„Forgangsmál“ að halda skólastarfi gangandi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. ágúst 2020 19:30 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir mikilvægt að skólastarf geti verið með eðlilegum hætti í upphafi skólaárs. Hins vegar gæti þurft að grípa til harðari sóttvarnaaðgerða náist ekki að halda kórónufaraldrinum í skefjum. Ríkisstjórnin fundaði með þríeykinu svokallaða í morgun. „Það er alveg ljóst að við gripum inn í með tiltölulega afgerandi hætti með þeim aðgerðum sem tóku gildi á föstudag, þannig að við vorum bara aðeins að fara yfir stöðu mála og mat manna á því hvort það muni duga til,“ segir Katrín. Hún útilokar ekki að herða þurfi aðgerðir. „Við erum auðvitað meðvituð um það að ef að ekki næst að ná tökum á þessu ástandi sem er núna þá kann að þurfa að herða aðgerðir. En við viljum líka bíða og sjá hverju þessar aðgerðir munu skila. Það mun taka einhvern tíma,“ segir Katrín. „Við metum það svo að til þess að ná tökum á aðstæðum þá er betra að grípa inn í með mjög afgerandi hætti þannig að þá sé hægt að slaka á aftur. En um leið erum við meðvituð um það að þessi veira, hún er í gríðarlegum uppgangi núna í Evrópu, fyrir utan bara víða annars staðar í heiminum, þannig að það er alveg ljóst að við þurfum að búa okkur undir að þurfa að grípa inn í með nokkuð reglulegum hætti. Fram hefur komið að það sé til skoðunar hvort setja eigi einhver þeirra sex ríkja sem talin eru örugg, aftur á hættulista. Það gæti þýtt að takmarka þurfi fjölda ferðamanna sem koma til landsins, í ljósi takmarkaðar afkastagetu við skimun á landamærum. „Það kann að koma til þess,“ segir Katrín. Skólastarf hefst á flestum skólastigum um eða upp úr miðjum þessum mánuði. „Ég held að það hafi verið lykilatriði að það tókst að halda skólahaldi gangandi hér á Íslandi ólíkt mjög mörgum öðrum löndum. Bæði þegar kemur að leik- og grunnskólum og síðan var kennsla færð að miklu leiti yfir í fjarnám í framhaldsskólum sem var vel að verki staðið,“ segir Katrín. „Ég veit að það verður forgangsmál að halda skólastarfi gangandi áfram. Því það skiptir máli ekki bara fyrir menntun unga fólksins okkar heldur skiptir það máli bara fyrir samfélagið allt, fjölskyldurnar í landinu og auðvitað atvinnulífið.“ Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir mikilvægt að skólastarf geti verið með eðlilegum hætti í upphafi skólaárs. Hins vegar gæti þurft að grípa til harðari sóttvarnaaðgerða náist ekki að halda kórónufaraldrinum í skefjum. Ríkisstjórnin fundaði með þríeykinu svokallaða í morgun. „Það er alveg ljóst að við gripum inn í með tiltölulega afgerandi hætti með þeim aðgerðum sem tóku gildi á föstudag, þannig að við vorum bara aðeins að fara yfir stöðu mála og mat manna á því hvort það muni duga til,“ segir Katrín. Hún útilokar ekki að herða þurfi aðgerðir. „Við erum auðvitað meðvituð um það að ef að ekki næst að ná tökum á þessu ástandi sem er núna þá kann að þurfa að herða aðgerðir. En við viljum líka bíða og sjá hverju þessar aðgerðir munu skila. Það mun taka einhvern tíma,“ segir Katrín. „Við metum það svo að til þess að ná tökum á aðstæðum þá er betra að grípa inn í með mjög afgerandi hætti þannig að þá sé hægt að slaka á aftur. En um leið erum við meðvituð um það að þessi veira, hún er í gríðarlegum uppgangi núna í Evrópu, fyrir utan bara víða annars staðar í heiminum, þannig að það er alveg ljóst að við þurfum að búa okkur undir að þurfa að grípa inn í með nokkuð reglulegum hætti. Fram hefur komið að það sé til skoðunar hvort setja eigi einhver þeirra sex ríkja sem talin eru örugg, aftur á hættulista. Það gæti þýtt að takmarka þurfi fjölda ferðamanna sem koma til landsins, í ljósi takmarkaðar afkastagetu við skimun á landamærum. „Það kann að koma til þess,“ segir Katrín. Skólastarf hefst á flestum skólastigum um eða upp úr miðjum þessum mánuði. „Ég held að það hafi verið lykilatriði að það tókst að halda skólahaldi gangandi hér á Íslandi ólíkt mjög mörgum öðrum löndum. Bæði þegar kemur að leik- og grunnskólum og síðan var kennsla færð að miklu leiti yfir í fjarnám í framhaldsskólum sem var vel að verki staðið,“ segir Katrín. „Ég veit að það verður forgangsmál að halda skólastarfi gangandi áfram. Því það skiptir máli ekki bara fyrir menntun unga fólksins okkar heldur skiptir það máli bara fyrir samfélagið allt, fjölskyldurnar í landinu og auðvitað atvinnulífið.“
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira