and we need him in Washington. Join the movement for a better Georgia at https://t.co/yoJkjDeYy7 pic.twitter.com/IwK6xRqTIJ— Sue Bird (@S10Bird) August 5, 2020 Sue Bird, leikstjórnandi Seattle Storm og kærasta Megan Rapinoe, átti hugmyndina en hún er einn reyndasti og farsælasti leikmaðurinn í sögu WNBA. Margir leikmenn WNBA auglýstu mótframbjóðanda Kelly Loeffler með því að ganga um í bolum sem á stóð „Vote Warnock“ eða „Kjósið Warnock“ sem er frambjóðandi Demókrata. Séra Raphael Warnock er fimmtugur prestur en hann er blökkumaður. Warnock hefur þakkað leikmönnum WNBA fyrir stuðninginn en Kelly Loeffler er allt annað en sátt. Það verður fróðlegt að sjá hvor þeirra fær síðan þingsætið í komandi kosningum. Kelly Loeffler blasts "cancel culture" after WNBA players support Senate challenger https://t.co/IqOAhkYjEG— Newsweek (@Newsweek) August 5, 2020 NBA Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ Sjá meira
Það er óhætt að segja að Kelly Loeffler, eigandi Atlanta Dream í WNBA-deildinni í körfubolta, sé ekki vinsæl meðal leikmanna kvennadeildar NBA. Hin 49 ára gamla Kelly Loeffler skapaði sér miklar óvinsældir meðal leikmanna WNBA-deildarinnar þegar hún talaði gegn því að WNBA-deildin myndi styðja eða vekja athygli á „Black Lives Matter“ herferðinni. Loeffler skrifaði meðal annars bréf til framkvæmastýru deildarinnar, Cathy Engelbert, þar sem hún mótmælti því að slagorðið „Black Lives Matter“ væri málað á keppnisgólfið í WNBA-deildinni. Kelly Loeffler vildi frekar að leikmenn væri með bandaríska fánann á keppnistreyjum sínum. Kelly Loeffler er Repúblikani sem tók við þingsæti Johnny Isakson fyrir Georgíufylki, þegar hann lét af störfum vegna heilsuástæðna í lok síðasta árs. Kelly Loeffler hefur því ekki verið kosin á þing en fram undan eru kosningar þar sem hún mun berjast fyrir því að halda þingsætinu. Players on the WNBA team co-owned by Georgia Sen. Kelly Loeffler and other WNBA teams were seen wearing "Vote Warnock" shirts in support of her Senate challenger https://t.co/3Qm9NXG1RF pic.twitter.com/IeIHS5ksGv— CNN Politics (@CNNPolitics) August 5, 2020 Leikmenn WNBA voru í hópi þeirra sem gagnrýndu Kelly Loeffler fyrir að reyna að standa í vegi fyrir að réttindabarátta svartra fengi stuðning frá WNBA-deildinni. Leikmennirnir í WNBA tóku síðan þá meðvitaða ákvörðun að hætta að tala um Kelly Loeffler sjálfa en einbeita sér frekar að því að styðja mótframbjóðanda hennar. Þær töldu að það myndi aðeins hjálpa Kelly Loeffler ef hún væri umræðunni þrátt fyrir að umræðan væri neikvæð. Þess í stað væri miklu árangursríkara að auglýsa mótframbjóðandann sem að þeirra mati standi miklu frekar fyrir þeim málum sem leikmennirnir trúa á. We are @wnba players, but like the late great John Lewis said, we are also ordinary people with extraordinary vision. @ReverendWarnock has spent his life fighting for the people and we need him in Washington. Join the movement for a better Georgia at https://t.co/yoJkjDeYy7 pic.twitter.com/IwK6xRqTIJ— Sue Bird (@S10Bird) August 5, 2020 Sue Bird, leikstjórnandi Seattle Storm og kærasta Megan Rapinoe, átti hugmyndina en hún er einn reyndasti og farsælasti leikmaðurinn í sögu WNBA. Margir leikmenn WNBA auglýstu mótframbjóðanda Kelly Loeffler með því að ganga um í bolum sem á stóð „Vote Warnock“ eða „Kjósið Warnock“ sem er frambjóðandi Demókrata. Séra Raphael Warnock er fimmtugur prestur en hann er blökkumaður. Warnock hefur þakkað leikmönnum WNBA fyrir stuðninginn en Kelly Loeffler er allt annað en sátt. Það verður fróðlegt að sjá hvor þeirra fær síðan þingsætið í komandi kosningum. Kelly Loeffler blasts "cancel culture" after WNBA players support Senate challenger https://t.co/IqOAhkYjEG— Newsweek (@Newsweek) August 5, 2020
NBA Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ Sjá meira