Telur góða hugmynd að skima víðar um land Vésteinn Örn Pétursson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 3. ágúst 2020 13:18 Kári Stefánsson er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er ánægður með viðtökurnar sem skimun fyrirtækisins fyrir kórónuveirunni fékk á Akranesi. Raðað var í skimunina með slembiúrtaki. Hann telur það góða hugmynd að skima víðar um landið með slíku úrtaki. „Það bara kom fólk með bros á vör og við prófuðum 612 manns og allir reyndust negatífir. Það er að segja, það var enginn sem greindist með veiruna í þessari skimun uppi á Akranesi, sem er mikill léttir af því að það er býsna stórt hópsmit uppi á Akranesi og við vorum áhyggjufull yfir því að það kynni að leynast víða á Akranesi. Ef hún er þar þó tókst okkur ekki að finna hana,“ segir Kári í samtali við fréttastofu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í gær að honum þætti tilefni til að ráðast í sambærilega skimun víðar um landið. „Þetta er nokkuð sem við erum búin að vera með í áætlun hjá okkur núna í nokkra daga. Fyrst að sóttvarnalæknir er sammála okkur þá hlýtur þetta að vera býsna góð hugmynd. Ætli við ræðum þetta ekki í eftirmiðdaginn þegar við hittumst,“ segir Kári um möguleikann á að skima víðar með slembiúrtaki. Engu að síður áhyggjuefni Þótt niðurstöður skimunar á Akranesi hafi verið af hinu góða, segir Kári ástæðu til að hafa áhyggjur af þróun faraldursins. „Ég hef svolitlar áhyggjur af þessu vegna þess að nú er þetta allt saman samfélagssmit. Þetta er ekki eins og það var í byrjun faraldursins í byrjun mars, að fólk var að streyma frá útlöndum smitað af veirunni. Heldur er þetta að berast manna á milli innanlands og það er svo sannarlega áhyggjuefni.“ Eins og stendur segir Kári þó að smitið virðist bundið við litla hópa og sé því ekki á víð og dreif um samfélagið. „Við vorum að skima slembiúrtök í byrjun faraldursins, eða þegar hann var sem verstur. Þá vorum við að finna smit í allt að 2% þeirra sem við skimuðum. Það endaði að meðaltali á að vera í kring um 0,5%. Þannig að þetta er allavega ekki orðið eins víða útbreitt í samfélaginu þó að þessi stóri hópur á Akranesi og minni hópar annars staðar valdi manni töluverðum áhyggjum,“ segir Kári að lokum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Íslensk erfðagreining Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Fleiri fréttir Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er ánægður með viðtökurnar sem skimun fyrirtækisins fyrir kórónuveirunni fékk á Akranesi. Raðað var í skimunina með slembiúrtaki. Hann telur það góða hugmynd að skima víðar um landið með slíku úrtaki. „Það bara kom fólk með bros á vör og við prófuðum 612 manns og allir reyndust negatífir. Það er að segja, það var enginn sem greindist með veiruna í þessari skimun uppi á Akranesi, sem er mikill léttir af því að það er býsna stórt hópsmit uppi á Akranesi og við vorum áhyggjufull yfir því að það kynni að leynast víða á Akranesi. Ef hún er þar þó tókst okkur ekki að finna hana,“ segir Kári í samtali við fréttastofu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í gær að honum þætti tilefni til að ráðast í sambærilega skimun víðar um landið. „Þetta er nokkuð sem við erum búin að vera með í áætlun hjá okkur núna í nokkra daga. Fyrst að sóttvarnalæknir er sammála okkur þá hlýtur þetta að vera býsna góð hugmynd. Ætli við ræðum þetta ekki í eftirmiðdaginn þegar við hittumst,“ segir Kári um möguleikann á að skima víðar með slembiúrtaki. Engu að síður áhyggjuefni Þótt niðurstöður skimunar á Akranesi hafi verið af hinu góða, segir Kári ástæðu til að hafa áhyggjur af þróun faraldursins. „Ég hef svolitlar áhyggjur af þessu vegna þess að nú er þetta allt saman samfélagssmit. Þetta er ekki eins og það var í byrjun faraldursins í byrjun mars, að fólk var að streyma frá útlöndum smitað af veirunni. Heldur er þetta að berast manna á milli innanlands og það er svo sannarlega áhyggjuefni.“ Eins og stendur segir Kári þó að smitið virðist bundið við litla hópa og sé því ekki á víð og dreif um samfélagið. „Við vorum að skima slembiúrtök í byrjun faraldursins, eða þegar hann var sem verstur. Þá vorum við að finna smit í allt að 2% þeirra sem við skimuðum. Það endaði að meðaltali á að vera í kring um 0,5%. Þannig að þetta er allavega ekki orðið eins víða útbreitt í samfélaginu þó að þessi stóri hópur á Akranesi og minni hópar annars staðar valdi manni töluverðum áhyggjum,“ segir Kári að lokum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Íslensk erfðagreining Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Fleiri fréttir Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Sjá meira