Litlir 28 milljarðar króna undir á Wembley í kvöld Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. ágúst 2020 14:01 Brentford vann báða leikina gegn Fulham í B-deildinni. getty/Jacques Feeney Brentford og Fulham mætast í umspili um sæti í ensku úrvalsdeildinni á Wembley í kvöld. Sæti í ensku úrvalsdeildinni er ekki það eina sem er undir heldur gríðarlega háar fjárhæðir. Það er ekki að ósekju að þetta er oft kallaður verðmætasti leikur fótboltans. Talið er að Brentford fái litlar 160 milljónir punda, sem gera 28 milljarða íslenskra króna, næstu þrjú árin ef liðið vinnur leikinn. Fyrir Fulham eru 135 milljónir punda, eða 24 milljarðar íslenskra króna, undir. Fulham lék síðast í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili en Brentford hefur ekki leikið í efstu deild í 73 ár, eða frá tímabilinu 1946-47. Scott Parker (til vinstri) og Thomas Frank (til hægri) eru knattspyrnustjórar Fulham og Brentford.getty/Jacques Feeney Brentford og Fulham eru grannlið frá vesturhluta Lundúna en aðeins átta kílómetrar eru á milli heimavalla liðanna. Brentford hefur aldrei komist upp um deild í gegnum umspil og tapað öllum þremur úrslitaleikjum sínum í umspili, þar af tvisvar á Wembley. Fulham vann hins vegar Aston Villa, 1-0, í úrslitaleik um sæti í ensku úrvalsdeildinni fyrir tveimur árum. Ef Brentford mistekst að vinna í kvöld setur liðið fremur óeftirsóknarvert met. Brentford verður þá það lið sem hefur oftast mistekist að komast upp um deild í gegnum umspil. 8 - Brentford have not been successful in any of their previous eight Football League play-off campaigns; only Sheffield United have appeared in as many Football League play-offs without winning promotion in them (8). Test. pic.twitter.com/dSBEJVS5ik— OptaJoe (@OptaJoe) July 29, 2020 Brentford og Fulham fengu jafn mörg stig (81) í ensku B-deildinni á tímabilinu en endaði í 3. sæti sökum betri markatölu. Brentford vann báða deildarleiki liðanna á tímabilinu; 1-0 á Griffin Park, heimavelli sínum, og 0-2 á Craven Cottage, heimavelli Fulham. Seinni leikurinn 20. júní var fyrsti leikur liðanna eftir hléið sem var gert vegna kórónuveirufaraldursins. Í undanúrslitum umspilsins vann Brentford Swansea City, 3-2 samanlagt, á meðan Fulham sigraði annað velskt lið, Cardiff City, 3-2 samanlagt. Aleksandar Mitrovic, framherji Fulham, missti af báðum leikjunum gegn Cardiff. Hann var markahæstur í ensku B-deildinni á tímabilinu ásamt Ollie Watkins, framherja Brentford. Þeir skoruðu báðir 26 mörk. Mitrovic verður í leikmannahópi Fulham í leiknum í kvöld en óvíst er hvort hann verður í byrjunarliðinu. Aleksandar Mitrovic, serbneski framherjinn hjá Fulham, ætti að geta tekið þátt í leiknum í kvöld.getty/Catherine Ivill Leikurinn á Wembley í kvöld fer fram fyrir luktum dyrum. Pontus Jansson, fyrirliði Brentford, segir að það sé Brentford frekar í hag. „Ef þetta væri fullur Wembley gæfi það þeim smá forskot. En núna hafa þeir ekkert svoleiðis fram yfir okkur. Þetta verður bara venjulegur kórónuleikur,“ sagði Jansson. Patrik Sigurður Gunnarsson, markvörður íslenska U-21 árs landsliðsins, er á mála hjá Brentford. Hann lék einn deildarleik með liðinu á síðasta tímabili. Í vetur var hann lánaður til Southend United og lék þrjá leiki með liðinu í C-deildinni. Leikur Brentford og Fulham hefst klukkan 18:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Enski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira
Brentford og Fulham mætast í umspili um sæti í ensku úrvalsdeildinni á Wembley í kvöld. Sæti í ensku úrvalsdeildinni er ekki það eina sem er undir heldur gríðarlega háar fjárhæðir. Það er ekki að ósekju að þetta er oft kallaður verðmætasti leikur fótboltans. Talið er að Brentford fái litlar 160 milljónir punda, sem gera 28 milljarða íslenskra króna, næstu þrjú árin ef liðið vinnur leikinn. Fyrir Fulham eru 135 milljónir punda, eða 24 milljarðar íslenskra króna, undir. Fulham lék síðast í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili en Brentford hefur ekki leikið í efstu deild í 73 ár, eða frá tímabilinu 1946-47. Scott Parker (til vinstri) og Thomas Frank (til hægri) eru knattspyrnustjórar Fulham og Brentford.getty/Jacques Feeney Brentford og Fulham eru grannlið frá vesturhluta Lundúna en aðeins átta kílómetrar eru á milli heimavalla liðanna. Brentford hefur aldrei komist upp um deild í gegnum umspil og tapað öllum þremur úrslitaleikjum sínum í umspili, þar af tvisvar á Wembley. Fulham vann hins vegar Aston Villa, 1-0, í úrslitaleik um sæti í ensku úrvalsdeildinni fyrir tveimur árum. Ef Brentford mistekst að vinna í kvöld setur liðið fremur óeftirsóknarvert met. Brentford verður þá það lið sem hefur oftast mistekist að komast upp um deild í gegnum umspil. 8 - Brentford have not been successful in any of their previous eight Football League play-off campaigns; only Sheffield United have appeared in as many Football League play-offs without winning promotion in them (8). Test. pic.twitter.com/dSBEJVS5ik— OptaJoe (@OptaJoe) July 29, 2020 Brentford og Fulham fengu jafn mörg stig (81) í ensku B-deildinni á tímabilinu en endaði í 3. sæti sökum betri markatölu. Brentford vann báða deildarleiki liðanna á tímabilinu; 1-0 á Griffin Park, heimavelli sínum, og 0-2 á Craven Cottage, heimavelli Fulham. Seinni leikurinn 20. júní var fyrsti leikur liðanna eftir hléið sem var gert vegna kórónuveirufaraldursins. Í undanúrslitum umspilsins vann Brentford Swansea City, 3-2 samanlagt, á meðan Fulham sigraði annað velskt lið, Cardiff City, 3-2 samanlagt. Aleksandar Mitrovic, framherji Fulham, missti af báðum leikjunum gegn Cardiff. Hann var markahæstur í ensku B-deildinni á tímabilinu ásamt Ollie Watkins, framherja Brentford. Þeir skoruðu báðir 26 mörk. Mitrovic verður í leikmannahópi Fulham í leiknum í kvöld en óvíst er hvort hann verður í byrjunarliðinu. Aleksandar Mitrovic, serbneski framherjinn hjá Fulham, ætti að geta tekið þátt í leiknum í kvöld.getty/Catherine Ivill Leikurinn á Wembley í kvöld fer fram fyrir luktum dyrum. Pontus Jansson, fyrirliði Brentford, segir að það sé Brentford frekar í hag. „Ef þetta væri fullur Wembley gæfi það þeim smá forskot. En núna hafa þeir ekkert svoleiðis fram yfir okkur. Þetta verður bara venjulegur kórónuleikur,“ sagði Jansson. Patrik Sigurður Gunnarsson, markvörður íslenska U-21 árs landsliðsins, er á mála hjá Brentford. Hann lék einn deildarleik með liðinu á síðasta tímabili. Í vetur var hann lánaður til Southend United og lék þrjá leiki með liðinu í C-deildinni. Leikur Brentford og Fulham hefst klukkan 18:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Enski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira