Fjögur ný innanlandssmit greindust í gær Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. júlí 2020 10:43 Alls eru 28 í einangrun með virk smit á landinu. Þorkell Þorkelsson/Landspítali háskólasjúkrahús Fjögur ný innanlandssmit kórónuveiru greindust á landinu síðasta sólarhringinn. Ekki er búið að skera úr um það hvort þau séu tengd þeim sýkingum sem komið hafa upp síðustu daga. Fundi samráðshóps um næstu skref veiruaðgerða lauk nú á ellefta tímanum. Jóhann K. Jóhannsson samskiptastjóri almannavarna segir í samtali við fréttastofu að á fundinum, þar sem eiga sæti landlæknir, sóttvarnalæknir, fulltrúi stjórnvalda og almannavarnir, hafi verið farið yfir tölulegar upplýsingar fyrir síðasta sólarhring. „Og staðan er þannig núna að það eru 28 komnir í einangrun og einn bíður eftir niðurstöðu mótefnamælingar. 201 er kominn í sóttkví og það hafa bæst við fjögur innlend smit frá því í gær,“ segir Jóhann. „Í þessum heildarfjölda eru níu tengdir aðilar og hafa verið gerðar átta raðgreiningar, sem hafa sýnt fram á að það er sama mynstur í þeim.“ Ekki sé komin niðurstaða úr raðgreiningu á þessum nýju smitum og því ekki komið í ljós hvort þau séu tengd þeim sýkingum sem hafa verið til umfjöllunar undanfarna daga. Gert er ráð fyrir að yfirvöld boði hertari aðgerðir til að hefta útbreiðslu veirunnar í ljósi þeirrar stöðu sem komin er upp. Um næstu skref segir Jóhann að það sé nú sóttvarnalæknis að taka ákvörðun þess efnis. „Hann mun skila minnisblaði til heilbrigðisráðherra í dag um stöðuna og hann þarf að taka ákvörðun um framhaldið.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Þrjú innanlandssmit til viðbótar Þrjú innanlandssmit kórónuveirunnar greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær. 28. júlí 2020 11:32 Covid-tengdir sjúkraflutningar hvorki ávísun á smit né innlögn Enginn liggur inni á Landspítalanum vegna Covid-19, sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. 29. júlí 2020 10:25 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Fjögur ný innanlandssmit kórónuveiru greindust á landinu síðasta sólarhringinn. Ekki er búið að skera úr um það hvort þau séu tengd þeim sýkingum sem komið hafa upp síðustu daga. Fundi samráðshóps um næstu skref veiruaðgerða lauk nú á ellefta tímanum. Jóhann K. Jóhannsson samskiptastjóri almannavarna segir í samtali við fréttastofu að á fundinum, þar sem eiga sæti landlæknir, sóttvarnalæknir, fulltrúi stjórnvalda og almannavarnir, hafi verið farið yfir tölulegar upplýsingar fyrir síðasta sólarhring. „Og staðan er þannig núna að það eru 28 komnir í einangrun og einn bíður eftir niðurstöðu mótefnamælingar. 201 er kominn í sóttkví og það hafa bæst við fjögur innlend smit frá því í gær,“ segir Jóhann. „Í þessum heildarfjölda eru níu tengdir aðilar og hafa verið gerðar átta raðgreiningar, sem hafa sýnt fram á að það er sama mynstur í þeim.“ Ekki sé komin niðurstaða úr raðgreiningu á þessum nýju smitum og því ekki komið í ljós hvort þau séu tengd þeim sýkingum sem hafa verið til umfjöllunar undanfarna daga. Gert er ráð fyrir að yfirvöld boði hertari aðgerðir til að hefta útbreiðslu veirunnar í ljósi þeirrar stöðu sem komin er upp. Um næstu skref segir Jóhann að það sé nú sóttvarnalæknis að taka ákvörðun þess efnis. „Hann mun skila minnisblaði til heilbrigðisráðherra í dag um stöðuna og hann þarf að taka ákvörðun um framhaldið.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Þrjú innanlandssmit til viðbótar Þrjú innanlandssmit kórónuveirunnar greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær. 28. júlí 2020 11:32 Covid-tengdir sjúkraflutningar hvorki ávísun á smit né innlögn Enginn liggur inni á Landspítalanum vegna Covid-19, sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. 29. júlí 2020 10:25 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Þrjú innanlandssmit til viðbótar Þrjú innanlandssmit kórónuveirunnar greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær. 28. júlí 2020 11:32
Covid-tengdir sjúkraflutningar hvorki ávísun á smit né innlögn Enginn liggur inni á Landspítalanum vegna Covid-19, sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. 29. júlí 2020 10:25
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent