Queen and Slim: Huguð ádeila á bandarískt samfélag Heiðar Sumarliðason skrifar 5. ágúst 2020 15:14 Queen og Slim stöðvuð af lögreglu. Queen og Slim, sem bæði eru dökk á hörund, kynnast í gegnum Tinder-stefnumótaforritið og hittast á veitingastað. Þegar Slim keyrir hana heim eru þau stöðvuð af lögreglu. Það sem hefði átt að vera auðleyst mál endar þannig að lögreglumaðurinn skýtur Queen í lærið, missir byssuna, sem Slim nær og skýtur hann til bana. Þau ákveða að stökkva á flótta og reyna að komast úr landi. Hefði mátt koma fyrr út á Íslandi Það er næstum því eins og kvikmyndin Queen and Slim, sem nýlega kom á íslenskar VOD-veitur, sé orðin hálf úrelt sem sá spádómur sem hún var, því svo margt hefur gerst í bandarísku þjóðfélagi síðan hún kom út vestra í nóvember s.l. Í kjölfarið á dauða George Floyds í maí á þessu ári, hafa málefni svartra Bandaríkjamanna verið í deiglunni vegna mótmæla og óeirða. Flest öll vissum við svo sem alveg hvernig málum er háttað í Bandaríkjunum, og hvernig aðstæður og kjör blökkumanna eru mun verri en hvítra. Það vita allir sem á annað borð fylgjast með fréttum, hvernig lögreglan áreitir og drepur þá í massavís, og hvernig fangelsisiðnaðurinn græðir á tá og fingri við að koma þeim bak við lás og slá. Þau Bandaríki, sem fólk af minni kynslóð var alið upp við að væri einhvers konar fyrirheitna land, hljómar nú orðið meira eins og eitthvað dystópískt martraðarbæli. Queen og Slim hittast á Tinder-stefnumóti. Líta má á Queen and Slim sem vísbendingu um einhvers konar öldu kynþáttaspennu sem var farin að myndast, sem svo skall á með miklum krafti. Sjálfur hefði ég viljað sjá hana fyrr, en líkt og áður sagði kom hún kom út í Bandaríkjunum í nóvember á síðasta ári. Ég skil reyndar ekki alveg hvers vegna hún fór ekki í íslensk kvikmyndahús. Sérstaklega í ljósi þess hörguls nýrra kvikmynda sem við erum að fást við vegna Covid-19. Mögulega hefði hún ratað í Bíó Paradís, ef ekki væri fyrir þá erfiðleika sem hafa hrjáð það annars frábæra bíói. Því hún er sannarlega áhrifamikil kvikmynd sem á erindi við fólk. Það er ekki þar með sagt að Queen and Slim sé frábær kvikmynd í alla staði, því það er hún alls ekki. Ef við byrjum á því góða, þá er hún ótrúlega fallega og fagmannlega unnin af hendi leikstjórans, Melinu Matsoukas. Leikaravalið neglir hún líka, því þau Daniel Kaluuya og Jodie Turner-Smith, í aðalhlutverkunum tveimur, eru hreint út sagt frábær. Handritið ekki burðugt Það er hins vegar handritið sem dregur myndina niður. Lena Waithe, skrifar hér sína fyrstu kvikmynd í fullri lengd, og það skín í gegn að hún er byrjandi. Hún reynir að blanda saman of mörgum stílbrögðum, en hefur ekki vald yfir neinu þeirra. Hún er að hluta til að gera einhvers konar ljóðræna hugleiðingu um stöðu bandarískra blökkumanna, sem og plot-þungt drama, með spennumynda elementi. Plottið er hins vegar veikt og klisjukennt, svo ekki sé minnst á díalóginn, sem oft virðist fenginn úr svipuðum senum úr öðrum kvikmyndum. Það gerðist nokkrum sinnum að ég sagði upphátt klisjukenndustu eða mest absúrd línuna sem mér datt í hug í þeirri atburðarás sem átti sér stað á skjánum. Og viti menn, sagði ekki persónan orðrétt það sem ég var nýbúinn að láta út úr mér. Lena hlaut Emmy-verðlaun um árið, fyrir skrif sín með Aziz Ansari í þáttunum Master of None. Waithe til hróss, þá er hún huguð að segja þessa sögu á þann máta sem hún gerir. Þetta er sennilega ein pólitískasta mynd sem ég hef séð, því Waithe dregur ekkert úr og veður harkalega í bandarískt þjóðfélag. Ég ætla ekki að fara neitt nánar út í hvernig hún gerir það, til að spilla ekki fyrir áhorfendum. En það er víst að innihaldið og afstaðan er ekki allra. Þrátt fyrir þessa annmarka á handritinu sleppur heildarupplifunin hins vegar fyrir horn, þannig að ég get ekki annað en mælt með henni. Niðurstaða: Þrjár og hálf stjarna. Brokkgeng en huguð kvikmynd um hluti sem skipta máli. Stjörnubíó Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Menning Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Queen og Slim, sem bæði eru dökk á hörund, kynnast í gegnum Tinder-stefnumótaforritið og hittast á veitingastað. Þegar Slim keyrir hana heim eru þau stöðvuð af lögreglu. Það sem hefði átt að vera auðleyst mál endar þannig að lögreglumaðurinn skýtur Queen í lærið, missir byssuna, sem Slim nær og skýtur hann til bana. Þau ákveða að stökkva á flótta og reyna að komast úr landi. Hefði mátt koma fyrr út á Íslandi Það er næstum því eins og kvikmyndin Queen and Slim, sem nýlega kom á íslenskar VOD-veitur, sé orðin hálf úrelt sem sá spádómur sem hún var, því svo margt hefur gerst í bandarísku þjóðfélagi síðan hún kom út vestra í nóvember s.l. Í kjölfarið á dauða George Floyds í maí á þessu ári, hafa málefni svartra Bandaríkjamanna verið í deiglunni vegna mótmæla og óeirða. Flest öll vissum við svo sem alveg hvernig málum er háttað í Bandaríkjunum, og hvernig aðstæður og kjör blökkumanna eru mun verri en hvítra. Það vita allir sem á annað borð fylgjast með fréttum, hvernig lögreglan áreitir og drepur þá í massavís, og hvernig fangelsisiðnaðurinn græðir á tá og fingri við að koma þeim bak við lás og slá. Þau Bandaríki, sem fólk af minni kynslóð var alið upp við að væri einhvers konar fyrirheitna land, hljómar nú orðið meira eins og eitthvað dystópískt martraðarbæli. Queen og Slim hittast á Tinder-stefnumóti. Líta má á Queen and Slim sem vísbendingu um einhvers konar öldu kynþáttaspennu sem var farin að myndast, sem svo skall á með miklum krafti. Sjálfur hefði ég viljað sjá hana fyrr, en líkt og áður sagði kom hún kom út í Bandaríkjunum í nóvember á síðasta ári. Ég skil reyndar ekki alveg hvers vegna hún fór ekki í íslensk kvikmyndahús. Sérstaklega í ljósi þess hörguls nýrra kvikmynda sem við erum að fást við vegna Covid-19. Mögulega hefði hún ratað í Bíó Paradís, ef ekki væri fyrir þá erfiðleika sem hafa hrjáð það annars frábæra bíói. Því hún er sannarlega áhrifamikil kvikmynd sem á erindi við fólk. Það er ekki þar með sagt að Queen and Slim sé frábær kvikmynd í alla staði, því það er hún alls ekki. Ef við byrjum á því góða, þá er hún ótrúlega fallega og fagmannlega unnin af hendi leikstjórans, Melinu Matsoukas. Leikaravalið neglir hún líka, því þau Daniel Kaluuya og Jodie Turner-Smith, í aðalhlutverkunum tveimur, eru hreint út sagt frábær. Handritið ekki burðugt Það er hins vegar handritið sem dregur myndina niður. Lena Waithe, skrifar hér sína fyrstu kvikmynd í fullri lengd, og það skín í gegn að hún er byrjandi. Hún reynir að blanda saman of mörgum stílbrögðum, en hefur ekki vald yfir neinu þeirra. Hún er að hluta til að gera einhvers konar ljóðræna hugleiðingu um stöðu bandarískra blökkumanna, sem og plot-þungt drama, með spennumynda elementi. Plottið er hins vegar veikt og klisjukennt, svo ekki sé minnst á díalóginn, sem oft virðist fenginn úr svipuðum senum úr öðrum kvikmyndum. Það gerðist nokkrum sinnum að ég sagði upphátt klisjukenndustu eða mest absúrd línuna sem mér datt í hug í þeirri atburðarás sem átti sér stað á skjánum. Og viti menn, sagði ekki persónan orðrétt það sem ég var nýbúinn að láta út úr mér. Lena hlaut Emmy-verðlaun um árið, fyrir skrif sín með Aziz Ansari í þáttunum Master of None. Waithe til hróss, þá er hún huguð að segja þessa sögu á þann máta sem hún gerir. Þetta er sennilega ein pólitískasta mynd sem ég hef séð, því Waithe dregur ekkert úr og veður harkalega í bandarískt þjóðfélag. Ég ætla ekki að fara neitt nánar út í hvernig hún gerir það, til að spilla ekki fyrir áhorfendum. En það er víst að innihaldið og afstaðan er ekki allra. Þrátt fyrir þessa annmarka á handritinu sleppur heildarupplifunin hins vegar fyrir horn, þannig að ég get ekki annað en mælt með henni. Niðurstaða: Þrjár og hálf stjarna. Brokkgeng en huguð kvikmynd um hluti sem skipta máli.
Stjörnubíó Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Menning Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira