Íslensk erfðagreining boðar þrjá hópa í skimun Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. júlí 2020 15:28 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/vilhelm Íslensk erfðagreining vinnur nú aftur að skimun einstaklinga fyrir COVID-19 í samvinnu við sóttvarnalækni. Þrír hópar eru boðaðir í skimunina; einstaklingar í sóttkví, fólk sem tengist einstaklingum í einangrun og handahófskennt úrtak. Skimun fer fram í Turninum í Kópavogi. Í tilkynningu á vef landlæknisembættisins segir að tilgangur skimunarinnar sé að kanna útbreiðslu veirunnar hér á landi. „[…] svo hægt sé að meta þörf fyrir frekari aðgerðir. Mögulega verður einnig hægt að rekja uppruna smitanna sem nú eru í gangi.“ Eftirfarandi þrír hópar munu fá boð í skimun ÍE: Einstaklingar í sóttkví eftir að hafa verið í samskiptum við einstaklinga sem greindust með veiruna nú nýlega. Fólk á landsbyggðinni í þessari stöðu fær leiðbeiningar um hvar og hvenær það geti farið í sýnatöku hjá heilsugæslunni. Fólk sem tengist einstaklingum í einangrun á einhvern hátt, sem ákveðið var að þyrftu þó ekki að fara í sóttkví, til dæmis, ef talsverður tími var frá samskiptum við þann smitaða. Handahófskennt úrtak á þeim svæðum þar sem sem smit hafa komið upp undanfarið. Fólk fær boð um þátttöku með textaskilaboðum. Þar koma fram upplýsingar um vefslóð sem notuð er til að skrá sig í sýnatöku. Við skráningu fær þátttakandi ítarlegar upplýsingar um hvar sýnatakan fer fram. Sóttvarnalæknir hvetur alla sem fá boð frá Íslenskri erfðagreiningu til að taka þátt og vera með í skimuninni. „Athugið að einstaklingar í sóttkví mega ekki fara inn í húsnæði Þjónustumiðstöðvar rannsóknarverkefna í Turninum, heldur eru sýni tekin fyrir utan eins og hjá einstaklingum með einkenni COVID-19 hjá heilsugæslunni. Mikilvægt er að hafa í huga að neikvætt sýni hjá einstaklingi í sóttkví vegna tengsla við þekkt smit verður ekki til þess að aflétta sóttkví. Afar mikilvægt er að einstaklingar sem hafa farið í skimun og fengið neikvæða niðurstöðu hafi samband við heilsugæslu eða Læknavaktina ef einkenni koma fram sem geta bent til COVID-19.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Hefði viljað ganga lengra en virðir ákvörðunina Kári Stefánsson segist ánægður með að tekin hafi verið ákvörðun um að herða á samkomutakmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins hér á landi. 30. júlí 2020 15:35 Óttast að veiran sé að breiðast út með leifturhraða um samfélagið Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, óttast að kórónuveiran sé að breiðast út aftur með leifturhraða um íslenskt samfélag. Skimun hefst hjá Íslenskri erfðagreiningu í dag. 29. júlí 2020 11:56 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Sjá meira
Íslensk erfðagreining vinnur nú aftur að skimun einstaklinga fyrir COVID-19 í samvinnu við sóttvarnalækni. Þrír hópar eru boðaðir í skimunina; einstaklingar í sóttkví, fólk sem tengist einstaklingum í einangrun og handahófskennt úrtak. Skimun fer fram í Turninum í Kópavogi. Í tilkynningu á vef landlæknisembættisins segir að tilgangur skimunarinnar sé að kanna útbreiðslu veirunnar hér á landi. „[…] svo hægt sé að meta þörf fyrir frekari aðgerðir. Mögulega verður einnig hægt að rekja uppruna smitanna sem nú eru í gangi.“ Eftirfarandi þrír hópar munu fá boð í skimun ÍE: Einstaklingar í sóttkví eftir að hafa verið í samskiptum við einstaklinga sem greindust með veiruna nú nýlega. Fólk á landsbyggðinni í þessari stöðu fær leiðbeiningar um hvar og hvenær það geti farið í sýnatöku hjá heilsugæslunni. Fólk sem tengist einstaklingum í einangrun á einhvern hátt, sem ákveðið var að þyrftu þó ekki að fara í sóttkví, til dæmis, ef talsverður tími var frá samskiptum við þann smitaða. Handahófskennt úrtak á þeim svæðum þar sem sem smit hafa komið upp undanfarið. Fólk fær boð um þátttöku með textaskilaboðum. Þar koma fram upplýsingar um vefslóð sem notuð er til að skrá sig í sýnatöku. Við skráningu fær þátttakandi ítarlegar upplýsingar um hvar sýnatakan fer fram. Sóttvarnalæknir hvetur alla sem fá boð frá Íslenskri erfðagreiningu til að taka þátt og vera með í skimuninni. „Athugið að einstaklingar í sóttkví mega ekki fara inn í húsnæði Þjónustumiðstöðvar rannsóknarverkefna í Turninum, heldur eru sýni tekin fyrir utan eins og hjá einstaklingum með einkenni COVID-19 hjá heilsugæslunni. Mikilvægt er að hafa í huga að neikvætt sýni hjá einstaklingi í sóttkví vegna tengsla við þekkt smit verður ekki til þess að aflétta sóttkví. Afar mikilvægt er að einstaklingar sem hafa farið í skimun og fengið neikvæða niðurstöðu hafi samband við heilsugæslu eða Læknavaktina ef einkenni koma fram sem geta bent til COVID-19.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Hefði viljað ganga lengra en virðir ákvörðunina Kári Stefánsson segist ánægður með að tekin hafi verið ákvörðun um að herða á samkomutakmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins hér á landi. 30. júlí 2020 15:35 Óttast að veiran sé að breiðast út með leifturhraða um samfélagið Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, óttast að kórónuveiran sé að breiðast út aftur með leifturhraða um íslenskt samfélag. Skimun hefst hjá Íslenskri erfðagreiningu í dag. 29. júlí 2020 11:56 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Sjá meira
Hefði viljað ganga lengra en virðir ákvörðunina Kári Stefánsson segist ánægður með að tekin hafi verið ákvörðun um að herða á samkomutakmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins hér á landi. 30. júlí 2020 15:35
Óttast að veiran sé að breiðast út með leifturhraða um samfélagið Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, óttast að kórónuveiran sé að breiðast út aftur með leifturhraða um íslenskt samfélag. Skimun hefst hjá Íslenskri erfðagreiningu í dag. 29. júlí 2020 11:56
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent