Ennþá fullt af laxi í Urriðafossi Karl Lúðvíksson skrifar 4. ágúst 2020 07:18 Flott dagsveiði og kvótanum náð í Urriðafossi. Mynd: Stefán Sigurðsson Veiðin í Urriðafossi er búin að vera mjög góð í sumar en heildarveiðin þar var komin í 793 laxa fyrir viku þegar síðustu tölur voru teknar saman. Heildarveiðin á svæðinu núna fer að detta í 900 laxa og það er ennþá mikið af laxi á svæðinu bæði í þrepunum í fossinum sjálfum en líka á veiðistöðunum þar fyrir neðan Vaður og Skerpolli sem eru fyrstu veiðistaðirnir fyrir neðan Urriðafoss. Það var hópur spænskra veiðimanna að ljúka veiðum í gær og þær urðu að hætta veiðum kl 18:00 því kvótinn var kominn á allar stangirnar sem segir meira en mörg orð um það magn af laxi sem er ennþá á svæðinu. Það eru góðar göngur ennþá og nokkuð ljóst að svæðið í heild á eftir að fara yfir 1.000 laxa ef þetta heldur svona áfram. Tilraunsvæðin við Þjótanda og Þjórsártún hafa verið að gefa mjög fína veiði og er mikið af laxi á nokkrum stöðum. Stangveiði Mest lesið Hressileg maðkaopnun í Ytri Rangá Veiði Haustveiðin að komast í gang í Stóru Laxá Veiði Sjóbirtingsveiðin fer vel af stað Veiði 107 sm hrygna sú stærsta í sumar í Laxá Veiði 20 punda lax úr Norðurá Veiði Grein um Stóru Laxá í Þýsku blaði Veiði Lítil veiði á Þingvöllum Veiði Gott stórfiskaskot í Kleifarvatni Veiði Frábær veiði í Hlíðarvatni Veiði Kynning á veiðisvæðum Þjórsár Veiði
Veiðin í Urriðafossi er búin að vera mjög góð í sumar en heildarveiðin þar var komin í 793 laxa fyrir viku þegar síðustu tölur voru teknar saman. Heildarveiðin á svæðinu núna fer að detta í 900 laxa og það er ennþá mikið af laxi á svæðinu bæði í þrepunum í fossinum sjálfum en líka á veiðistöðunum þar fyrir neðan Vaður og Skerpolli sem eru fyrstu veiðistaðirnir fyrir neðan Urriðafoss. Það var hópur spænskra veiðimanna að ljúka veiðum í gær og þær urðu að hætta veiðum kl 18:00 því kvótinn var kominn á allar stangirnar sem segir meira en mörg orð um það magn af laxi sem er ennþá á svæðinu. Það eru góðar göngur ennþá og nokkuð ljóst að svæðið í heild á eftir að fara yfir 1.000 laxa ef þetta heldur svona áfram. Tilraunsvæðin við Þjótanda og Þjórsártún hafa verið að gefa mjög fína veiði og er mikið af laxi á nokkrum stöðum.
Stangveiði Mest lesið Hressileg maðkaopnun í Ytri Rangá Veiði Haustveiðin að komast í gang í Stóru Laxá Veiði Sjóbirtingsveiðin fer vel af stað Veiði 107 sm hrygna sú stærsta í sumar í Laxá Veiði 20 punda lax úr Norðurá Veiði Grein um Stóru Laxá í Þýsku blaði Veiði Lítil veiði á Þingvöllum Veiði Gott stórfiskaskot í Kleifarvatni Veiði Frábær veiði í Hlíðarvatni Veiði Kynning á veiðisvæðum Þjórsár Veiði