200 viðskiptavinir algjört hámark Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. ágúst 2020 15:13 200 viðskiptavina hámark er í matvöruverslunum. Vísir/hanna Aðgerðir vegna kórónuveirunnar sem tóku gildi 31. júlí síðastliðinn hafa nú verið gerðar skýrari, samkvæmt auglýsingu heilbrigðisráðherra. Skýringarnar lúta m.a. að grímuskyldu og leyfilegum hámarksfjölda viðskiptavina inni í matvöruverslunum. Á föstudag voru fjöldamörk samkomubanns lækkuð úr 500 í 100 og tveggja metra reglunni komið aftur á. Þá var innleidd grímuskylda við aðstæður sem krefjast návígis og ekki er hægt að viðhalda fjarðlægðarmörkum. Síðastnefnda reglan var nokkuð á reiki eftir að hún var kynnt, líkt og í tilfelli Strætó. Í nýjum breytingum á auglýsingu heilbrigðisráðherra segir að í matvöruverslunum sé heimilt að hafa allt að 100 manns inni í einu að því gefnu að skilyrði um fjarlægðarmörk séu uppfyllt. Þá er matvöruverslunum sem eru yfir þúsund fermetrar að stærð heimilt að hleypa til viðbótar einum viðskiptavin inn fyrir hverja tíu fermetra umfram þúsund fermetrana, þó að hámarki 200 viðskiptavinum í allt. Í reglunum sem kynntar voru á föstudag segir að í starfsemi sem eðlis síns vegna krefst meiri nálægðar en tveggja metra milli manna skuli nota grímur, til að mynda í almenningssamgöngum. Með breytingunni í dag er þetta skýrt nánar og sérstaklega tekið fram að grímur skuli setja upp „þar sem ferð varir í 30 mínútur eða lengur“. Þá má gestafjöldi á sund- og baðstöðum aldrei vera meiri en helmingur leyfilegs hámarksfjölda gesta samkvæmt starfsleyfi. Börn fædd 2015 og síðar eru ekki tekin með í gestafjölda. Loks er lagt til að ekki verði heimilt að veita tímabundið leyfi fyrir tilteknum skemmtunum sem ætla megi að dragi að sér hóp fólks eftir klukkan 23:00. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Grímuskylda í Strætó dregin til baka Strætó hefur tekið ákvörðun um að draga til baka grímuskyldu í strætisvögnum á höfuðborgarsvæðinu eftir nánara samtal við sóttvarnayfirvöld. 31. júlí 2020 15:32 Engin grímuskylda í ferðum á höfuðborgarsvæðinu Ekki verður skylda fyrir farþega að nota hlífðargrímu um borð í Strætó þó mælt sé með því ef vagnar fyllast. 1. ágúst 2020 15:58 „Við erum alls ekki að mæla með almennri notkun á grímum“ Sóttvarnalæknir segir nýjar niðurstöður um grímunotkun í ákveðnum tilfellum hafa verið grunninn að nýjum tilmælum stjórnvalda. 31. júlí 2020 13:00 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Aðgerðir vegna kórónuveirunnar sem tóku gildi 31. júlí síðastliðinn hafa nú verið gerðar skýrari, samkvæmt auglýsingu heilbrigðisráðherra. Skýringarnar lúta m.a. að grímuskyldu og leyfilegum hámarksfjölda viðskiptavina inni í matvöruverslunum. Á föstudag voru fjöldamörk samkomubanns lækkuð úr 500 í 100 og tveggja metra reglunni komið aftur á. Þá var innleidd grímuskylda við aðstæður sem krefjast návígis og ekki er hægt að viðhalda fjarðlægðarmörkum. Síðastnefnda reglan var nokkuð á reiki eftir að hún var kynnt, líkt og í tilfelli Strætó. Í nýjum breytingum á auglýsingu heilbrigðisráðherra segir að í matvöruverslunum sé heimilt að hafa allt að 100 manns inni í einu að því gefnu að skilyrði um fjarlægðarmörk séu uppfyllt. Þá er matvöruverslunum sem eru yfir þúsund fermetrar að stærð heimilt að hleypa til viðbótar einum viðskiptavin inn fyrir hverja tíu fermetra umfram þúsund fermetrana, þó að hámarki 200 viðskiptavinum í allt. Í reglunum sem kynntar voru á föstudag segir að í starfsemi sem eðlis síns vegna krefst meiri nálægðar en tveggja metra milli manna skuli nota grímur, til að mynda í almenningssamgöngum. Með breytingunni í dag er þetta skýrt nánar og sérstaklega tekið fram að grímur skuli setja upp „þar sem ferð varir í 30 mínútur eða lengur“. Þá má gestafjöldi á sund- og baðstöðum aldrei vera meiri en helmingur leyfilegs hámarksfjölda gesta samkvæmt starfsleyfi. Börn fædd 2015 og síðar eru ekki tekin með í gestafjölda. Loks er lagt til að ekki verði heimilt að veita tímabundið leyfi fyrir tilteknum skemmtunum sem ætla megi að dragi að sér hóp fólks eftir klukkan 23:00.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Grímuskylda í Strætó dregin til baka Strætó hefur tekið ákvörðun um að draga til baka grímuskyldu í strætisvögnum á höfuðborgarsvæðinu eftir nánara samtal við sóttvarnayfirvöld. 31. júlí 2020 15:32 Engin grímuskylda í ferðum á höfuðborgarsvæðinu Ekki verður skylda fyrir farþega að nota hlífðargrímu um borð í Strætó þó mælt sé með því ef vagnar fyllast. 1. ágúst 2020 15:58 „Við erum alls ekki að mæla með almennri notkun á grímum“ Sóttvarnalæknir segir nýjar niðurstöður um grímunotkun í ákveðnum tilfellum hafa verið grunninn að nýjum tilmælum stjórnvalda. 31. júlí 2020 13:00 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Grímuskylda í Strætó dregin til baka Strætó hefur tekið ákvörðun um að draga til baka grímuskyldu í strætisvögnum á höfuðborgarsvæðinu eftir nánara samtal við sóttvarnayfirvöld. 31. júlí 2020 15:32
Engin grímuskylda í ferðum á höfuðborgarsvæðinu Ekki verður skylda fyrir farþega að nota hlífðargrímu um borð í Strætó þó mælt sé með því ef vagnar fyllast. 1. ágúst 2020 15:58
„Við erum alls ekki að mæla með almennri notkun á grímum“ Sóttvarnalæknir segir nýjar niðurstöður um grímunotkun í ákveðnum tilfellum hafa verið grunninn að nýjum tilmælum stjórnvalda. 31. júlí 2020 13:00
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent