Ekki útlit fyrir útbreitt samfélagslegt smit Sylvía Hall skrifar 1. ágúst 2020 14:21 Frá upplýsingafundi í dag. Vísir/Einar Fimm hundruð sýni voru tekin á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í gær og reyndust sjö vera jákvæð. Virk smit eru því 58 hér á landi og eru 454 í sóttkví. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. Hann segir helstu áskoranirnar vera tvær hópsýkingar sem hafa komið upp í samfélaginu undanfarna daga og það sé viðbúið að fleiri greinist með veiruna á næstu dögum. Að sögn Þórólfs er útlit fyrir að heilbrigðisyfirvöld séu að ná tökum á hópsýkingunum þó ekki hafi tekist að rekja nokkur smit. Þrátt fyrir að fleiri einstaklingar hafi greinst með veiruna undanfarna daga virðist samfélagslegt smit ekki vera útbreitt. Það væri þó mikilvægt að fólk færi varlega. „Við erum ekki alveg búin að ná tökum á þessu enn þá," sagði Þórólfur. Einn liggur á spítala vegna kórónuveirusmits og er það fyrsta spítalainnlögnin frá því um miðjan maí. Búist er við því að það taki um eina til tvær vikur að sjá árangur þeirra aðgerða sem tóku gildi á hádegi í gær. Með nýjum reglum er hámarksfjöldi samkoma hundrað manns og tveggja metra reglan svokallaða orðin að reglu á ný, en hún hafði verið viðmið undanfarnar vikur. Þórólfur benti á að með haustinu koma upp fleiri veirusýkingar en það þyrfti þó að fara varlega. Alma Möller landlæknir beindi þeim tilmælum til heilbrigðisstarfsfólks að hafa lágan þröskuld fyrir sýnatöku og hleypa þannig fleirum að. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Íslendingar hætti að leita að sökudólgum í faraldrinum Umsjónarmaður farsóttarhúsa hvetur Íslendinga til að hætta að leita sökudólgum í faraldrinum 1. ágúst 2020 12:23 Sjö greindust með veiruna Sjö greindust með kórónuveirusmit á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í gær. 1. ágúst 2020 11:06 Upplýsingafundur almannavarna Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar vegna faraldurs kórónuveiru klukkan 14:00 í húsakynnum landlæknisembættisins við Katrínartún. Fundurinn verður í beinni útsendingu hér á Vísi, Stöð 2 Vísi og á Bylgjunni. 1. ágúst 2020 13:30 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Fimm hundruð sýni voru tekin á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í gær og reyndust sjö vera jákvæð. Virk smit eru því 58 hér á landi og eru 454 í sóttkví. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. Hann segir helstu áskoranirnar vera tvær hópsýkingar sem hafa komið upp í samfélaginu undanfarna daga og það sé viðbúið að fleiri greinist með veiruna á næstu dögum. Að sögn Þórólfs er útlit fyrir að heilbrigðisyfirvöld séu að ná tökum á hópsýkingunum þó ekki hafi tekist að rekja nokkur smit. Þrátt fyrir að fleiri einstaklingar hafi greinst með veiruna undanfarna daga virðist samfélagslegt smit ekki vera útbreitt. Það væri þó mikilvægt að fólk færi varlega. „Við erum ekki alveg búin að ná tökum á þessu enn þá," sagði Þórólfur. Einn liggur á spítala vegna kórónuveirusmits og er það fyrsta spítalainnlögnin frá því um miðjan maí. Búist er við því að það taki um eina til tvær vikur að sjá árangur þeirra aðgerða sem tóku gildi á hádegi í gær. Með nýjum reglum er hámarksfjöldi samkoma hundrað manns og tveggja metra reglan svokallaða orðin að reglu á ný, en hún hafði verið viðmið undanfarnar vikur. Þórólfur benti á að með haustinu koma upp fleiri veirusýkingar en það þyrfti þó að fara varlega. Alma Möller landlæknir beindi þeim tilmælum til heilbrigðisstarfsfólks að hafa lágan þröskuld fyrir sýnatöku og hleypa þannig fleirum að.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Íslendingar hætti að leita að sökudólgum í faraldrinum Umsjónarmaður farsóttarhúsa hvetur Íslendinga til að hætta að leita sökudólgum í faraldrinum 1. ágúst 2020 12:23 Sjö greindust með veiruna Sjö greindust með kórónuveirusmit á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í gær. 1. ágúst 2020 11:06 Upplýsingafundur almannavarna Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar vegna faraldurs kórónuveiru klukkan 14:00 í húsakynnum landlæknisembættisins við Katrínartún. Fundurinn verður í beinni útsendingu hér á Vísi, Stöð 2 Vísi og á Bylgjunni. 1. ágúst 2020 13:30 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Íslendingar hætti að leita að sökudólgum í faraldrinum Umsjónarmaður farsóttarhúsa hvetur Íslendinga til að hætta að leita sökudólgum í faraldrinum 1. ágúst 2020 12:23
Sjö greindust með veiruna Sjö greindust með kórónuveirusmit á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í gær. 1. ágúst 2020 11:06
Upplýsingafundur almannavarna Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar vegna faraldurs kórónuveiru klukkan 14:00 í húsakynnum landlæknisembættisins við Katrínartún. Fundurinn verður í beinni útsendingu hér á Vísi, Stöð 2 Vísi og á Bylgjunni. 1. ágúst 2020 13:30