Íslenski boltinn

Al­freð: Þær hlupu af sér rass­gatið og pressuðu okkur í drasl

Einar Kárason skrifar
Alfreð Elías var ekki sáttur eftir tapið í Eyjum í kvöld.
Alfreð Elías var ekki sáttur eftir tapið í Eyjum í kvöld. vísir/vilhelm

„Mér fannst við mjög slakar í seinni hálfleik,“ sagði stuttorður Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss eftir tapið gegn ÍBV í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld.

Selfoss komst í 2-0 í leiknum og flestir héldu þá að þrjú stigin væru á leið burt frá Eyjunni en mögnuð endurkoma ÍBV tryggði þeim 3-2 sigur.

„Kúvendist, fyrri hálfleikur seinni hálfleikur. Þær tóku bara völdin og við koðnuðum bara niður.“

Selfoss leiddu verðskuldað í hálfleik en sú saga átti eftir að breytast.

„Bara lélegur leikur. Við vitum alveg fyrir hvað ÍBV stendur. Þær eru með svipuð gildi og við. Það er barátta, ákveðni, dugnaður og eljusemi. Þær vildu þetta bara meira í seinni hálfleik. Hlupu af sér rassgatið og pressuðu okkur í drasl og við bara koðnuðum niður.“

Eftir vaska göngu undanfarið var Selfossliðinu kippti niður á jörðina í dag.

„Við vitum alveg að við þurfum að leggja okkur fram til að vinna fótboltaleiki, sama hvaða lið það er. Ef við gerum það ekki þá eigum við í erfiðleikum. Þetta voru tveir hálfleikar, alveg svart og hvítt. Þetta er eitthvað sem við þurfum að fara vel í gegnum,“ sagði Alfreð að lokum.


Tengdar fréttir

„Voðalegt hálfkák í fyrri hálfleik”

Andri Ólafsson, þjálfari ÍBV, var að vonum ánægður í eftir ótrúlega endurkomu ÍBV gegn Selfoss í Suðurlandsslagnum í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×