Athugull starfsmaður Reebok fitness stöðvaði brot á sóttkví Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. júlí 2020 15:37 Frá Reebok fitness í Holtagörðum. Umrætt atvik varð í stöð Reebok við Lambhaga. Vísir/vilhelm Fulltrúar smitrakningarteymis almannavarna þurftu í dag að senda einstakling sem átti að vera í sóttkví heim úr líkamsræktarstöðinni Reebok fitness við Lambhaga í Reykjavík. Starfsmaður stöðvarinnar kannaðist við viðkomandi, taldi öruggt að hann ætti að vera í sóttkví og í kjölfarið var haft samband við almannavarnir. Jóhann K. Jóhannsson samskiptastjóri almannavarna segir í samtali við Vísi að um misskilning hafi verið að ræða. Einstaklingurinn hafi verið í sóttkví en jafnframt farið í sýnatöku fyrir kórónuveirunni, fengið neikvætt svar og talið að þar með væri sóttkvínni aflétt. Það sé þó ekki svo að neikvætt sýni úr sýnatöku bindi enda á sóttkví. Ágúst Ágústsson hjá Rebook fitness segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að fyrirtækið hafi tekið málinu mjög alvarlega. Starfsmaður stöðvarinnar við Lambhaga hafi kannast við einstaklinginn og réttilega haldið að viðkomandi ætti að vera í sóttkví. Eftir ábendingu frá líkamsræktarstöðinni hringdi fulltrúi smitrakningateymisins í einstaklinginn, sem þá var enn í ræktinni, og hann hélt rakleiðis heim á leið. „Við höfðum strax samband við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra til að fá leiðbeiningar um hvernig við ættum að snúa okkur í þessu máli. Samkvæmt ráðleggingum var farið í það að tæma og loka líkamsræktarstöðinni og loks hefja þar sótthreinsun,“ segir Ágúst. Eftir nánari eftirgrennslan almannavarna reyndist þó ekki þurfa að loka stöðinni. Líkt og áður segir fékk einstaklingurinn neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku og því ekki talin nein smithætta af honum. Kórónuveirusmitum hefur fjölgað undanfarna daga hér á landi og samkvæmt tölum á Covid.is eru nú 187 í sóttkví. Sóttvarnalæknir skilar minnisblaði með tillögum að breytingum á takmörkunum vegna veirunnar til heilbrigðisráðherra í dag. Búist er við að hertar aðgerðir verði kynntar í kjölfarið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
Fulltrúar smitrakningarteymis almannavarna þurftu í dag að senda einstakling sem átti að vera í sóttkví heim úr líkamsræktarstöðinni Reebok fitness við Lambhaga í Reykjavík. Starfsmaður stöðvarinnar kannaðist við viðkomandi, taldi öruggt að hann ætti að vera í sóttkví og í kjölfarið var haft samband við almannavarnir. Jóhann K. Jóhannsson samskiptastjóri almannavarna segir í samtali við Vísi að um misskilning hafi verið að ræða. Einstaklingurinn hafi verið í sóttkví en jafnframt farið í sýnatöku fyrir kórónuveirunni, fengið neikvætt svar og talið að þar með væri sóttkvínni aflétt. Það sé þó ekki svo að neikvætt sýni úr sýnatöku bindi enda á sóttkví. Ágúst Ágústsson hjá Rebook fitness segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að fyrirtækið hafi tekið málinu mjög alvarlega. Starfsmaður stöðvarinnar við Lambhaga hafi kannast við einstaklinginn og réttilega haldið að viðkomandi ætti að vera í sóttkví. Eftir ábendingu frá líkamsræktarstöðinni hringdi fulltrúi smitrakningateymisins í einstaklinginn, sem þá var enn í ræktinni, og hann hélt rakleiðis heim á leið. „Við höfðum strax samband við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra til að fá leiðbeiningar um hvernig við ættum að snúa okkur í þessu máli. Samkvæmt ráðleggingum var farið í það að tæma og loka líkamsræktarstöðinni og loks hefja þar sótthreinsun,“ segir Ágúst. Eftir nánari eftirgrennslan almannavarna reyndist þó ekki þurfa að loka stöðinni. Líkt og áður segir fékk einstaklingurinn neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku og því ekki talin nein smithætta af honum. Kórónuveirusmitum hefur fjölgað undanfarna daga hér á landi og samkvæmt tölum á Covid.is eru nú 187 í sóttkví. Sóttvarnalæknir skilar minnisblaði með tillögum að breytingum á takmörkunum vegna veirunnar til heilbrigðisráðherra í dag. Búist er við að hertar aðgerðir verði kynntar í kjölfarið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira