Kim Kardashian brotnaði niður þegar hún hitti Kanye West Stefán Árni Pálsson skrifar 28. júlí 2020 11:29 Kim Kardashian West og Kanye West í París í mars á þessu ári. Getty/Marc Piasecki Bandaríski tónlistarmaðurinn, tískumógúllinn og forsetaframbjóðandinn Kanye West hefur beðið Kim Kardashian West eiginkonu sína afsökunar vegna ummæla sem hann lét falla opinberlega um einkamál fjölskyldunnar. Kim flaug til borgarinnar Cody í Wyoming í gær til að ræða við eiginmann sinn. Hjónin eiga þar búgarð saman og eyða töluverðum tíma þar. Kanye West glímir við geðhvarfasýki en hefur neitað að taka inn geðlyf þrátt fyrir að Kim Kardashian hafi ítrekað reynt að sannfæra hann um að fá hjálp. Kanye West hefur farið mikinn undanfarna daga og þá aðallega í tengslum við forsetaframboð sitt. Hafa áhyggjur af andlegu ástandi Kanye Þar hefur hann tjáð sig opinberlega um ástæður framboðs síns. Orðræða hans hefur á köflum verið samhengislaus og stundum í raun erfitt að átta sig á því hvert rapparinn er að fara með ræðum sínum. Rapper Kanye West launched his presidential campaign with a rambling speech in South Carolina https://t.co/pPGHsNi1Pj pic.twitter.com/nX7By2hgbW— Reuters (@Reuters) July 20, 2020 TMZ greinir frá því að fólk náið rapparanum hafi miklar áhyggjur af andlegu ástandi Kanye West. Hjónin hittust í fyrsta skipti í eina viku í gær og náði ljósmyndari TMZ myndum af þeim í samræðum inni í bifreið þeirra. Þar mátti sjá Kim Kardashian í tárum og greinilega mikið niðri fyrir. Kim steig fram á miðvikudaginn í síðustu viku og birti skilaboð til fylgjenda sinna á Instagram þar sem hún ræddi veikindi eiginmanns síns. Kardashian West hefur ekki áður tjáð sig opinberlega um veikindi eiginmannsins og segir það meðal annars vera vegna barna þeirra hjóna og réttar Kanye til friðhelgi einkalífs þegar kæmi að heilsu hans. Hér má sjá ljósmyndir TMZ. Geðheilbrigði Hollywood Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Heitustu trendin í haust Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Fleiri fréttir Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Sjá meira
Bandaríski tónlistarmaðurinn, tískumógúllinn og forsetaframbjóðandinn Kanye West hefur beðið Kim Kardashian West eiginkonu sína afsökunar vegna ummæla sem hann lét falla opinberlega um einkamál fjölskyldunnar. Kim flaug til borgarinnar Cody í Wyoming í gær til að ræða við eiginmann sinn. Hjónin eiga þar búgarð saman og eyða töluverðum tíma þar. Kanye West glímir við geðhvarfasýki en hefur neitað að taka inn geðlyf þrátt fyrir að Kim Kardashian hafi ítrekað reynt að sannfæra hann um að fá hjálp. Kanye West hefur farið mikinn undanfarna daga og þá aðallega í tengslum við forsetaframboð sitt. Hafa áhyggjur af andlegu ástandi Kanye Þar hefur hann tjáð sig opinberlega um ástæður framboðs síns. Orðræða hans hefur á köflum verið samhengislaus og stundum í raun erfitt að átta sig á því hvert rapparinn er að fara með ræðum sínum. Rapper Kanye West launched his presidential campaign with a rambling speech in South Carolina https://t.co/pPGHsNi1Pj pic.twitter.com/nX7By2hgbW— Reuters (@Reuters) July 20, 2020 TMZ greinir frá því að fólk náið rapparanum hafi miklar áhyggjur af andlegu ástandi Kanye West. Hjónin hittust í fyrsta skipti í eina viku í gær og náði ljósmyndari TMZ myndum af þeim í samræðum inni í bifreið þeirra. Þar mátti sjá Kim Kardashian í tárum og greinilega mikið niðri fyrir. Kim steig fram á miðvikudaginn í síðustu viku og birti skilaboð til fylgjenda sinna á Instagram þar sem hún ræddi veikindi eiginmanns síns. Kardashian West hefur ekki áður tjáð sig opinberlega um veikindi eiginmannsins og segir það meðal annars vera vegna barna þeirra hjóna og réttar Kanye til friðhelgi einkalífs þegar kæmi að heilsu hans. Hér má sjá ljósmyndir TMZ.
Geðheilbrigði Hollywood Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Heitustu trendin í haust Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Fleiri fréttir Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Sjá meira