Hefði viljað ganga lengra en virðir ákvörðunina Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. júlí 2020 15:35 Kári hefði sjálfur viljað sjá samkomur takmarkaðar við 20 manns. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist ánægður með að tekin hafi verið ákvörðun um að herða á samkomutakmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins hér á landi. Sjálfur segist hann hafa viljað sjá gripið fastar og fyrr í taumana. Hann kveðst þó bera virðingu fyrir ákvörðuninni og þeim sem að henni komu. „Ég ber mikla virðingu fyrir því fólki sem ákvað að gera þetta nákvæmlega svona. Þórólfur er afskaplega flinkur fagmaður og hefur verið farsæll sóttvarnalæknir,“ segir Kári í samtali við fréttastofu. Heilbrigðisráðherra átti lokaorðið um breytingar á samkomutakmörkunum en fór eftir tillögum Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis við ákvörðun sína. „Ef ég hefði stjórnað þessu, og ég legg áherslu á að það má vera gæfa þessarar þjóðar að ég gerði það ekki, en ef ég hefði gert það þá hefði ég farið aðeins lengra. Ég hefði farið með þetta niður í 20 manna hóp, ég hefði lokað vínveitingastöðum, ég hefði krafist þess að allir sem koma til landsins verði skimaðir, svo maður nefni fátt.“ Sumir mjög smitandi Kári segir það skuggalega staðreynd að átta einstaklingar í samfélaginu hafi sýkst af af veiru með samskonar samsetningarstökkbreytingu, án þess að tengjast innbyrðis. Þetta bendi til þess að einstaklingarnir tengist jafnvel í gegn um sýktan aðila sem ekki hefur tekist að staðsetja. „Það sem gerir þetta enn meira ógnvekjandi er að meðal þeirra sem hafa greinst í þessum hópi er fólk sem hefur greinst með mjög mikla veiru sem þýðir að þeir eru mjög smitandi,“ segir Kári. Þá segist Kári virða ákvörðunina um að takmarka samkomur við hundrað manns, þó hann sjálfur hefði viljað ganga lengra. „Hann [sóttvarnalæknir] komst að þessari niðurstöðu með því að vega og meta annars vegar hvað myndi virka best ef eftir því yrði farið og hins vegar það sem hann reiknaði með því að hann gæti fengið fólk til þess að gera með svona skömmum fyrirvara. Það var hans niðurstaða og ég virði hana, þó að ég, amatörinn, þykist alltaf vita betur.“ Ekki ástæða til að loka Aðspurður hvað hann hefði viljað að gert yrði á landamærunum segist Kári ekki telja að lokun landamæranna, eða eitthvað í þá áttina, væri ákjósanleg. „Nei, ég held að það sé ekki ástæða til þess að loka. Þessi lönd sem hafa verið flokkuð sem örugg lönd eru lönd þar sem veiran er að blossa upp aftur á svipaðan máta og hjá okkur, þannig að ég hefði viljað skima þar áfram,“ segir Kári. Þá segir hann að þegar fréttir af mikilli fjölgun nýsmita berist, verði að bregðast hratt og ákveðið við þeim. „Þegar maður er að aflétta svona aðgerðum þá gerir maður það í skrefum, en maður setur svona takmarkanir á af fullum þunga eins hratt og maður getur.“ Íslensk erfðagreining hóf að skima fyrir kórónuveirunni á nýjan leik síðdegis í gær. Kári gerir ráð fyrir að í lok dagsins í dag verði búið að skima um þúsund manns. Í gær greindist einn einstaklingur í skimun hjá fyrirtækinu og var sá í sóttkví þegar hann greindist. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Íslensk erfðagreining Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist ánægður með að tekin hafi verið ákvörðun um að herða á samkomutakmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins hér á landi. Sjálfur segist hann hafa viljað sjá gripið fastar og fyrr í taumana. Hann kveðst þó bera virðingu fyrir ákvörðuninni og þeim sem að henni komu. „Ég ber mikla virðingu fyrir því fólki sem ákvað að gera þetta nákvæmlega svona. Þórólfur er afskaplega flinkur fagmaður og hefur verið farsæll sóttvarnalæknir,“ segir Kári í samtali við fréttastofu. Heilbrigðisráðherra átti lokaorðið um breytingar á samkomutakmörkunum en fór eftir tillögum Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis við ákvörðun sína. „Ef ég hefði stjórnað þessu, og ég legg áherslu á að það má vera gæfa þessarar þjóðar að ég gerði það ekki, en ef ég hefði gert það þá hefði ég farið aðeins lengra. Ég hefði farið með þetta niður í 20 manna hóp, ég hefði lokað vínveitingastöðum, ég hefði krafist þess að allir sem koma til landsins verði skimaðir, svo maður nefni fátt.“ Sumir mjög smitandi Kári segir það skuggalega staðreynd að átta einstaklingar í samfélaginu hafi sýkst af af veiru með samskonar samsetningarstökkbreytingu, án þess að tengjast innbyrðis. Þetta bendi til þess að einstaklingarnir tengist jafnvel í gegn um sýktan aðila sem ekki hefur tekist að staðsetja. „Það sem gerir þetta enn meira ógnvekjandi er að meðal þeirra sem hafa greinst í þessum hópi er fólk sem hefur greinst með mjög mikla veiru sem þýðir að þeir eru mjög smitandi,“ segir Kári. Þá segist Kári virða ákvörðunina um að takmarka samkomur við hundrað manns, þó hann sjálfur hefði viljað ganga lengra. „Hann [sóttvarnalæknir] komst að þessari niðurstöðu með því að vega og meta annars vegar hvað myndi virka best ef eftir því yrði farið og hins vegar það sem hann reiknaði með því að hann gæti fengið fólk til þess að gera með svona skömmum fyrirvara. Það var hans niðurstaða og ég virði hana, þó að ég, amatörinn, þykist alltaf vita betur.“ Ekki ástæða til að loka Aðspurður hvað hann hefði viljað að gert yrði á landamærunum segist Kári ekki telja að lokun landamæranna, eða eitthvað í þá áttina, væri ákjósanleg. „Nei, ég held að það sé ekki ástæða til þess að loka. Þessi lönd sem hafa verið flokkuð sem örugg lönd eru lönd þar sem veiran er að blossa upp aftur á svipaðan máta og hjá okkur, þannig að ég hefði viljað skima þar áfram,“ segir Kári. Þá segir hann að þegar fréttir af mikilli fjölgun nýsmita berist, verði að bregðast hratt og ákveðið við þeim. „Þegar maður er að aflétta svona aðgerðum þá gerir maður það í skrefum, en maður setur svona takmarkanir á af fullum þunga eins hratt og maður getur.“ Íslensk erfðagreining hóf að skima fyrir kórónuveirunni á nýjan leik síðdegis í gær. Kári gerir ráð fyrir að í lok dagsins í dag verði búið að skima um þúsund manns. Í gær greindist einn einstaklingur í skimun hjá fyrirtækinu og var sá í sóttkví þegar hann greindist.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Íslensk erfðagreining Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira