Eystri Rangá komin yfir 3.000 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 28. júlí 2020 12:35 Það er mokveiði í Eystri Rangá Mynd: Lax-á Veiðin heldur áfram að vera svo mikil í Eystri Rangá að metveiðin í henni er líklega í hættu þegar sumarið verður gert upp. Heildarveiðin er komin yfir 3.000 laxa og það er ekkert lát á göngum. Einar Lúðvíksson sem hefur haft veg og vanda af því að sjá um sleppingar í ánna segir að líklega sé toppnum ekki náð ennþá en það gæti gerst eftir eina til tvær vikur. Það má sem sagt gera ráð fyrir því að það sé einfaldlega von á enn meiri laxi í ánna sem er nú orðinn ansi þétt setinn víða. Besta veiðin í ánni var 2007 þegar það veiddust 7.473 laxar og til samanburðar er veiðin núna meira en 100% meiri en á sama tíma 2007. Það er því ekkert mál að skjóta á að Eystri Rangá fari yfir 10.000 laxa, það er bara spurning um hvenær það gerist. Ágúst hefur yfirleitt verið besti mánuðurinn í ánni en þegar dagsveiðin er alltaf um 200 laxar frá miðjum júlí er erfitt að sjá hvernig það er hægt að bæta mikið við þá tölu. Veiðimenn eru farnir að þurfa að taka smá pásu milli laxa bara til að hvíla hendurnar, já það er búið að taka á við mokveiðina sem er við Eystri núna. Mest lesið Hugleiðingar veiðimanns um breyttar veiðireglur Veiði Síðustu dagar Köldukvíslar framundan Veiði Veiðimaðurinn kominn út Veiði Laxinn mættur í Breiðdalsá og fín veiði í Fögruhlíðará Veiði Fréttir frá veiðisvæðunum í Borgarfirði Veiði Helgin var góð í Ytri Rangá Veiði 87 sm hrygna sem lét hafa mikið fyrir sér Veiði Styttist í opnun Laxárdals og Mývatnssveitar Veiði Tveir hafa lýst áhuga á Norðurá Veiði Þar liggja drekarnir í djúpinu Veiði
Veiðin heldur áfram að vera svo mikil í Eystri Rangá að metveiðin í henni er líklega í hættu þegar sumarið verður gert upp. Heildarveiðin er komin yfir 3.000 laxa og það er ekkert lát á göngum. Einar Lúðvíksson sem hefur haft veg og vanda af því að sjá um sleppingar í ánna segir að líklega sé toppnum ekki náð ennþá en það gæti gerst eftir eina til tvær vikur. Það má sem sagt gera ráð fyrir því að það sé einfaldlega von á enn meiri laxi í ánna sem er nú orðinn ansi þétt setinn víða. Besta veiðin í ánni var 2007 þegar það veiddust 7.473 laxar og til samanburðar er veiðin núna meira en 100% meiri en á sama tíma 2007. Það er því ekkert mál að skjóta á að Eystri Rangá fari yfir 10.000 laxa, það er bara spurning um hvenær það gerist. Ágúst hefur yfirleitt verið besti mánuðurinn í ánni en þegar dagsveiðin er alltaf um 200 laxar frá miðjum júlí er erfitt að sjá hvernig það er hægt að bæta mikið við þá tölu. Veiðimenn eru farnir að þurfa að taka smá pásu milli laxa bara til að hvíla hendurnar, já það er búið að taka á við mokveiðina sem er við Eystri núna.
Mest lesið Hugleiðingar veiðimanns um breyttar veiðireglur Veiði Síðustu dagar Köldukvíslar framundan Veiði Veiðimaðurinn kominn út Veiði Laxinn mættur í Breiðdalsá og fín veiði í Fögruhlíðará Veiði Fréttir frá veiðisvæðunum í Borgarfirði Veiði Helgin var góð í Ytri Rangá Veiði 87 sm hrygna sem lét hafa mikið fyrir sér Veiði Styttist í opnun Laxárdals og Mývatnssveitar Veiði Tveir hafa lýst áhuga á Norðurá Veiði Þar liggja drekarnir í djúpinu Veiði