Clippers með stórsigur á meðan Lakers máttu þola tap Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. ágúst 2020 09:25 Lakers gekk hörmulega að stöðva Kyle Lowry í nótt. Ashley Landis/Getty Images Alls fóru fimm leikir fram í NBA-deildinni í nótt. Los Angeles Clippers komu sterkir til baka eftir tapið gegn Lakers og völtuðu yfir New Orleans Pelicans. Á sama tíma áttu nágrannar þeirra í Lakers aldrei möguleika gegn ríkjandi meisturum í Toronto Raptors. Leikur Toronto og Lakers var jafn framan af og raunar leiddu Lakers með þremur stigum í hálfleik, staðan þá 44-41. Toronto náðu vopnum sínum í síðari hálfleik og keyrðu einfaldlega yfir LeBron James og félaga í síðasta fjórðung. Unnur þeir hann með 13 stiga mun og þar með leikinn með 15 stiga mun, lokatölur 107-92. Kyle Lowry fór hamförum hjá Raptors en hann setti 33 stig ásamt því að taka 14 fráköst. Þar á eftir kom OG Anunoby með 23 stig. LeBron setti niður 20 stig hjá Lakers og tók 10 fráköst, mest allra í liðinu. Kyle Kuzma var næstur í stigaskorun en hann gerði 16 stig. @Klow7 does it all in the @Raptors W over LAL! #WholeNewGame 33 PTS | 14 REB (career high) | 6 AST | 5 3PM pic.twitter.com/qyvf6sPfKs— NBA (@NBA) August 2, 2020 Clippers áttu aldrei í vandræðum með New Orleans Pelicans og var leikurinn svo gott sem búinn í hálfleik. Clippers þá þegar komnir með 32 stiga forystu, staðan 77-45. Slökuðu þeir á aðeins á í síðari hálfleik og þökk sé því að Clippers voru einfaldlega ekki með í síðasta leikhluta leiksins þá sluppu Pelicans við niðurlægingu. Staðan fyrir síðasta fjórðung leiksins var 103-66 en Pelicans gerðu 37 stig í síðasta fjórðung leiksins gegn aðeins 23 hjá Clippers. Lauk leiknum því með 126-103 sigri Clippers. Paul George var stigahæstur hjá Clippers með 28 stig og þar á eftir kom þá að sjálfsögðu Kawhi Leonard, með 24 stig. Hjá Pelicans var Nickeil Alexander-Walker með 15 stig á aðeins tólf mínútum. The @LAClippers go 9-13 from in the 1st Q on ESPN! #WholeNewGame pic.twitter.com/39q06vzasJ— NBA (@NBA) August 1, 2020 Önnur úrslit Denver Nuggets 105 – 125 Miami Heat Oklahoma City Thunder 110 – 94 Utah Jazz Indiana Pacers 127 – 121 Philadelphia 76ers @JoelEmbiid (41 PTS, 21 REB, 3 BLK) becomes the first @sixers player with multiple 40+ PT/20+ REB games since Charles Barkley!#WholeNewGame pic.twitter.com/gfx2X7aiYY— NBA (@NBA) August 2, 2020 Körfubolti NBA Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
Alls fóru fimm leikir fram í NBA-deildinni í nótt. Los Angeles Clippers komu sterkir til baka eftir tapið gegn Lakers og völtuðu yfir New Orleans Pelicans. Á sama tíma áttu nágrannar þeirra í Lakers aldrei möguleika gegn ríkjandi meisturum í Toronto Raptors. Leikur Toronto og Lakers var jafn framan af og raunar leiddu Lakers með þremur stigum í hálfleik, staðan þá 44-41. Toronto náðu vopnum sínum í síðari hálfleik og keyrðu einfaldlega yfir LeBron James og félaga í síðasta fjórðung. Unnur þeir hann með 13 stiga mun og þar með leikinn með 15 stiga mun, lokatölur 107-92. Kyle Lowry fór hamförum hjá Raptors en hann setti 33 stig ásamt því að taka 14 fráköst. Þar á eftir kom OG Anunoby með 23 stig. LeBron setti niður 20 stig hjá Lakers og tók 10 fráköst, mest allra í liðinu. Kyle Kuzma var næstur í stigaskorun en hann gerði 16 stig. @Klow7 does it all in the @Raptors W over LAL! #WholeNewGame 33 PTS | 14 REB (career high) | 6 AST | 5 3PM pic.twitter.com/qyvf6sPfKs— NBA (@NBA) August 2, 2020 Clippers áttu aldrei í vandræðum með New Orleans Pelicans og var leikurinn svo gott sem búinn í hálfleik. Clippers þá þegar komnir með 32 stiga forystu, staðan 77-45. Slökuðu þeir á aðeins á í síðari hálfleik og þökk sé því að Clippers voru einfaldlega ekki með í síðasta leikhluta leiksins þá sluppu Pelicans við niðurlægingu. Staðan fyrir síðasta fjórðung leiksins var 103-66 en Pelicans gerðu 37 stig í síðasta fjórðung leiksins gegn aðeins 23 hjá Clippers. Lauk leiknum því með 126-103 sigri Clippers. Paul George var stigahæstur hjá Clippers með 28 stig og þar á eftir kom þá að sjálfsögðu Kawhi Leonard, með 24 stig. Hjá Pelicans var Nickeil Alexander-Walker með 15 stig á aðeins tólf mínútum. The @LAClippers go 9-13 from in the 1st Q on ESPN! #WholeNewGame pic.twitter.com/39q06vzasJ— NBA (@NBA) August 1, 2020 Önnur úrslit Denver Nuggets 105 – 125 Miami Heat Oklahoma City Thunder 110 – 94 Utah Jazz Indiana Pacers 127 – 121 Philadelphia 76ers @JoelEmbiid (41 PTS, 21 REB, 3 BLK) becomes the first @sixers player with multiple 40+ PT/20+ REB games since Charles Barkley!#WholeNewGame pic.twitter.com/gfx2X7aiYY— NBA (@NBA) August 2, 2020
Körfubolti NBA Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira